Vikan - 21.03.1963, Side 7
Það hefur löngum verið deilt um flugvallar-
málin hjá okkur íslendingum, og þá sérstak-
lega um flugvöllinn í Reykjavík, staðsetningu
nýs flugvallar, sem gæti annað öllu okkar
framtíðarflugi bæði innanlands- og utan o. s.
frv. Málið hefur lognazt útaf á milli hviða, því
að framkvæmdir hafa aldrei orðið neinar, hvað
sem bezt hefur þótt hverju sinni, og hversu
margar nefndir og sérfræðinrar hafa verið
látnir rannsaka þetta, en þess á milli hafa
áhugamenn kveðið sér hljóðs, vakið upp draug-
inn og gert sitt bezta til að fá einhverju fram
gengt í framfaraátt, — hver svo sem ástæðan
hefur verið hverju sinni.
Nú fyrir skömmu síðan risu Kópavogsbúar
upp og kröfðust þess að stærstu millilandavél-
arnar hættu með öllu að nota flugbraut þá á
; Reykjavíkurflugvelli, sem liggur frá norðri til
I suðurs, og stefnir jafnframt á Kársnesið, þar
sem fjöldi fólks býr við miklar flugvéladrunur
og ónæði af völdum þeirra. Héldu íbúar syðsta
hluta nessins fund með sér og samþykktu þetta
einróma, og var kjörin nefnd á fundinum til að
fylgjast með framvindu málsins og til að ýta
á eftir getu. Kom það fram á þessum fundi að
íbúarnir hafa gífurlegt ónæði af flugvélaferðum
rétt yfir húsþökin, og álíta þeir af því bæði
hættu fyrir íbúana, margs konar ónæði og
vandræði.
Þessi fundur og samþykkt hans mun hafa
orðið til að vekja upp þetta mál að nýju, og
virðist það eigi saka, því satt bezt að segja er
íurðulegur sofandaháttur ríkjandi í þessum
málum, því ekki verður betur séð en að mein-
ingin sé að reyna að notast við núverandi skil-
yrði, svo lengi sem kostur er, eftir þeim upp-
lýsingum, sem Vikan hefur aflað sér. Þó eru
flestir á einu máli um það, að það beri að stefna
| að því að byggja nýjan flugvöll, en um lausn
þessa máls greinir menn nokkuð á. Sumir
bera við fjárskorti til framkvæmda, meðan
s aðrir benda á að það sé í raun og veru dýrara
að láta núverandi ástand vara lengur, heldur
en að hefjast þegar handa um byggingu nýs
vallar.
Vikan hefur rætt við marga þá menn, sem
láta þetta mál til sín taka, — eða eiga að láta
það til sín taka — og birtir hér stuttan útdrátt
úr því, sem þeir sögðu í þessum viðtölum.
' 1
GEIR HALLGRÍMSSON, borgarstjóri:
„Ég álít æskilegra, að Reykjavíkurflugvöllur
verði ekki til frambúðar á þessum stað, en á
hinn bóginn er ekki hægt að leggja hann niður,
fyrr en önnur lausn hefur fengizt í flugvallar-
málum.
Það er áreiðanlega nauðsynlegt að gera á-
kveðnar endurbætur á flugvellinum í Reykja-
vík, til að tryggja fullkomnara öryggi, en slíkar
endurbætur eiga ekki að vera í því fólgnar að
stækka völlinn til að auka umferð stærri flug-
véla, er þurfa lengri brautir. Borgaryfirvöldin
hafa sérstaklega óskað eftir viðræðum við flug-
málastjórnina um þessi atriði og fleiri, sem
borginni koma við beinlínis.
Það er því mín skoðun, að það beri að stefna
Framhald á næstu síðu.
v ,
Brandur Tómasson, yfirflugvirki F. I.:
„Það er mitt eindregið álit að sú stefna
að halda áfram Reykjavíkurflugvelli f
þessari mynd, sem nú er, sé ekki til
annars en að bjóða hættunni heim og
eyða fjármunum tii einskis."
Sigurður Jónsson, forstjóri Loftferðaeftir-
lits ríkisins:
„Ég mundi fagna nýjum flugvelli. *
Jóhann Gíslason, deildarstj. flugrekstrar-
deildar F. í.:
„Rcykjavíkurflugvöllur uppfyllir í dag
engin þeirra sex skilyrða, sem æskileg
eru, fyrir flugvöll við innanverðan Faxa-
flóa ...“
Jóhannes Snorrason, yfirflugstjóri Flug-
félags íslands:
„Ástandið er ails ekki viðunandi og hefur
niðurdrepandi áhrif á alla þróun flitg-
mála hér heima."
'I
Sililll!
.
tllllpl
illllll
.. ......................................................................................
■ •■ m