Vikan


Vikan - 21.03.1963, Qupperneq 32

Vikan - 21.03.1963, Qupperneq 32
Ik Electrolux tækin ELECTROLUX er nafn sem allir treysta, enda vinsælustu heimilistækin í fjölda þjóðlanda. Eigum fyrirliggjandi Electrolux-kæliskápa í fjölda stærða, Electrolux-þvottavélar, Electrolux-ryksugur, Electrolux-hrærivélar og Electrolux-uppþvottavélar. Spyrjið þá sem eiga Electrolux, pantið sem fyrst, komið, skoðið, sannfærist. Skoðið hjá okkur. Electrolux-umboðið, Laugavegi 69. — Sími 36200. fram í Skerjafirði (vesturendi) og langleiðina yfir að kirkjugarði (austurendi). Hér er því að mestu um nýja flugbraut að ræða, sem því miður hefði marga flugtæknilega ann- marka. Núverandi norður/suðurbraut tak- markast af miðbænum að norðan og Skerjafirðinum eða réttara sagt Kársnesinu að sunnan. Mér vitanlega hefur engum nema íslenzku flugmálastjórninni dottið í hug að ná nauðsynlegri brautar- lengd, með því að lengja norður/ suðurbrautina upp í þá lengd sem er nauðsynleg fyrir flugvélar ís- lenzku flugfélaganna nú, hvað þá með tilliti til framtíðarinnar. Til þess að ná nauðsynlegri flug- brautarlengd er því nauðsynlegt að breyta stefnu norður/suðurbrautar þannig að hún stefni vestur fyrir Kársnesið. Hér er því að öllu leyti um nýja flugbraut að ræða. Hvaða verðmæti eru það, sem íslenzka þjóðin tapar þegar Reykja- víkurflugvöllur verður lagður nið- ur? Um flugbrautirnar segir ísl. verk- fræðingur er rannsakaði ástand þeirra 1957: „Við byggingu flugbrautanna hef- 1^32 — VIKAN n-tw- ur of lítið verið gert til þess að skapa örugga og varanlega undir- stöðu fyrir þær, enda hafa þeir, sem þær byggðu, ráðgert að nota þær aðeins takmarkað árabil og lagt meira kapp á að ljúka verkinu á sem stytztum tíma en skapa varan- legt mannvirki." Flugskýlin eru stríðsfyrirbæri, sem fullnægja ekki þörfinni í dag, hvorki hvað stærð né vinnuskilyrði snertir, hvað þá til framtíðar. Smíði nýrra flugskýla á Reykja- víkurflugvelli er því óhjákvæmileg, eigi flugvöllurinn að verða þar áfram. Kostnaðurinn við að endur- byggja Reykjavíkurflugvöll mundi því kosta stórfé, og ekki ósennilega meira, en að byggja nýjan flugvöll á öðrum stað, sem fullnægði ströng- ustu kröfum. Að gera Keflavíkurflugvöll að miðstöð íslenzks flugs er fjarri öll- um raunhæfum möguleikum og fel- ur enga framtíðarlausn þessa máls í sér. Árið 1959 fékk Flugráð heims- þekkt bandarískt fyrirtæki, sem sérþekkingu hefur á flugvallarmál- um, til þess að rannsaka þetta vandamál og gera tillögur til úr- lausnar. Fyrirtækið skilaði síðan mjög ýtarlegri greinargerð um málið ár- ið 1961. Árið 1960 skipaði samgöngumála- ráðherra Ingólfur Jónsson nefnd til þess að gera tillögur um fram- tíðarskipan þessa máls og skilaði hún áliti sínu í febrúar 1962. Ýtarleg frumrannsókn hefur því þegar farið fram af tveimur aðilum og báðir komizt að þeirri niður- stöðu að samkvæmt gögnum þeim og athugunum er nú liggja fyrir verði framtíðarflugvöllur Reykja- víkur bezt settur á Álftanesi, bæði vegna staðsetningar með tilliti til byggðarinnar og vegna flugskilyrða. Það er von meginþorra þeirra, sem við íslenzk flugmál starfa að samgöngumálaráðherra láti fram- kvæma þær athuganir er íslenzka nefndin leggur til að gerðar verði til þess að endanleg niðurstaða fáist á þessu mikilvæga máli. .TÓHANNES SNORRASON, yfirflugstjóri Flugfélags íslands: Það er gríðarlega mikill áhugi hjá öllum, sem vinna við flugmál, fyr- ir því að eitthvað verði gert í flug- vallarmálunum, því að ástandið eins og það er nú, er alls ekki við- unandi, og hefur niðurdrepandi á- hrif á alla þróun flugmála hér heima. Það verður vægast sagt að telj- ast mjög hæpið að nokkurn tíma verði hægt að gera Reykjavíkur- flugvöll svo úr garði að hann verði fullnægjandi fyrir allt okkar flug- starf, en það er fyrst og fremst vegna legu hans, sem er bæði óhag- stæð vegna hindrana af náttúrunnar völdum, og svo vegna byggðar í ná- grenninu, og það er því miður ekki hægt að eygja það að úr þessu verði bætt í náinni framtíð. Þetta hlýtur að hafa tafir í för með sér í þróun flugsins hjá okkur, því að fullkomin lendingar- og flugtaksskilyrði, á- samt góðri aðstöðu til þjónustu, eru nauðsynleg skilyrði fyrir því að nýrri og betri flugtæki séu tekin í notkun, svo og fyrir auknum far- þegafjölda. Hér verður eitthvað að gera, og það sem fyrst, áður en við verðum reknir suður í Keflavík, eða að við sjáum okkur tilneydda til að fara þangað, vegna óviðunandi skilyrða í Reykjavík. Það yrði rothögg á alla flugþjónustu, bæði utanlands og innan. Mér er ekki kunnugt um hvað flugmálastjórnin hefur látið gera í því að undirbúa flugvallarbyggingu á Álftanesi, en einhverjar athuganir hafa verið gerðar þar, en síðan ekki söguna meir. Það er eins og allur áhugi manna fyrir nýjum flugvelli hafi andazt, þegar minnzt var á 400 milljónir í útvarpinu forðum. En ég er sannfærður um, að það er hægt að gera mikið fyrir minni pen- ing, og ekki er það ávallt að slíkar áætlanir standast — jafnvel eru þær hærri en raunveruleikinni er. f því sambandi má t. d. benda á flug- brautina á fsafirði. Því var nú spáð að það mundi kosta tugi milljóna að búa til þá flugbraut — púkka hana upp úr sjó, 1200 metra langa — en þegar svo loks var gengið til verks, þá kom í ljós að brautin kostaði ekki nema sex milljónir. Það hafa einnig orðið miklar breytingar á, síðan þessi upphæð var nefnd, því þá var t. d. reiknað með að flytja þyrfti allt undirstöðuefni þangað á vörubílum, með tilheyr- andi tækjum og mannafla, en nú er sanddæluskipið komið til sög- unnar, með feikna afköstum, og það er engin goðgá að láta sér detta í hug að það sé hægt að dæla þang-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.