Vikan


Vikan - 21.03.1963, Síða 51

Vikan - 21.03.1963, Síða 51
„Ó, 'það er allt i lagi,“ flýtti unga frúin sér að skjóta inn í. „Það er allt í lagi. Ég skil það vel.“ Frú Helga varð svo forviða, að hún gat ekki stunið upp neinu í bili. „Skiljið þér vel?“ spurði hún að lokum. „Já, auðvitað skil ég það vel. Það skuluð þér ekkert setja fyrir yður. Það er bara eðlilegt.“ Frú Helga starði á hana. „Eðli- legt, þér eruð svei mér umburðar- lynd þykir mér.“ Unga frúin brosti. „Nú, Óli þarf ekki á lijólinu að halda og manninum yðar sagðist leiðast að þurfa að fara með strætisvagn- inum um þennan árstíma." „Maðiurinn minn! Hvað kemur þetta honum við?“ Rödd frú Helgu var orðin ískyggilega skræk. Unga frúin tók hrædd höndina fyrir munn sér. „Ó, ég mátti ekki segja yður, að maðurinn yðar liefði fengið lánað hjólið hans Óla. Ég veit að þér getið ekki þolað að fá neitt lánað hjá öðrum. En nú megið þér ekki vera strangar. Þetta eru aðeins smá- munir.“ En frú Helga var þegar á leiðinni lieim. „Smámunir,“ hvæsti hún á milli samanbitinna tannanna. „Smámunir.“ ★ ÖRVITA ÞRENNING. Framhald af bls. 21. Maríanna sat á þriðja bekk og hafði fest á hann augun. Það var auðséð á henni, að hún einbeitti hugsun- inni að því sem fram fór, en þegar hann leit til hennar, færðist bros á andlit henni, og það kostaði hann nokkra aðgæzlu, að láta ekki nein svipbrigði sjást á dómaraásjónu sinni. Svo varð henni litið um öxl aftur í salinn, þar sem enn virtist ríkja nokkur ókyrrð. „Ég held fast við þá kröfu, að ekkjan Ohnhausen verði kölluð til að bera vitni í þessu máli,“ heyrði Droste sjálfan sig segja. Hann hafði ekki sleppt orðinu, þegar hann sá, að það var engu líkara en krafta- verk hefði gerzt — ekkjufrú Ohn- hausen var þarna á meðal áheyr- endanna í salnum, og það var hún, sem orsakað hafði ókyrrðina aftast í salnum. Hún rétti upp höndina, eins og telpa á skólabekk og þessi hending réði úrslitum, andmæli saksóknara og verjanda féllu um sjálf sig, og einn af réttarþjón- um vísaði ekkjunni leiðina að vitna- stúkunni. Saksóknarinn leit rétt sem snöggvast þangað, sem þingforset- inn sat uppi á svölunum. Verjand- inn gretti sig, rétt eins og hann áliti þarna óheiðarleg brögð í tafli; að þetta hefði allt verið áður undir- búið í því skyni að koma öllum á óvart. Frú Ohnhausen stikaði hnar- reist inn í vitnastúkuna, klædd blárri sumarkápu, sem virtist helzt til þröng um barm og herðar; hún hafði bláan gervifjóluvönd í hattin- um og öll framkoma hennar bar vitni sjálfstrausti og öryggi þeirrar konu, sem er því vönust að stjórna og skipa fyrir. Það var eins og allir viðstaddir hrykkju upp af dvalan- um þegar hún birtist þannig allt í einu, þessi umsvifamikla og fjör- freka kona. Einn af kviðdómend- unum dró klút upp úr vasa sínum og snýtti sér, svo að minnti á lúðurþyt. Það leyndi sér ekki að frú Bud- ecker, ekkja höfuðsmannsins, leit með skömm og vanþóknun á veit- ingakonuna þegar í stað, og þótt furðulegt mætti virðast, var sem svipurinn á freknóttu andliti hinnar ákærðu bæri svipaðri andúð vitni, eftir að hún hafði sem snöggvast litið spyrjandi augum á eiginmann sinn. Saksóknarinn og verjandinn hlýddu á það með ólundarsvip, þeg- ar dómarinn spurði hana nafns og annarra persónuspurninga. Það lagði frá henni sterkan fjóluilm, alla leið þangað, sem kviðdómendurnir sátu á bekkjum. Droste kvaðst ekki krefjast eið- stafs, en áminnti vitnið um að segja sannleikann. „Já, auðvitað," svaraði hún svo fúslega, að þingforsetinn uppi á svölunum fékk ekki brosi varizt. „Aður en hin eiginlega yfir- heyrsla hefst, leikur mér hugur á að vita hvers vegna vitnið er stödd hér í réttarsalnum?" spurði sak- sóknarinn og laut fram með ákefð í svip. Frú Ohnhausen sneri sér að hon- um og svaraði hæversklega: „Að sjálfsögðu hef ég áhuga á því hvort herra Rupp reynist eitthvað flæktur í þetta mál“. „Þér þekktuð herra Rupp?“ spurði hinn opinberi saksóknari enn. Og frú Ohnhausen svaraði hug- hreystandi, rétt eins og svo heimsku- leg spurning vekti meðaumkun hennar: „Auðvitað þekkti ég hann“. Nú tók Droste sjálfur við yfir- heyrslunni. „Munið þér hvort hinn meðákærði var staddur í veitingastofu yðar að kvöldi hins fjórtánda október?" spurði hann lágum rómi. „Þann fjórtánda — nei svei mér ef ég man. Hins vegar þykir mér það ákaflega sennilegt, því að þá var hann daglegur gestur þar“. „Viljið þér greina nokkuð frá persónulegri afstöðu yðar til hins meðákærða?“ spurði Droste. Hend- ur hans skulfu, og hann tók að blaða í réttarskjölunum svo að það sæist ekki. Engin leit var eins æsileg og leitin að sannleikanum. Jafnvel ástin var einuneis lítilmót- leg geðhrif, samanborið við þá gagn- tekningu. Framhald í næsta blaSi. R AFMAGNSEI -DAVÉLAR MARGAR GERÐIR tii t iti:i \si.4 Eldavélasett til innbygging- ar í ný eða gömul eldhús, 2 gerðir, einnig með glóðarrist OCoáO Ódýrasta eldavélin á markaðnum Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Gerð 2650 - 3 W steyptar hellur, ^ auðveldar í hreins-^ un, með bökunarofni H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI VIKAN 1Z. tbl. — gj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.