Vikan - 21.03.1963, Qupperneq 12
OTLAGINN
SMÁSAGA EFTIR
DUVAN POLK
Það er undarlegt land, sem ligg-
ur þögult og einmanalegt í löngum
dal upp frá Rio Grande. Það er
kallað Big Bend land og reyndar
mörgum öðrum nöfnum. Mannlegar
verur eru sjaldgæfar þar, en yucca,
maguey og kaktusar því algengari.
Þetta er land lítils vatns og slæms
vatns, þegar það finnst — land, þar
sem ekki rignir mánuðum og stund-
umum árum saman, en þegar regnið
kemur fylgja því þrumur og eld-
ingar, sem vekja ótta og ógn hjá
manninum og ekki síður hjá dýr-
unum, sem ráfa um óbyggð svæðin.
Þetta er land, þar sem jarðvegurinn
er ófrjósamur og hæðirnar liggja
ncktar og þurrar í sólskininu.
Menn deyja í þessu hræðilega
landi. Þeir deyja úr þorsta og sjúk-
dómum og af slysum og stundum
af byssukúlum, sem ekki var skotið
af tilviljun. En venjulega tærast
þeir upp og deyja af þreytu og erf-
iði. Þeir vinna þar til blæðir úr
hnúunum og svitinn bogar af þeim,
en það nægir sjaldnast.
Menn koma til Big Bend af mörg-
um orsökum, sem enginn þekkir
nema þeir sjálfir, og þeir fara þaðan
ekki aftur og orsök þess vita held-
ur engir aðrir en þeir sjálfir. Þeir
hafa sjaldan heppnina með sér, því
að dýrir málmar liggja þar ekki á
lausu strái, en þetta eru gamlir
harðjaxlar, sem ekki gefast upp.
Sumir — ekki margir •— koma
þangað af því að flutningur þeirra
yfir ána getur ekki staðizt rannsókn
lögreglunnar, og hvar er hægt að
finna einangraðri stað fyrir slíka
starfsemi?
Og ég? Ég fór þangað af því að
landið var ódýrt. Það var ódýrt að
kaupa það og enn ódýrara að leigja
það, en samt var það of dýrt. En
fyrir þann, sem átti ckki nema
nokkra dollara, en óslökkvandi
löngun til að horfa yfir jarðarskika
og segja að hann ætti hann — hvort
sem það var gott eða slæmt land —
til að sjá nokkrar gamlar kýr þar
á beit og vita einnig að hann ætti
þær — fyrir hann var Big Bend
staðurinn. Það var hægt að kaupa
stórt land og leigja þúsund ekrur
í viðbót, fyrir það sama og ein föt
kostuðu þegar ég kom þangað 1920.
Ef maður reiknaði með hundrað
ekrum fyrir kúna, hafði maður gert
ráð fyrir of litlu. En það var það,
byssa
og sú djúpa virðing
sem þeir báru
hvor fyrir öðrum
sem ég hafði reiknað með þegar ég
flutti hingað, en ég var fljótur að
komast að því, að það var ófull-
nægjandi. En samt leigði ég mér
ekki meira land. Það voru sama sem
engar girðingar í öllu landinu, og
hvers vegna skyldi ég þá vera að
því? Fólkið, sem átti landið sá það
næstum aldrei, hvað þá að það not-
aði það. Ég býzt við að það hafi
verið skynsamara en ég.
Ég var ungur maður þegar ég
fór þangað, 1920, en gamall maður
1925. Þess meira sem ég vann, því
minna græddi ég og kofinn, sem
ég hafði klambrað saman til bráða-
birgða þegar ég kom, var enn þá
eina höllin, sem ég átti. Ég keypti
mestmegnis gamlar kýr til að byrja
með, af því að það var hægt að fá
þær ódýrari en ungar, en þar gilda
sömu lögmál og annars staðar. Þú
færð það sem þú borgar fyrir. Ég
átti sjálfsagt fleiri gamlar og geldar
kýr en nokkur annar maður í Tex-
as — nema að nautin, sem ég fékk
hafi verið í fríi.
Ég fékk nokkra kálfa, því er ekki
að neita. En fjallaljónin voru al-
geng í hæðunum í þá daga og flestir
kálfanna minna fylltu maga þeirra
eða úlfanna, en það virtist sem þess-
ar skepnur hefðu vaktaskipti við
að sitja um kálfana mína. Ég var
í þann veginn að gefast upp, mörg-
um sinnum, og það hefði ég átt að
gera, cn gerði það ekki.
Þennan dag stóð ég í dyrunum og
horfði á rykið þyrlast upp löngu
áður en ég heyrði hljóðið í bílnum.
Þegar hann loks kom í ljós, teygði
ég mig eftir rifflinum og setti hann
við hlið mér.
Það getur verið að ykkur finnist
það hafa verið óþarft að rjúka þann-
ig upp til handa og fóta á árinu
1925, en þá skuluð þið aðeins hug-
leiða hve margir eru drepnir enn
í þannig löndum og líkunum svo
bara kastað í næsta gil — og það
aðeins til þess að ná í ómerkileg-
ustu hluti, svo sem skó af líkinu.
Það er kannski ekki alveg eins al-
gengt nú á dögum eins og það var,
það verð ég að játa, því að landið
er þéttbýlla núna. En í þá daga
gátu þeir, sem kærulausir voru, átt
von á slíku. Ég get meira að segja
sýnt ykkur stað, sem það kom fyrir
og það er ekki lengra en tvö ár
síðan. Þeir drápu hann til þess að
ná fötunum hans og fimm dollurum,
sem hann var með á sér, en þó
voru þeir aukaatriði. Ég geri mér
far um að vera ekki kærulaus, jafn-
vel þó að gestirnir komi í bílum.
Vegurinn upp a3 húsinu var varla
annað en troðningur og bíllinn velt-
ist töluvert á leiðinni og ökumað-
urinn blótaði líka. Hann stanzaði
opinn bílinn fyrir framan dyrnar
hjá mér og sat svo og starði á mig
drykklanga stund. Hann var sex-
tugur eða meira, stór með rautt
andlit og hrokafulla framkomu.
„Ég er að leita að Fife Gillespie,“
sagði hann loks.
,,Ég geri ráð fyrir að þú hafir
fundið hann,“ sagði ég.
„Þú lítur ekki út eins og ég hafði
hugsað mér þig,“ sagði hann ó-
ánægður.
„Ég get ekki lýst því, hve mig
tekur það sárt.“
„Mér líkar ekki við kjaftfora
menn.“
„Jæja,“ sagði ég, „ekki bið ég þig
um að vera hér.“
„Merm eins og þú valda mér ó-
gleði,“ sagði hann og spýtti yfir bíl-
hurðina. „Þeir eiga gamlan jálk og
veika kú og halda svo að þeir séu
sjálfstæðir. Fjandinn hafi það,“
sagði hann, „en ég hef meira gras
í garðinum heima hjá mér en þú
á öllu þessu bölvaða flæmi.“
„Ég veit ekki á hvaða fjalli þú
ert konungur," sagði ég, „en það er
áreiðanlega ekki hér um slóðir.
Það er sami vegurinn, sem liggur
burt og sá, sem liggur hingað heim.“
Ég sneri mér við og gekk inn.
Ég heyrði marrið í bílhurðinni og
í sömu svipan var maðurinn kominn
inn á eftir mér. „Ég hafði ekki lokið
við að tala við þig,“ sagði hann.
Ég tók upp riffilinn. „Jú, höfðum
við nokkuð meira að tala um?“
Byssan hræddi hann ekki. „Ég
er með tilboð til þín,“ sagði hann.
„Það er tilboð um 5000 dollara, og
eftir því sem mér sýnist ástandið
hjá þér, eru þetta þeir einu pening-
ar, sem þú átt kost á í bráð.“
„Búgarðurinn minn er ekki svo
mikils virði,“ sagði ég önugur, en
dálítið forvitinn.
„Ég mundi ekki taka við þessu
kaktusbeði þínu, þótt mér væri gef-
ið það,“ sagði hann, „hvað þá vera
svo vitlaus að kaupa það.“
Framhald á bls. 44