Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 43
að ganga í klaustur? Óhamingja í ástum, til dæmis? — Klaustrið er ekki neinn geð- sjúkraspítali. Maður verður einmitt að vera mjög sterkur, bæði andlega og líkamlega, til þess að geta lifað klausturlífi. Við verðum að hafa í höndum vottorð um það, bæði frá geðlækni og venjulegum læknum, áður en við tökum hið örlagaríka spor. Nunnan verður að vera sterk- ur persónuleiki. Vilji einhver gerast nunna af löngun til að byrja nýtt líf, eða vegna þess að hún er orðin þreytt á lífinu, án þess að um djúp- lægari ástæður sé að ræða, dvelst hún ekki með okkur til langframa. Manni verður að vera gefin rík og einlæg trúarsannfæring til þess að sætta sig við klauaturlifið. MEGA EKKT LESA DAGBLÖÐ. Veitið þið viðtöku stúlku, sem áður hefur lifað í synd? — Já, cf hún breytir um lífsvið- horf 03 gerist sanntrúaður ka- þólikki. • — Vaknar aldrei með ykkur löng- un til að koma út fyrir klaustur- múranna og hitta annað fólk? — Nei. Það hefur komið fyrir að einhver okkar hefur crðið veik og legið í sjúkrahúsi í Reykjavík um t'ma — ef við verðum alvarlega vsikar, megum við yfirgefa klaustr- ið í fylgd tveggja systra — en þá höfum við alltaf þráð að komast aftur hingað sem fyrst. — Fáið þið að skrifa bréf hverj- um, sem þið viljið? — Systurnar fá að skrifa ætt- ingjum sínum. En priorinnan verð- ur að lesa bréfin áður en þau eru send. —- Hafið þið í hyggju að dveljast hér alla ævi? — Það er von okkar. Ein af systr- um okkar liggur í gröf sinni hér úti í garðinum. Það er von okkar, að við fáum þar allar samastað að lokum. — Verðið þið aldrei þreyttar á sambúðinni hver við aðra? — Við erum einsefukonur og lif- um hver út af fyrir sig. En þegar við söfnumst saman upp úr hádeg- inu, skemmtum við okkur prýði- lega. :— Megið þið lesa dagblöð eða veraldlegar bókmenntir? Hlýðið þið á útvarp? — Nei. En útinunnurnar segja okkur helztu fréttirnar. Og við fá- um kaþólskt mánaðarblað. __, Hvað hefur gerzt á Kúbu síð- astliðið misseri? — Það hefur víst komið til ein- hverra óeirða þar. __ Hver hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels í ár? — Höfum ekki hugmynd um það. — Hafið þið nokkurntíma heyrt getið um Kinseyskýrslurnar? — Aldrei heyrt á þær minnzt. — Langar ykkur til að eignast börn? — Við elskum börn. En ef við finnum slíka löngun vakna með okkur, kæfum við hana niður. Við höfum tamið okkur að bæla niður allar persónulegar óskir og langanir. — Álítið þið að ógift móðir sé glötuð kona? — Nei. Við lítum ekki niður á neina mannlega veru. — Gæti ógift móðir gerzt Karm- elítanunna? — Já. Ef hún hæfi nýtt líf. En hún yrði þá tilneydd að sækja um inngöngu í klaustur í öðru landi. Og hún mætti aldrei minnast á barn sitt við neinn, nema priorinnuna. — Hvað er það, sem þið gerið ykkur vonir um að öðlast fyrir slíkt einsetulíferni? — Við trúum því, að Guð sé miskunnsamur faðir, sem elski okk- ur og allar manneskjur. Þess vegna viljum við gefa honum allan kær- leik okkar fyrir bænir okkar og fórn. Og við vonum að öllum veitist líkn og náð. NÚ ER ÞAÐ ÞAGNARSTUND. Systurnar Miriam og Martina gægjast út á milli rimlanna og spyrja, hvort ég sé ánægður með svörin. Ég kveðst vera það, og spyr hvort við getum nokkuð fyrir þær gert til endurgjalds fyrir alla þeirra fyrirhöfn, okkar vegna. Þá upphefj- ast hvíslingar og loks svara þær. — Jú, systir Martina tók mynd af priorinnunni, og ef það kemur á dag- inn að hún hafi heppnazt vel, lang- ar okkur til að fara franr á að þið sendið klaustrinu hana að gjöf. Það mundi gleðja okkur innilega. — En nú verðið þið að afsaka okkur. Eftir nokkrar mínútur hefst þagnarstund. Og við verðum að fylgja okkar fastákveðnu áætlun. Við vitum, að þar með er viðtal- inu lokið. Svarta tjaldið er dregið fyrir brúðuleiksviðið. Þegar við er- um í þann veginn að fara, gægist systir Miriam brosandi fram fyrir og segir: — Það væri gaman að sjá hvern- ig mér hefur tekizt sem ljósmynd- ara, og það gleddi mig því mjög, ef þið vilduð senda okkur blaðið, sem myndirnar birtast í. Venjulega les ég ekki veraldleg blöð. En í þetta skiptið held ég að ég verði að gera undantekningu frá reglunni. ★ Maðurinn minn elskar mig ekki lengur. Framhald af bls. 12. viku, en ég er viss um að hann hefði gaman af að kynnast þér, og svo er ég sjálf svo spennt að heyra eitt- hvað meira um þig. Hvað segirðu um að vera hjá okkur yfir helgina? Þú hefur sjálfsagt gott af nokkurra daga hvíld í sveitaloftinu og af því að borða nóg af eggjum og rjóma, eftir erilsamt líf þitt inni í borg- inni! Ég set hér inn í lista yfir járn- brautarferðir hingað og svo tökum við á móti þér á stöðinni. Kærar kveðjur, Mary. } I , ■ ! - I ' ' Kingston hundauppeldisstöðin, 6. maí. Kæra frú Miller! Ég legg hér með nælonsokka, sem ég vona að séu af réttri stærð, rétt- um lit, og svo verð ég að biðja yður ennþá einu sinni afsökunar fyrir hönd Dover og Clover, á tjóninu, sem þeir ullu í járnbrautarlestinni í dag. Venjulega haga þeir sér ágæt- lega, en þeir voru kannski dálítið æstir eftir hundasýninguna. Ég verð hins vegar að viðurkenna, að mér leiðist þetta ekki að öllu leyti — því að það varð tii þess, að ég kynntist þessum hrífandi nábúa mínum! Það var mjög fallega gert af yð- ur, að miskunna yður yfir einmana piparsvein — og kvöldverðurinn á Grey Inn verður mér lengi hug- stæður. Ég sendi yður, eins og um var talað, verðlistann okkar, og ég hlakka til heimsóknar yðar hingað á uppeldisstöðina og til þess að fá góð ráð frá sérfræðingi eins og yð- ur við þessar byrjunartilraunir mmar í kiúklingrrækt. Þangað til vona ég að þér hikið ekki við að hringja til mín, ef þér þyrftuð að láta flytja eitthvað. Það væri mér mikil ánægja að v?ra bílstjórinn yðar. Með þakklæti, ' yðar Guy Gullane. Lcndon, 7. msí. Elsku Mary! Já, var það ekki skemmtileat, að við skyldum hittast svona? Ég var alveg eyðilögð yfir að geta ekki vrerið þarna lengur og talað við þig. En hve það er dásamlegt af þér að bjóða mér til ykkar yfir helgina. Það vill svo vel til, að ég er ekki upptekin, og mig langar afskaplega til að sjá húsið þitt og allar litlu hænurnar. Það verður sannarlega skemmtilegt! Við sjáumst þá á laugardaginn. Ég kem með lestinni klukkan tvö. Þín vinkona, Hettie. P.S. Jú, ég held að ég hljóti að hafa hitt manninn þmn á einhverj- um fundi en ég er ekki viss — ég er svo ómöguleg að muna nöfn, og maður hittir svo marga karlmenn! Skilaboð á eldhúsborðinu í Primrose Cottage, 10. maí. Jack! Ég verð að fara á uppboð, þar sem ég frétti að seldir yrðu kjúkl- ingar. Ég kemst ein heim, en þú getur tekið á móti Hettie Stirling, sem kemur í heimsókn yfir helgina — með tvö lestinni. Og gef ðu hænsn- unum að éta og kláraðu að þvo eggin til sölumiðstöðvarinnar (þau verða sótt um fjögur leytið). Kem aftur fyrir kvöldmat — skilaðu kveðju til Hettie og segðu henni að mér þyki leiðinlegt að geta ekki tekið á móti henni, en þú getur sjálfsagt haft ofan af fyrir henni. M. Primrose Cottage, 12. maí. Kæra Hettie! Ég legg hér inn í fölsku augn- hárin þín, sem þú hlýtur að hafa gleymt, þegar þú varst að láta nið- ur í töskurnar í morgun. Ég vona að þú hafir fengið sæti í lestinni, HALLDÓR JÓNSSON H.F. Heildverzlun — Hafnarstræti 18. Símar 23995 og 12586. VIKAN 24. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.