Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 2
I fullri alvöru: vex er nýtt syntetiskt þvottaduft, er léttir störf þvottadagsins. vex þvottaduftið leysir upp óhreinindi við lógt hitastig vatnsins og er sérstaklcga gott i allan þvott. ENN EIN NÝJUN6 FRÁ SJÖFN ES Áfram með um- ferðina Tveir eru þeir aðilar, sem mest hafa orðið fyrir gagnrýni og aðkasti í þessu þjóðfélagi: Ríkisútvarpið og lögreglan. Næstum daglega þarf einhver að hella úr skálum reiði sinnar yfir þessar stofnanir og send- ir í tilefni af því skammarbréf til póstsins í Vikunni eða dagblaðanna. Þessum bréfum fer heldur fjölg- andi hvað útvarpið áhrærir, en held- ur færri sjá ástæðu til að skamma lögregluna nú orðið. Enda þótt það þyki góð latína að veitast að lögreglunni fyrir eitt og annað, skal það viðurkennt, að þar hefur margt breyzt til bóta. Undan- tekningalítið eru lögregluþjónar mjög kurteisir og verður vafalaust miklu meira ágengt á þann hátt en með þjósti og valdsmannssvip. Ég hef nokkrum sinnum orðið vitni að því, að lögreglan hefur af einhverj- um ástæðum stöðvað menn í umferð og vandað um við þá. Það hefur æv- inlega verið gert með stillingu og kurteisi en fullri einurð þó. Það verður ævinlega erfitt fyrir lögregluna að gera svo öllum líki. Sumir halda því fram, að alltof mikil áherzla sé lögð á það eitt að rápa meðfram stöðumælunum og sekta menn fyrir fáeinar mínútur. Svo líðist allskonar umferðarbrot, sem enginn taki eftir. Hér skal ekki dæmt um, hvort þetta er réttmætt, en einn er sá hlutur, sem lögreglan mætti gefa meir gaum að en gert hefur verið. Það eru „sleðarnir“ í umferðinni og hraði umferðarinnar yfirleitt. Það sem þarf eru ný lög og reglur til að mæta breyttum að- stæðum. Það virðist regla að kenna of hröð- um akstri flest slys. Það er líka vel líklegt, að eitthvað drægi úr um- ferðarslysum, ef allir tækju sig sam- an um að aka aldrei hraðar en á 25 km hraða. En hvort tveggja er, að það verður aldrei gert og eins hitt, að fáir virða lögin um hámarks- hraða. Menn telja þau út í bláinn og það þykir engin vansæmd að brjóta fjarstæðukennd lög. Allur fjöldinn ekur á 60 km hraða á greið- ustu umferðargötunum, svo sem Hafnarfj arðarvegi, Suðurlandsbraut og Miklubraut. Bæði þar og annars- staðar eru það sleðarnir í umferð- inni, sem meiri hættu valda en hinir sem greitt aka. Þeir valda truflun- Framhald á bls. 51.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.