Vikan


Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 30

Vikan - 17.05.1962, Blaðsíða 30
30 VIKAN GINSBO ur. GINSBO úrin eru stíl- hrein og fögur, nýtízku Kaupið úrin hjá úrsmið. Franch Michelsen úrsmíðameistari Laugavegi 39 — Reykjavík Kaupvangsstræti 3, Akureyri GIN5BD TREYJA OG HOSUR. Framrald af bls. 19. með hvitu garni 5 cm. Prjónið nú allar lykkjurnar á einn prjón, fyrst hliðarlykkjurnar af öryggisnálinni, takið þá upp 13 1. á hliðarstykkinu, síðan 15 1. i miðju, takið þá aftur upp 13 1. á hinni hliðinni og svo lykkjurnar af hinni öryggisnálinni. Prjónið næstu umferð brugðna. Prjónið síðan mynztur og byrjið með 7. mynztur- umferð. Þegar prjónaðar hafa verið 2 mynzturrendur + 2 umf. eru felld- ar af 29 1. i hvorri hlið: Prjónið 13 1. í miðju með hvítu garni. Eftir 8 cm er 1 1. tekin úr i hv. umf. 2 sinnum. Fellið af. Pressið öll stykkin mjög laust frá röngu með votum klút og volgu straujárni. (’iangið frá öllum endum. Saumið saman li'iðarsauína og renningana á framkantana. Hnýtið silkibönd á hliðarnar. Saumið hosurnar saman og dragið silkiband i gataröðina, ath. að festa bandinu í miðju að aftan. GOEBBELS. Framhald af bls. 17. en láta verkalýðinn og miðstéttirnar, sem stutt höfðu hreyfinguna til á- hrifa og valda, lönd og leið þegar sigurinn virtist íramundau. Og það er óvefengjaniega sannað, að Goebb- els var því á tímabili albúinn að svíkja Hitler og ganga í þjónustu ]>eirra Strassers og Röhm. Sjálfur átti Goebbels stormsveitunum og margt og mikið upp að unna; þær höfðu verið honum ómetanleg að- stoð í livert skipti, sem hann taldi hagstætt að koma af stað blóðugum átökum og óeirðum í sambandi við „útbreiðslustarfsemina“. Á síðustu stundu sá Goebbels ]jó að sér mundi öruggara að haila sér að Iiitler og iáta þá Strasser og Röhm sigla sinn sjó, en vitað er að hann hafði liitt Röhm á laun aðeins viku áður en Iiitler greip til sinna ráða gagnvart þeim, „uppreisnarseggjunum". Hvort sem Hitler sjálfur hefur lagt á ráðin um ríkisþingshúsbrun- ann í félagi við Goebbels eða Göhring, eða ekki, þá er víst að hann beitti sömu aðferðinni í sam- bandi við morðið á Röhm og Strasser og lieiztu fylgjurum þeirra — taldi sig hafa komizt að raun um það á siðustu stundu, að þeir hefðu undirbúið samsæri, og liefði það eingöngu verið fyrir frábært snar- ræði sitt og dirfsku að honum tókst að koma i veg fyrir það. Goebbels var sjálfur í fylgd með Hitler þegar hann gerði förina að Röhm, og lét taka hann höndum, flytja til Munc- hen og drepa hann þar. Strasser var og tekinn höndum og fluttur í dyfl- issu Gestapo við Albertstrasse i Rerlín, þar scm hann var myrtur, ])ótt tilkynnt væri að hann befði framið sjálfsmorð. Hitler tilkynnti að alls hefðu 77 meiriháttar nazistar og kaþólskir frammámenn orðið „hreinsun“ þessari að bráð, en vitað er að þeir voru mun fleiri, sennilega allt að því 400, en þeirra á meðal var Karl Ernst og nokkrir af nán- ustu samstarfsmönnum hans að framkvæmd rikisþingshússbrunans. Flestir af þessum mönnum voru myrtir á heimilum sínum, en með aðra var farið út í skóg eða mýrar, þar sem þeir voru skotnir. Yfirleitt var svo látið heita, að þeir hefðu framið sjálfsmorð, og öli skjöl og skiiríki í sambandi við hreinsunina voru brennd, en Goebbels bannaði blöðunum að birta nokkrar fréttir af atburðunum, að undanskyldum þeim tilkynningum, sem Hitler sjálf- ur gaf út, og þó ekki fyrr en hálfum mánuði síðar. Það var margt í sambandi við for- tíð nazistahreyfingarinnar og valda- töku — auk afstöðunnar, sem skap- azt hafði gagnvart Þjóðverjum yfir- leitt vegna fyrri heimsstyrjaldar- innar og afleiðinga hennar — sem varð til ]>ess að Goebbels veitti ekki af að halda á spöðunum, ætti honum að takast að afla nazistisku valda- klikunni álits og trausts meðal menningarþjóða heims. Það var ekki eins hægt um vik að blekkja með slagorðaglamri og sviðsettum sigur- liátíðum, eins og heima fyrir, og sumar þær áróðursbrellur, sem báru hvað mestan árangur innan landa- mæra þriðja ríkisins, höfðu jafnvel þveröfug áhrif meðal nágrannaþjóð- anna, eins og áður er á minnzt. Út- breiðslumálaráðherranum og að- stoðarmönnum hans var ])ví ærin vandi á höndum, og fullvist má t.elja að enginn annar en Goebbels hefði reynzt þes.s umkominn að vinna þar slík afrek sem raun ber vitni; þetta hlaut Hitler og að vera Ijóst, og því má telja vafálaust, að fáir af með- limum valdaklíkunnar hafi verið eins fastir í sessi og Goebbels, enda þótt hann ætti sér hættulega öfund- armenn og jafnvel fjendur innan hennar, sem biðu færis að koma honum í ónáð og hrifsa af honum völdin. Einn af þeim var von Ribb- entropf, sem fékk talið Hitler á að fela sér einum stjórn og umsjón með ul ri útbreiðslustarfsemi og á- róðri erlendis. Reiddist Goebbels þeirri ráðstöfun heiftarlega, og ])ó að Hitle-r, sem ekki gat tckið aftur skipun sína, byði þeim að komast að samkomulagi, bar það ekki neinn árangur — eftir það börðust þeir, Goebbels og Ribbentropf, stöðugt tun erlenda blaðamenn, sem heim- sóttu Þýzkaland, og reynclu á aRáti tiátt að yfirbjóða livor annan, varð- andi það að ná hylli þeirra. Viðureignin við listamennina, skáldin og rith 'fundana varð Goeb- bels örðug, bæði heima fyrir og er- lendis. í sept. 1933 fékk hann lit- gefin !ög um „Reichskulturkammer" — Þjóðmenningarstofnun — sem starfa skyldi í nánu sambandi og samráði við ráðuneyti hans, og gerð- ist hann sjálfur formaður stofnun- arinnar. Stofnun þessi var í sjö deildum — bókmenntadeild, út- varpsdeild, blaðamannadeild, mynd- listardeild, tónlistardeild og lcvik- myndadeikl — og vorti allir, sem störfuðu í þesstnn greinum, ófrá- vikjanlega skyldugir til að gerast meðlimir stofunarinnar, hlíta eftir- liti hennar og úrskurði í hvivetna og haga sér samkvæmt skipunum for- ráðamanna hennar í einu og öllu. Mánuði seinna voru útgefin ný lög, sem gerðu alla blaðamenn að rikis- starfsmönnum, en eftir það gátu þeir einir starfað við þýzlc blöð, sem höfðu skirleini, stimpluð af Goebb- els, upp á vasann, en áður um suin- arið höfðu nazistar yfirtekið öll blöð vinstrisinnaðra — samkvæmt nýút- gefnum löguin — og gert upptækar prentsmiðjur þeirra og aðrar eign- ir. Samkvæmt þessum lagabálkum máttu þeir einir eiga blöð eða tíma- rit, sem gátu fært sönnur á að þeir og eiginkonur þeirra væru hreinir aríar, og að þar hefði ekki komið nein „óæskileg“ blóðblöndun til greina frá því um aldamótin 1800! Árið 1935 voru gefin út lög, sem bönnuðu þýzkum listamönnum, fyrirlesurum og upplesurum, að fara úr landi í þvi skyni að koma fram erlendis, nema þeir hefðu fengið til þess leyfi viðkomandi deildar þjóðmenningarstofnunarinnar, og sama ár var bókmenntadeild stofn- unarinnar falið að semja svartan iista yfir bækur, sem hættulegar gætu talizt stefnu nazista. Var út- gefendum því skylt að athuga þann lista áður en þeir gáfu út bækur, sem áður höfðu komið út, en einnig var þeim skylt að leggja öll handrit að nýjum bókum undir úrskurð deildarinnar. í sama mánuði voru og gefin út lög, sem heimiluðu blaða-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.