Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 5
fiORBAY SK/RTS ONE BETTER! Ávallt fyrirliggjandi mikið úrval af GOR RAY - kvenpilsum GOR RAY eru mest seldu kvenpilsin í allri Evrópu. Sundurliðun... Pósturinn minn. Viltu nú ekki vera svo vænn að koma því á framfæri við dagskrár- nefnd Ríkisútvarpsins, að hún sund- urliði betur tónlistarefni sitt í dag- skránum. Ég veit ekki, hvort sund- urliðunin er eitthvað meiri í þeirri dagskrá, sem Útvarpið lætur frá sér fara, en í dagskránni, sem birt er í blöðunum — ég efast um það. Þetta kemur sér sérstaklega illa fyr- ir mann á sunnudögum — maður veit, að það verður leikin ein- hver tónlist, en ekki, hvort þessi tónlist sé þess virði, að vaknað sé fyrir hana. í gamla daga var allt miklu bet- ur sundurliðað — eða a. m. k. sunnu- dagsdagskráin. Villtu ekki vera svo sætur, Póst- ur minn, og birta þetta eða reyna á einhvern hátt að miðla málum. neinum frá því. Þess vegna leita ég til þín, Vika mín. Ein vinkona mín sagði mér nefnilega, að hún hefði haft einhvern svona seiðing, en það hafi ekki verið neitt alvar- legt, því að á þessum aldri verkjaði stúlkur oft í brjóstin. Finnst þér, að ég ætti að gera eitthvað? Eða á ég bara að láta þetta eiga sig? X. -----— Satt er það, á þessum árum geta stúlkur oft fundið til seiðings í brjóstunum, sem sjaldnast er alvarlegs eðlis. Hins vegar er alltaf hugsanlegt, að þetta sé eitthvað illkynjað, og ráðlegg ég þér því eindregið að leita læknis hið fyrsta. Sennilega eru þetta meinlausir „vaxtar- verkir“ —- en þessi vitneskja er þér líklega meira virði, ef hún kemur frá ‘lækni. Kær kveðja. Boddí. Furðuverkin sjö... Kvikasilfur... Kæri Póstur. Við vorum að rífast um það, við mamma, hvort maður eigi að slá kvikasilfrið alveg niður, þegar mað- ur mælir sig eða bara rétt niður fyrir 37 gráður. Getur þú ekki svar- að þessu, Póstur minn, því að þetta er orðið mikið ,,hita“mál. Vika mín. Við erum að reyna að rifja upp hin sjö furðuverk veraldar, en við munum bara ekki örugglega nema þrjú, en auk þess eru komnar lík- lega svona átta aðrar uppástungur. Getur þú ekki leyst úr þessu fyrir okkur? Kær kveðja. Vinir. --------Til öryggis er vissast að slá mælinn alla leið niður. hugsazt getur, að hitinn sé óeðli- lega lágur, en það getur einnig borið vott um einhvern krank- leika. Smjatt... Kæri Póstur. Afi minn smjattar svo gasalega, þegar hann borðar. Þetta fer svo ægilega í taugarnar á mér, að ég er að verða vitlaus. Finnst þér ég eigi að segja honum frá þessu. Þetta er líka ægilega sjenerandi fyrir fólk, sem borðar stundum hjá I okkur. Með kærri kveðju. D. --------Smjatt er reyndar afar hvimleitt, en engu að síður finnst mér, að þú eigir að hlífa honum afa þínum við öllu nöldri. Það er hvort eð er nærri ógerlegt að kenna gömlum hundi að sitja, og hann afi þinn venur sig naumast af þessum gamla ósið úr þessu. Verkur... Póstur minn. Ég er 13 ára. Undanfarið hef ég haft einhvern seiðing í öðru brjóst- inu, en ég hef ekki þorað að segja -----— Furðuverkin sjö eru: pýramídarnir í Giseh, risalíkn- eskið á Rhodos, Artemishofið í Efesos, hengigarðar Semiramis. Seifsstyttan í Olympiu, stórgraf- hýsið í Halikamassos og vitinn hjá Alexandríu. Tyggigúmmí... Kæra Vika. Við verzlum oftast við mjólkur- búð hérna úti á horni, en þar af- greiðir m. a. stelpa, sem er sítyggj- andi tyggigúmí, og það ekki með neinum smágeiflum. Þetta er farið að angra mig svo, að ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Helzt vildi ég verzla í annarri mjólkurbúð, en gallinn er bara sá, að það er svo langt í næstu mjólkurbúð. Finnst þér ekki, Vika mín, að banna ætti af- greiðslufólki að japla tyggigúmmí? Finnst þér, að ég ætti að minnast á þetta við stúlkuna? Eða hvað á ég að gera? Anna. -------Satt er það, þetta tyggi- gúmíjapl er ákaflega hvimleitt — nema tuggið sé í stakasta hófi, en hóf er nokkuð, sem unga fólk- ið veit stundum ekki, hvað er. Mér finnst að forráðamenn verzl- ana eigi að skikka afgreiðslufólk sitt til að taka tafarlaust út úr sér „tyggjóið“. Reyndu eitt: næst þe^ar þessi stelpa ætlar að af- greiða þig, skaltu segja ósköp kurtcisislega upp í japlandi geð- ið á henni: „Allt í Iagi, ljúkið þér bara við að borða. Mér Iiggur ekkert á.“ Gulir fingur... Kæri Póstur. Ég reyki mikið, svo mikið sígar- ettur, að fingurnir á mér verða allir gulir. Er ekki eitthvert ráð til við þessu? Er ekki hægt að ná nikó- tíninu af puttunum? Smoky. — — — Það eru til alls konar efni gegn þessu, m. a. svokallað- ur „pimpsteinn“. Annars geta menn hæglega varazt gula fing- ur með því einfaldlega að halda rétt á sígarettunni, þannig að reykurinn leiki ekki sífellt um fingurna Bczta lausnin er auðvitað að hætta að reykja. Það er annars ekki nikótinið, sem skapar þennan 'gula lit. Nikótin er gjörsamlega litlaust. Sofa beljur... ? Kæri Póstur. Getur það verið, að beljur sofi bara aldrei? Við vorum að tala um þetta, kunningjarnir, og við höf- um allir verið í sveit, en enginn okkar hefur séð sofandi belju. Hvað segir þú um þetta? Kvartett. --------Kýr sofa yfirleitt á næt- urnar, en þær eru ákaflega svefn- styggar, svo að ekkert er ótrú- legt, að þið hafið aldrei komið að sofandi kú. Eldeyjarförin ... Kæra Vika. Eldeyjarförin ykkar er sniðugasta uppátæki í blaðamennsku, sem ég man eftir. Það er svona ámóta og það, þegar þeir í útvarpinu sigldu upp Ölfusá 1. apríl. Ég held, að flestir hafi trúað ykkur, enda var þetta ótrúlega vel gert. En ég varð var við, þegar þið komuð upp um ,,plottið“, að þá þóttust sumir hafa séð þetta. (Ég vinn á stórum vinnu- stað og þetta var mikið rætt þar). Þá sögðu þeir: Þetta var nú auðséð. Ójá, það er svo auðvelt að vera gáf- aður eftir á. Ein stúlka, sem ég þekki fannst þetta vera ósvífið gabb og sagði: „Ef ég væri áskrifandi að Vikunni mundi ég hringja og ségja henni upp“. En þú hefur nú samt keypt blaðið, sagði ég. „Já, auðvit- að“, sagði stúlkan, „ég mundi bara halda áfram að kaupa það í lausa- sölu“. Með beztu kveðjum. Þorst. Gunnarsson. Haull... Kæri Póstur. Um daginn hnaut ég um orðið haull. Getur þú sagt mér, hvað það merkir? Forvitinn. —-------Fróðir menn segja mér, að það þýði kviðslit — en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það. Flóki... Kæri Póstur. Þessi Flóki, sem þið töluðuð við er meira fíflið. Það ætti að loka hann inni og láta hann aðeins hafa „konur, sófa og pappír“ eins og hann segist þurfa til að geta lifað, og sjá hve lengi hann tórir. Bless. Ingi S. 20 bréf... Kæri Póstur. Ég er ábyggilega búin að senda þér svona 20 bréf sl. ár, og ég hef ekki séð eitt þeirra birt. Hvernig stendur á þessu? Er einhver klíku- skapur á ferðum? Ef ég fæ ekki birt bréf bráðum, þá segi ég upp Vikunni. Ein reið. --------Ja, það væri laglegt, ef lesendur Vikunnar segðu upp blaðinu fyrir þær sakir einar, að bréf þeirra væru ekki birt í blað- inu. Líklega mundi blaðið þá missa svona helming af öllum sínum áskrifendum. En til þess að halda þó í einn áskrifanda, birti ég þetta bréf hér að ofan. Líklega er þetta eitt bezta bréf þitt til þessa, ef ég man rétt. Hverju má trúa ... ? Kæri Póstur. Eftir Eldeyjarferðina veit maður varla, hverju er óhætt að trúa í Vikunni. Þið eruð galdrainenn í að setja myndir saman. Er ekki mynd- in af Birni Pálssyni eintómt svindl? Hver trúir því, að ljósmyndarinn hafi lagzt á brautina og Björn hafi lent rétt við hausinn á honum? Þessi mynd er ábyggilega samsett. Hef ég rétt fyrir mér eða ekki? í von um svar sem fyrst. Bjössi á mjólkurbílnum. ---------Því miður, Bjössi, þú hefur rangt fyrir þér í þetta skipti. Taktu okkur bara trúan- lega. Við göbbum engan, nema segja frá því strax á eftir. Það er rétt, sem sagt var: Carlén lagðist á bakið og Bjöm lenti „rétt við hausinn á honum“ eins og þú segir. Ef þú trúir ekki, hringdu þá í Björn Pálsson. Síminn hjá honum er 1 66 11. Fullkomin húð — krefst daglegrar umönnunar Crcme á l’orangt Verndar og mýkir þurrt, viðkvæmt hörund og lætur hinum þurru og þýrstu húðfrumum næringarvökva í té. lnniheldur fjörefnablöndu (A + C) úr appelsinum, auk annarra lífrænna efna. Créme Astrale Þetta næringarmikla næturcrem inniheldur lífræn efni og fjörefni (A + B). Síast djúpt inn í hörundið, og veitir því þegar í stað nauðsynlega næringu. Cacta Créme — crem-mjóllc með orlddeu-fjörva. Hreinsar viðkvæm- ustu húð og hefur um leið fegrunaráhrif. Skapar hið rétta rakajafnvægi og lieldur húðinni mjúkri. Umboðsmenn í Reykjavík: Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stella — Gyðjan Laugavegi 25. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, ísafirði — Kf. Borg- firðinga, Borgarnesi — Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum — Kyndill, Keflavík — Drangey, Akranesi. VIKAN 24. tbl. — P

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.