Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 7
ENGINN HEFUR ÁÐUR SÉÐ MYNDIR RF ÞEIM NUNNURNAR í Það er heldur takmarkað, sem við íslendingar vitum um klausturlíf. Það eru aldir síðan klausturlifnaður lagðist niður með okkar þjóð, og fæstir geta sett sig í spor þeirra kvenna og karla, sem kjósa að lifa lífinu í einangrun frá umheiminum við meinlæti og guðrækniiðkanir. Þó eru klaustur ekki með öllu ófinnanleg hér; fólk af erlendu þjóðerni hefur kosið að setjast að í innilokun á fslandi, leitað nálægðar við guð sinn hér norður á hiara heims, í landi þeirrar þjóðar, sem afneitað hefur kaþólskum sið að mestu. Systur af st. Jósefsreglunni hafa unnið hér gott starf, með rekstri sjúkrahúsa, bæði í Reykjavík, Hafnarfirði og í Stykkishólmi. Það er ekkert sérlega fátíð sjón, að sjá nunnur ganga um götur Reykjavíkur, eða akandi á Volkswagen- „rúgbrauði". Þær nunnur hafa heldur ekki gengið undir hina algeru innilokun; þær starfa að mannúðarmálum og það er ekki hægt, nema með því að hafa afskipti af öðru íólki. En ofan við Hafnarfjörð stendur Jófríðarstaðaklaustur. Þar búa nokkrar systur af Karmelítareglunni, en kenning hennar krefst algerrar einangrunar. Einu systur þeirrar reglu, sem fá að fara út fyrir hússins dyr eru hinar svokölluðu úti- nunnur, sem sjá um öll aðföng og viðskipti klaustursins út á við. En þeirra skammrifi fylgir einnig böggull: Þær mega ekki koma inn til hinna systranna, nema þegar sérstakar stórhátíðir gefa tilefni til undanþágu. En einnig fyrir þær eru strangar markalínur varðandi umgengnina við fólk utan klaustursins, og þá ekki sízt við karlkynið. Þótt þær séu að sligast undan byrðum sínum mega þær ekki þiggja hjálp karlmanna. Sú saga er sögð, að eitt sinn í hríðarveðri, hafi útinunna verið að koma með fangið fullt af nauð- synjum neðan úr Hafnarfirði. Færðin var erfið, og nunnubúningurinn illa fall- inn til þess að vaða snjó í. Þegar nunnan kom að hliði Jqfriðarstaðaklausturs, var hún að þrotum komin og féll örmagna niður í snjóinn. Ef hjálp hefði ekki borizt, hefðu beðið hennar sömu örlög og svo margra hafa verið á íslandi: Að verða úti. Framhald í næstu opnu. VIKAN 24. tbl. — KLAUSTRI Þið þekkið flest klaustrið á hæðinni ofan við Hafnarfjörð. Þar búa nunnur úr Karmelítareglu. Flestar eru alveg lokaðar inni, enginn utanaðkomandi hefur séð þær síðan þær komu þangað, né heldur hafa þær séð annað fólk. Sænskur ljósmynd- ari, Lennart Jensen Carlén og blaðamaður, Lennart Osbeck, fóru þangað á vegum Yikunnar og kenndu nunnunum að taka myndir. Þær hafa sjálíar tekið myndirnar, sem hér birtast. iÓFRÍÐARSTAÐA- 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.