Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 16
GÖMLUM KONUM, SEM HAFA AUGUN Á RÉTTUN STAÐ OG LIFA UMHEIMINUM, HEFIR ALDREI TEKIZT AÐ KOMAST LANGT í FYRIR LÝTALAUST SIÐFERÐI OG NÆMAN SKILNING A R * ^ MORGUN fer fram hjónavígsla í AHábæ. Ég verð þar ekki viðstödd. Lifi jafnvel kannski ekki svo lengi. Ég er orðin gömul og sjúkdómurinn sem ég hefi þjáðst af, hefur nú lagt mig í rúmið. En þó ég gæti, myndi ég ekki fara til brúðkaupsins. Ég vona aðeins að réttlætið megi sigra áður en lýkur. Ef ég gæti nú bara sagt frá því sem ég veit! Ef ég gæti fengið það til að trúa mér! En bæjarbúar, sem trúa um mig hinum verstu ásökunum, þeir myndu aldrei trúa sannleikanum. Það er eins og réttlætinu geti aldrei orðið fullnægt, nema ég sé verkfæri í hendi þess. En svoleiðis er það einu sinni hér í heimi, að góðmennskunni er aldrei launað og illmennskunni ekki alltaf hegnt. Ég er orðin gömul og búin að glata samúð þeirra, sem ég hefi lifað með alla mína ævi. Þegar ég hefi mátt til þess, er ég að fást við stóran bunka af afskriftum sem ég hefi safnað saman. Úr þeim hrein- skrifa ég ýmislegt upp á blöð, og ég er að hugsa um að leggja þessa frá- sögn einhvers staðar inn á milli þeirra. Vonandi verður þá langt þangað til nokkur finnur hana. Ég kunni illa við Raymondsfólkið þegar frá upphafi, er það kéypti Hábæ og flutti þangað. Verst féll mér við frúna. Hjá henni blandaðist saman ó- geðslegt drembilæti og smeðjuleg væmni. Það bar allt of mikið á öfund hjá-henni. Var eins og hún vildi eiga allt til endurgjalds fyrir það sem hún hafði ekki fengið. ^ G GAT ekki annað en vorkennt hús- Ebóndanum. Hann var veimiltítulegur vesalingur. Hlýddi hverri einustu bendingu hennar. Hún átti jörðina. Allt var á hennar nafni. Ég komst á snoðir um þetta allt sam- an vegna þess, að ég var grannkona þeirra. Ég gat fylgzt með daglegu lífi þeirra frá Sólvöllum, en svo nefnist heimili mitt. Kamilla systurdóttir mín er að heiman mestan hluta ársins, hún er kennslukona við kvennaskóla. Og það er ekki svo mikið sem gamlar kon- ur geta haft sér til dægrastyttingar. Það er furðulegt, hve mikla vitneskju hægt er að fá um fólk með því einu að gefa því gætur. Ekki voru þau fyrr flutt að Hábæ, en misklíð varð millum okkar. Þau vildu fá að stytta sér leið gegnum skrúðgarð inn minn, þegar þau þurftu að sækja drykkjarvatn. En ég neitaði því, sem ég auðvitað hefði ekki gert, ef mér hefði fallið vel við þau. Svo ætluðu þau að setja upp girðingu fyrir skepn- ur sínar, en þá varð skoðanamunur um landamerkin. Þótt ég hefði á réttu að standa, var svo ekki mikið er á milli bar, það skal ég viðurkenna. En mér féll sem sagt ekki við þau, og það fór ég ekki dult með við hvern sem heyra vildi. Þ ANNIG fór þessu fram allan vetur- inn. En þá gerðist atburður sem olli því, að ég gleymdi Raymondsfólkinu. Snemma um vorið í leysingunum féll Efraim Judge í fossinn og hvarf í ána. Eins og við gerðum á hverju vori, höfðum við nýlega rætt um hvort hann ætti að mála húsið mitt eða ekki, þetta sumar. Hann kom heim til mín síðla dags og gerði kostnaðaráætlun, sem var allt of há eins og venjulega. Og ég stríddi honum með því, að heimta afslátt fyrir málningu, er hann hafði notað ó hlöðuna hans Tuckers og geng- ið hafði af, þegar hann málaði hjá mér. Efraim varð svo reiður, að það lá við hann sprengdi á sér bláæð. Og í því er rimman stóð sem hæst milli okkar, fór Georg Benson framhjá. Ge- org er ekki þannig gerður, að hann þegi yfir öllu sem hann veit, svo ég geri ráð fyrir að öll sveitin hafi fengið að vita um deilu okkar. Um sólarlag höfðum við þó jafnað allt með okkur og urðum sammála um verðið. Síðan lagði Efraim af stað heim. Hann átti ekki langt að fara, en það hafði fryst og vegir voru hálir. Ég sagði Efraim að fara varlega. Hann kom aldrei heim. Þeir fundu staðinn, þar sem hann hafði misst fót- anna. Þar hjá var hvöss steinbrún, sem hann hlaut að hafa lent á með höf- uðið, því hún var blóðug. Án efa hafði hann verið meðvitundarlaus, er hann féll í ána og undraðist enginn þótt lík hans fyndist ekki. Slíkt hafði komið fyrir áður. ETTA fékk mjög á mig. Mér hafði fallið ágætalega við Efraim og ég gerði það sem ég gat fyrir ekkju hans, sem var alls ekki svo lítið. Ég hefi alla tíð verið atkvæðamikill þjóðfélagsþegn, eins og faðir minn hafði verið á undan mér. Þess vegna finn ég svo mikið til þess, að allir skuli hafa snúizt gegn mér hér um slóðir. En svo ég snúi mér aftur að Ray- mondsfólkinu, þá var það einmitt um þetta leyti, sem þau hjónin fóru að reyna að ná samkomulagi um landa- merkin. Við áttum margar samræður um málið, bæði heima hjá mér og að Hábæ. Og einn daginn bað Raymond mig að koma þangað og spjalla við þau um þetta, yfir kaffibolla. Þegar ég kom, áttu þau í hörku- rimmu. Ég heyrði til þeirra löngu áður en ég var komin heim að dyrunum. VERTU ekki að þessu helvítis hoppi, heyrði ég að hún sagði með nístandi hæðni. — Ef þú vissir hvað ég fyrirlít þig, þegar þú ert að þessum fíflalátum. Nú varð andartaks þögn. Síðan mælti hann lágum rómi: — Þú veizt, að ég þarf ekki að gera mér þetta að góðu! — Og hvað geturðu svo sem gert við því? Síðan heyrðist hann segja, ekki bein- línis særðum rómi, heldur óttaslegn- um: — Stundum langar þig til að drepa mig, er það ekki, Evelin? Og rödd hennar var köld sem ís, er hún svaraði: — Ætli sá verði ekki end- ir á að ég geri útaf við þig, þinn ... Ég barði að dyrum og hann kom fram, vandræðalegur og rauður í and- liti. — Ó, það var satt, mælti hann, eins og hann myndi nú allt í einu eftir að hafa beðið mig að koma. — Evelin, ég gleymdi að segja þér frá því, að ég bauð frú Carnby að líta hingað yfir um. Hún er komin hérna. Við spjölluðum saman stundarkorn, en ég fann að þau voru í uppnámi, bæði tvö, svo ég stóð ekki lengi við. Daginn eftir varð ég ekkert vör við hann. Ég beið í nokkra daga, svo þeim ynnist tími til að lægja öldurnar, síðan fór ég yfir til þeirra á ný. Ég mætti henni í dyrunum. Hún virt- ist óróleg og annars hugar. Kvað hún mann sinn fjarverandi og myndi hann ekki koma heim að sinni. ÚN hefur komið fljótlega fyrir, þessi ferð, sagði ég. — Já, það má nú segja, svaraði hún og hló við eitthvað svo kynlega. Ann- ars leiðist mér þetta ósamkomulag um landamerkin. Það verður víst að vera eins og þér viljið. Mér fannst líkast því sem hún vildi losna við mig. — En er ekki bezt að bíða með það, þangað til hann kemur aftur? sagði ég. — Það er ekki víst að hann fall- ist á það. — Ég á Hábæ. Hann er keyptur fyrir mína peninga, frú Carnby. Ég varð ekkert vör við hann, hvorki þá viku eða hina næstu. Þegar ég hitti frúna, spurði ég eftir honum. En hún kvaðst ekki búast við að heyra frá honum að sinni, því hann hefði svo miklum erindum að gegna. Hún var þreytuleg að sjá og augu hennar stærri og grænleitari í mjallhvítu andlitinu, V jg — VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.