Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 46
 TVÆR NÝJUNGAR FRÁ JOMI Ný stór hárþurrka óskadraumur allra kvenna. r/OM/ JOMI professionel 500 til heimanotkunnar 3 HRAÐA. NÝJA HÁRÞURRKAN er af nýrri gerð úr óbrjótandi plasti. Neðri hlutinn er gagnsær. Neðri kantur er beygður inn, þannig að heitur loftstraumurinn snýr við upp i hjálminum. RAUFAR innan á hjálminum tryggja jafnan hita um allt hárið. Á minna en % tíma er hár yðar alveg þurrt alveg niður á háls. 3 HITASTILLINGAR eru á þurrkunni og þér getið skift um hita með einu hand- taki. ÞURRKAN getur bæði staðið á gólfi eða hangið á vegg. NÝ STÓRKOSTLEG NÝJUNG! NUDDPÚÐINN DÁSAM- LEGl ER NÚ EINNIG MEÐ HITA AUK VIBRA- TIONAR Á ANNARRI HLIÐINNI. Aulc nuddpúðans eigum vér ávallt fyrirliggjandi hin eftirsóttu JOMI nudd- tæki. Sendum í póstkröfu um land allt. Borgarfell h.f. LAUGAVEGI 18 - SÍMI 11372. „Það var allt raunverulegt," kjökraði Judith. „Ég bíð þín hér, þegar þú kemur aftur ... Það er ekki svo langt þangað til í kvöld.“ Hún ýtti honum út um gluggann og horfði á eftir honum, meðan hann gekk hægt og með tregðu yfir grasflötina. Það var illa gert að senda hann burt! En hún varð .. . Og ekki mátti hún fara með hon- um, því að hún varð að vera hér, ef Englendingarnir kæmu. Þá yrði hún að taka á öllu sínu hyggjuviti. „Ó, góði Guð, láttu mig ekki gera neitt glappaskot," bað hún upphátt. „Gefðu mér ofurlitla skynsemi." „Eigi mun af veita,“ skaut Angus inn í. Allt í einu þaut hún upp eins og barn, himinglöð og sigrihrósandi, hoppaði og dansaði um gólfið og faðmaði Angus. „Angus, lávarður- inn er kominn aftur! Ég sagði þér, að hann myndi koma aftur! Ég sagði þér það! Við erum búin að endurheimta hann! Ó, Angus!“ Angus hnussaði. „Konan er vit- firrt! Slepptu mér, húsfreyja! Ég kæri mig ekki um að láta kyrkja mig. Svei attan!“ Hann sleit sig lausan. „Angus, segðu mér, að orðróm- urinn um Englendingana sé ósann- ur.“ „Ég hef ekki gert annað seinasta hálftímann.“ „Guði sé lof! ... Ó, Angus, ég er svo hamingjusöm!“ „Þú þarft ekki að æpa svona þess vegna eða kreista líftóruna úr manni.“ „Ert þú ekki hamingjusamur, Angus?" „Umm-humm! Jú.“ „Angus, kvöldverðurinn á að vera fullkominn. Farðu og sjáðu um, að allt það bezta, sem til er, verði á borðum.' Notaðu brúðkaupsstellið, silfrið og kristalsglösin . . . Allt það fallegasta og bezta, sem til er.“ Hún ýtti honum út. Síðan grét hún svolítið, þegar hún var orðin ein, hló svolítið, dansaði svolítið og kom loks auga á mynd sína í spegl- inum ... Hamingjan góða! Hún var í versta kjólnum sínum, hárið allt á tætingi, andlitið útgrátið ... Hví- lík ósköp! Nei, betur myndi hún líta út, þegar Ranald kæmi aftur í kvöld. Hún hljóp út í horn, þar sem eikarkistan stóð. Þar var fallegasti kjóllinn hennar geymdur, en í hann hafði hún ekki farið síðan á brúð- kaupskvöldið fyrir ári. Hún reif af sér fötin og kastaði þeim á gólfið. Svo fór hún varlega í hvíta silki- kjólinn. Litlu, gulu rósirnar virtust skríkja af gleði. Mjallhvítt silkið þyrlaðist um hana líkt og glitrandi ský. Þegar Angus kom inn aftur, stóð hún á miðju gólfi, ung, fögur og tíguleg, húsfreyjan í Kinmohr, sem átti lifandi eiginmann alveg á næstu grösum . .. „Sjá þetta!“ fussaði Angus, en augnaráð hans var þrungið ást og hollustu. „Ertu gengin af vitinu, kona?“ „Já, vitfirrt af gleði ... Ó, Angus, hefur þetta langa ár gert mig gamla og ljóta.“ »Já.“ „Angus, ég hata þig! ... Er ég mjög ellileg?“ „Já, en lávarðurinn er ekki svo athugull.“ „Angus, þú ert hreint og beint ó- þolandi!“ Hún þagnaði allt í einu og hélt niðri í sér andanum. „Angus, hvað er þetta? Hlustaðu!" Hann lagði undir flatt. Það var ekki um að villast. Hófadynurinn nálgaðist gegnum skóginn. „Englendingarnir!" sagði Judith. „Já,“ svaraði Angus og hvarf út um gluggann. Judith stóð grafkyrr. Hún bar sig reisnarlega, en rauðir dílar brunnu á vöngum hennar ... Nú var orrusta hennar í þann mund að hefjast ... Framhald 1 næsta hlaðl. Bílaprófun Vikunnar. Framhald af bls. 31. en aftursætið til skammar. Þetta tvennt er það, sem ég hef mest út á þennan bíl að setja. Ef þessir gallar væru úr veginum horfnir, myndi ég setja þennan bíl á bekk með þeim þrem skemmtilegustu, sem ég hef prófað hingað til: Ren- ault R-8, Simca 1000 og Opel Kadett. Að ytra útliti er Cortina bráðsnot- ur bíll, og virðast verksmiðjurnar hafa fullan hug á að endurbæta hann eftir þörfum. En æskilegra hefði verið að gera það, áður en bíllinn var settur á markaðinn. Þetta var tveggja dyra bíll, sem ég prófaði. Framsætin eru aðskildir stólar, ágætir, sem fyrr segir, og er lyft upp í heilu lagi, þegar einhver umferð er úr eða í aftursætisræfil- inn. Bílstjóramegin verður að halda sætinu þannig, sami galli og á Kad- ett. Það er auðvelt að fara út og inn í bílinn, hvort sem er úr fram- sæti eða aftursæti. Hár stokkur er aftur eftir miðju gólfi; það er einna helzt, að það sé hægt að sitja í aftursætinu, ef maður passar að vera yfir honum. Annars situr maður flötum beinum. — Það er gólfskipt- ing í þessum bíl; hún vann vel og skemmtilega. Miðstöðin hitar vel, en hefur hátt. Allir bílar hafa sína galla, og það þýðir ekkert annað en gera ráð fyrir þeim. Ef stýrisgallinn á þessum bíl hefur verið „einstaklingsbund- inn,“ þ. e. átt aðeins við þennan eina, held ég ekki, að gallar þessa bíls séu verri né meira fráhrind- andi en ýmissa keppinauta hans. Enda virðast íslenzkir kaupendur síður en svo hafa ótrú á Cortina, og einhvers staðar minnir mig, að ég hafi lesið, að þessi bíll eigi metsölu í Noregi það sem af er þessu ári. Auk þess er hægt að velja um margar mismunandi gerðir af þess- um bíl. Tveggja dyra, fjögurra dyra, og station de Luxe (1198 cc) og de Luxe Super 1498 cc). Ford um- boðið Sveinn Egilsson h. f. situr eitt að innflutningi á Consul Cortina, því Kr. Kristjánsson hefur einbeitt sér að innflutningi á hinum þýzka hálfbróður hans: Taunus 12 M Cardinal. 46 VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.