Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 35
að vera að kvelja sig. Hann ákvað
því að skreppa heim til konu sinn-
ar og sættast við hana, svo að hann
fengi löngum og sárum þorsta sín-
um svalað, þó að ekki væri það á
neinum guðaveigum.
í tilefni dagsins snyrti Fortunato
Kriscovich sig eftir beztu getu og
skar trosnurnar af hálslíni sínu.
Setti upp alpahúfuna og hagræddi
henni vendilega á gráhærðum kolli
sér. Hnuplaði nokkrum blómum,
sem stóðu í vasa frammi í anddyri
sjúkrahússins og hélt síðan gamal-
kunna leið um götur sinnar ástkæru
fæðingarborgar, og nam ekki staðar
fyrr en hann knúði dyra á húsi eig-
in konu sinnar.
Dyrnar opnuðust. Tengdamóðir
hans stóð á þröskuldinum og virti
hann fyrir sér og það varð þögn
nokkra stund.
Loks rauf Fortunato gamli þögn-
ina. ,,Ég er hingað kominn til að
finna eiginkonu mína,“ mælti hann
af nokkrum myndugleik.
Gamla konan þreif til sópsins.
„Hundurinn þinn!“ hrópaði hún.
„Skepna! Komdu þér í burtu. Sóp-
urinn væri þér hæfilegur maki.
Komdu þér í burtu, eða ég brýt á
þér höfuðskelina."
Því næst skellti hún hurð að stöf-
um. Fortunato sneri upp á yfirvar-
arskeggið þungt hugsi. Það var eins
og það var vant. Gamla nornin var
honum óþægilegur þröskuldur í
vegi. Þröskuldur, sem ryðja varð
burt.
Ekki löngu seinna keypti Fortun-
ato Kriscovich flösku af sterku ill-
gresis- og skordýraeitri. „E605“,
stóð á miðanum.
Samkvæmt því, er hann viður-
kenndi síðar, reyndi hann fyrst
styrk eitursins með tilraunum, því
að ekki vildi hann hætta á neitt.
Þá í ágústmánuði reyndi hann það
á hundi, svíni og nokkrum kjúkl-
ingum, í einni og sömu vikunni. Um
helgina labbaði hann sig heim að
húsi konu sinnar og tengdamóður og
hafði þá bjórflösku meðferðis.
Nú tók hann hæversklega ofan
fyrir tengdamóður sinni, þegar hún
opnaði dyrnar. „Við ættum að verða
vinir og semja frið með okkur,
mamacita," sagði hann. „Þú ættir
að drekka skál mína í stað þess að
þylja mér bölbænir.11 Hann fékk
henni bjórflöskuna og var þar með
farinn.
Um þessa helgi gerðist það, að
gamla konan, tengdamóðir Fortun-
ato Kriscvich, andaðist sviplega,
áttatíu og fjögurra ára að aldri.
Engum fannst það nema eðlilegt.
Oft verður brátt um þá, sem yngri
eru.
Kriscovich fylgdi gömlu konunni
til grafar og mælti huggunarorð við
konu sína. Sór og sárt við lagði að
enn ynni hann henni hugástum.
Eiginmanninum bæri að standa við
hlið konu sinnar í blíðu og stríðu.
En eiginkona hans virtist staðráð-
in að vísa karli á bug.
„Ég þarfnast þín ekki,“ sagði hún.
„Það er bezt fyrir okkur öll, að þú
haldir þig á elliheimilinu.“
Fortunato stappaði niður staf sín-
um. „Sérhver kona er karlmanns
Híbýlaprýði
SÍMI 38177 HALLARMÚLA
þurfi,“ fullyrti hann. „Öldungis eins
og sérhver kona er þurfandi fyrir að
eignast börn. Við ættum að eignast
fleiri börn,“ bætti hann við.
Eiginkona hans leit kuldalega á
hann. „Mér veitist full erfitt að ann-
ast þau börn, sem við eigum þegar,“
sagði hún. „Tvö yngstu börnin fá
mér ærið að starfa."
„Hver veit hvað morgundagurinn
kann að bera í skauti sínu,“ maldaði
Kriscovich gamli í móinn. „Og
hvernig færi fyrir þér, ef eitthvað
yrði að börnunum?"
„Það kemur ekkert fyrir dreng-
ina,“ sagði kona hans. „Þeir eru
eins hraustir og fjörmiklir og folar
í stóði.“
Viku síðar urðu tveir af yngstu
sonum Fortunato Kriscovich svo
hættulega veikir, eftir að þeir höfðu
fengið sér smásopa af víni, sem fað-
ir þeirra bauð þeim, að óttast var
um líf þeirra. Voru þeir fluttir í
skyndi á spítalnnn, þar sem dælt var
upp úr þeim og eftir það
fóru þeir að hressast. Ekkert var
þetta þó athugað nánar. Fólk áleit
að vínið hefði verið of sterkt, og
sagði sem svo, að Fortunato hefði
átt að vita betur.
Þegar um það bil mánuður var
liðinn frá því er þetta gerðist lauk
heimsóknum Fortunatos til eigin-
konunnar. Hann var orðinn ástfang-
inn enn einu sinni. Nú var það önn-
ur hjúkrunarkona, nýkomin til
starfa á elliheimilinu.
Kriscovich gamli andvarpaði í
hvert skipti, sem hann leit hana.
Hann beitti hverju því bragði, sem
gamall ástabrallaraheili hans gat
fundið, til þess að vera henni sem
oftast nálægur. Ef hún sinnti öðrum
af körlunum á hælinu, var hann
stórmóðgaður, og ef þeir gerðust
svo djarfir að yrða á hana, áttu þeir
reiði hans vísa.
LÆKNUNUM við stofnunina
þótti sem ekki væri allt með felldu
á elliheimilinu, og að þar gerðust
einkennilegir atburðir, sem þyrftu
nokkurrar skýringar við. Af ein-
hverjum annarlegum ástæðum hitt-
ist venjulega svo á, að þar drapst
einhver skepna í sömu vikunni og
einhver af vistmönnunum lézt.
Þannig drapst svín í vikunni, þegar
Osvaldo gamli Festini gaf upp önd-
ina. Hann var áttatíu og sex ára
að aldri, og það var haft orð á því,
af hve mikilli ástúð og nákvæmni
hjúkrunarkonan unga hefði annazt
hann síðustu dagana sem hann lifði.
Enn drapst svín sama daginn og
Pietro Valleferro andaðist. Svínið
hafði meira að segja fundizt dautt
að morgni, en Pietro látizt að kvöldi
þann hinn sama dag. Hjúkrunar-
konan saknaði Pietros mjög, og
Fortunato vildi gera allt, sem í hans
valdi stóð til að hugga hana.
„Hann var svo góður og aðlað-
andi,“ sagði hún. „Mér var farið
að þykja svo innilega vænt um
hann.“
Fortunato varð sem stjarfur við.
VIKAN 24. tbl. — gfj
HER ER
„COSY
HVILDARSTOLLINN
EKKERT ER BETRA EFTIR ANNIR DAGSINS
EN HVÍLD í COSY HÆGINDASTÓLNUM.
STÍLHREINN — STERKUR — VANDAÐUR.