Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 33
 SíiáW Stráið lítilsháttar Vim í rakan klút. :x:x:X ■xöíxjx Wtmi, ;X::;X:X:X;X:X;X :::x:::::x:::x:::::x: ggíAvíAví:?: xXXxXvXvXvXvXvXvX vX-XvXvV X. - 33 ERFIÐ HREINSUN ÞARFNAST VIM Vim gerir potta, pönnur, vaska, eldavélar, veggflísar og hvað sem er, sem nýtt. Fljótvirkt —fitublettir hverfa á svipstundu. Fjarlægir prálát óhreinindi. Dreour sóttkveikiur. Ilmandi Vim — endurnviar allt. arhringa; þann fyrsta sem við- skiptavinur en hina tvo sem heið- ursgestur stofnunarinnar. Það tók hann meira en mánuð að komast fyrsta áfangann, að Marmolada jöklinum, við rætur hans elskuðu Alpafjalla. Hann spýtti fyrirlitlega á rústir hins forna virkis Austurríkiskeisara að Ruaz. Ölvaður af víni og fjallalofti hélt hann síðasta áfangann, og nú voru komnir til sögunnar vaðkláfar, svo að hann slapp við að fara fót- gangandi um einstigin upp í fjalla- skörðin, þar sem perla Alpafjall- anna, Cortina d‘Ampesso, gnæfði í skjóli himinhárra tinda. EN Cortina d‘Ampezzo hafði tekið miklum stakkaskiptum á þessum tuttugu og átta árum. Umheimur- inn hafði komið auga á þessa perlu fjallanna. Aðalgatan, Via Roma, hafði verið breikkuð, og glæsileg gistihús risið báðum meginn. Kvik- myndahús og verzlanir gnæfðu beggja vegna Corso Italia. Hópar skíðamanna og fjallgöngumanna sátu á hinum mörgu veitingastöðum og drukku heitt „gluhvín“. Og þar voru konur, fjöldinn allur af kon- Um — konur af öllum þjóðernum, dökkhærðum, rauðhærðum og ljós- hærðum. Ekki skorti úrvalið. Það var ekki neinum vandkvæð- um bundið að verða sér úti um at- vinnu. Fortunato skipti um starf eftir því sem honum bauð við að horfa. Hann var dyravörður í gisti- húsi, þar sem honum gafst kostur á að virða stúlkurnar fyrir sér, þeg- ar þær syntu í upphitaðri innanhúss- lauginni og steyptu sér út af stökk- borðinu. Hann var umsjónarmaður við tennisvelli, þar sem hann gat horft á stúlkurnar að leik. Hann Vann við skíðalyfturnar og spennti stólbeltin að skíðameyjunum. Þetta var dásamlegt og áfengt líf. Ókeypis skemmtanir, ódýrt vín. Og hann reikaði um strætin með öðrum >,páfagaukum“, sem ekki voru feimnir við að ávarpa fallegar stúlk- ur í glensi og gamni. Þessu lífi lifði Fortunato Kriscov- ich. Sextugur að aldri var hann jafnoki hvers þrítugs manns að þreki og lífsfjöri. Hann gat klifið fjallaskörðin eins og ungur strákur. Hann drakk eins og sjóari. Hann varð alkunnur fyrir það að mega ekki pils sjá, og hlaut af því ýmis viðurnefni, og var „gamli haninn“ þeirra einna meinlausast. Þegar hann var sextíu og tveggja ára, háði hann einvígi við þýzkan fjallaleiðsögumann um ástir tuttugu °g þriggja ára veitingahússþemu. Að vísu slapp leiðsögumaðurinn lítt skaddaður úr þeirri raun, og að vísu hafði stúlkan ekki beinlínis neitt stillingarorð á sér, en engu að síður var ekki laust við að íbúunum Þarna þætti nokkuð til karls koma fyrir vikið. Það skipti ekki neinu naáli í því sambandi þótt stúlkan segði honum upp tryggðum þrem vik«m síðar; það var ekki meira en margir höfðu orðið fyrir af henn- ar hálfu þótt yngri væru. Um það bil sem Fortunato náði sextíu og átta ára aldri, gerðist hann eilítið hæglátari. Hann hafði hlotið nokkur meiðsli, er snjóbrú brast undan honum uppi á Sorapisjökli. Þótti fyrst og fremst furðu gegna að hann, svo aldraður maður, skyldi vera að flækjast uppi þar, og í öðru lagi að hann skyldi koma lífs aftur upp úr jökulsprungunni. Hann hafði eilítið hægara um sig í því sem næst ár. Hann drakk eitthvað minna og sást sjaldnar í mannþrönginni á götum úti þegar um einhvern gleðskap var að ræða. Og nú heyrð- ist því fleygt, öllum til mikillar undrunar, að „gamli haninn“ væri að hugsa um að kvænast. Sú tilvonandi var að öllu leyti alger mótsetning hins fræga fjör- manns og alræmda kvennabósa. Hún var reglusöm húsmóðir, stillt í fasi og orðum og heimakær. Ásamt aldr- aðri móður sinni bjó hún í litlu húsi í úthverfi bæjarins; unnu þær mæðgur saman að hannyrðum, sem þær seldu ferðafólki og höfðu nokkrar tekjur af. Þær ólu svín í stíu bak við húsið svo að þær þyrftu ekki að eyða skildingum sínum í kjötkaup og bökuðu sjálfar það brauð, sem þær þurftu með. Fortunato var á aldur við vænt- anlega tengdamóður sína. Og ekki var eins og hin tilvonandi færi í neinar grafgötur varðandi ráðahag- inn; hún vissi ósköp vel, eins og allir bæjarbúar hvaða orð lá á unn- ustanum, og eins að það var síður en svo að ósekju. En hún lét sig viðvörunarorð vinkvenna sinna engu skipta, þótt hann neyddist hins vegar til að taka nokkurt til- lit til álits þeirra, þar sem ein þeirra gerði sér hægt um vik og skvetti yfir hann sjóðheitu vatni þegar hann gekk framhjá húsi liennar á leið til unnustu sinnar. Og hvort sem vinkonum unnust- unnar líkaði betur eða verr, og hvort sem bæjarbúar trúðu því eða ekki, varð það úr að Fortunato Kriscovich, „gamli haninn“, og hún gengu í hjónaband. Og það var eins og við manninn mælt að þau tóku strax að hlaða niður börnum af kappi miklu, en þess á milli vann eiginkonan að hannyrðum sínum af hálfu meira kappi en nokkru sinni fyrr, því að stöðugt þyngdist í heim- ili, en eiginmaðurinn reyndist held- ur óstöðugur við vinnu, að ekki sé meira sagt. Eftir að Fortunato Kriscovich var kvæntur orðinn, tók hann að ganga með alpastaf og tók páfuglsfjöðrina úr týrólahatti sínum, en að öðru leyti hélt hann venjum sínum yfir- leitt. Hann hélt áfram að elta hvert pils, á milli þess sem hann nam staðar úti fyrir sýningargluggum kvikmyndahúsanna og virti fyrir sér myndirnar af kvikmyndastjörn- unum og því lengur, sem þær voru VIKAN 24. tU.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.