Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 24
 Árið 1879 efndi hans keisaralega tign, Franz Josef I., til mikilla setuliðsflutninga um öll seytján fylki hins austurríska og ungverska keisaradæmis. Var þar í senn um að ræða endurskipulagningu hvervarna ríkisins og nytsama viðvörun til hugsanlegra fjand- manna þess. Engu að siður höfðu þessar aðgerðir, sem eingöngu voru hugsaðar sem heraaðar- legar, ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér fyrir allan almenning viðs vegar í keisaradæminu. Árið 1879 fæddust samtals 716-577 börn í ríki keisarans, þar af 106.451 utan hjónabands. Franz Josef gerði einunpis að yppta brúnum yfir þessari staðreynd og snúa öllu upp í glens. ,,Það lítur helzt út fyrir að við höfum hervætt liðsveitir ástarinnar“, varð honum að orði. „Týrólsku hermennirnir okkar virðast hafa unnið fræga rekkjusigra i Bæheimi“. Hvað snerti hina seytján vetra gömlu Moravíumey, Annyu Stephaniu Kriscovich, máttu orð keisarans kallast viðurkenning staðreynda í bókstaflegustu merkingu. Hún var Ijóshærð, kvenna fíngerðust og fegurst, og varð ástfangin af ítölskum liðþjálfa í einni af Alpahersveitum keisarans. Liðþjálfi þessi var „condottiere“, eða hermaður að atvinnu, sem áður hafði verið staðsettur í dolomitiskri herdeild að Cortina d'Ampezzo, í r’ki hinna himinháu og því nær ókleifu fjallatinda. Eflaust hefur liðþjálfinn borið eitthvert eiginnafn, en Anya hafði aldrei neina vitneskiu um það. Enda þótt hún skildi til hlítar hin tilfinningaríku blæbrigði seiðljúfr- ar raddar hans, var mál hans eyrum hennar framandi og óskiljanlegt. Kallaði hún hann Fortunato, og hélt sig helzt hafa skilið það, að heimastöðvar hersveitar hans væru i fiállaskörðunum við ítölsku landamærin, í grennd við Sasso di Stria, „Nornatinda". Fortunato var kallaður ásamt herdeild sinni á brott úr Moravíu, áður en sonur hans fæddist. Anya fylgdi hersveit hans eftir, knúin krafti og kjarki örvæntingarinnar. Mestan hluta leiðarinnar fór hún fótgangandi, nema hvað bændur, sem óku framá hana á förnum vegi, leyfðu henni að sitja spottakorn í vagni sínum. Átti hún ekki nema tvær vikur ógengið með, er hún var á leiðinni upp torgeng og ísi lögð fjallaskörðin í Montagne del Bosco Nero. Snjókófið stóð þegar um hjarnhjálma fjallajöfranna, þe'gar Anya reikaði inn í fjallabæinn, Cortina d'Ampezzo. Anya fæddi son sinn í klaustri Kærleikssystranna, og hlaut hann það nafn, sem hún kallaði föður hans, Fortunato. Þegar hann var fimm ára, missti hann móður sína, og tók þá ættarnafnið, Kriscovich, sem hinn eina arfahlut eftir þá lánlitlu, en ástheitu konu. Cortina d'Ampezzo varð síðan dvalarstaður hans lengst af ævinni. Hvarf hann þaðan tvívegis um skeið, og í bæði skiptin sér til alvarlegrar ógæfu. Átján vetra var Kriscovich kallaður til þjónustu í austurríska herinn og sendur með hersveit sinni til Vigevano í Lombardy. Þótti honum sléttlendið sviplítið, sem „neflaus ásýnd“ og „augnalaus með“, eins og Bjarna Thorarensen Danmörkin, og lítið gaman að dorga eftir vatnakörfum í skurðum og síkjum, samanborið við að fást við sprækan urriðann í elfum fjallanna. Og þegar sól reis, blöstu við augum hans dimm- grænar hrísgrjónaekrurnar, tilbreytingalausar eins og reitir á skákborði, fjalla á milli. Þannig var það á morgnanna. En brátt sá Fortunato að það lifnaði heldur en ekki, 24 — VIKAN 24. tbL yfir ökrunum þegar á daginn leið. Þá varð annað að líta yfir akrana; þá sjón mundu ítalskir kalla „notevole“ — athyglisverða eða merkiiega. Um það leyti dags hófu herskarar kvenna sókn sína út á hrísgrjónaekrurnar. Bronzebrúnar á hörund óðu þær vatnið og eðjuna í lær, sumar klæddar stutt- brókum karla en aðrar styttu pilsin ’.pp í mitti, en nærklæðin féllu að limum þeir... c ns þétt og hör- undið sjálft. Aldrei hafði Fortur.. m séð neitt það, sem hafði viðlíka sterk áhrif á hann. Fortunato hinn ungi hirti ekki um að leyna þess- ar ungu og tillitseggjandi dætur sléttunnar aðdáun sinni. Hann var fríður sýnum og allur hinn glæsi- legasti í einkennisbúningi sínum og þær reyndust til í tuskið við hann. Og atlot þeirra voru eins og bragðljúft, gullið og áfengt vín, og hann sparaði ekki teygana, en tæmdi hvern bikar í botn og blóð hans brann. Það var um þessar mundir, sem með Fortunato vaknaði sú heita, tærandi ástríða, sá óslökkvandi brunaþorsti, sem þjáði hann síðan meðan ævin entist og átti eftir að valda honum illum örlögum. Hann gaf sig"f lífsnautninni algerlega á vald. Kafaði djúp hennar, ofurseldur seiðmagni hinna myrku hylja. Þegar svo var komið, að herþjónustan reyndist hon- um fjötur um fót á hinum krókóttu stígum um Lofnar- skóga, gerði hann sér lítið fyrir, snakaði sér úr ein- kennisbúningi sínum, sendi herdeildarforingjanum hann með beztu kveðjum og þeirri orðsendingu, að hann harmaði það að hér eftir yrði her Austurríkis- keisara að freista að gegna hlutverki sínu án hans. Herdeildarfélagar hans reyndu að hafa uppi á hon- um, en það bar engan árangur. Fortunato, sem fyrir þrotlausa þjálfun hafði gerzt meistari í þeirri íþrótt að leika á afbrýðisama eiginmenn og siðavanda feður ástkvenna sinna, varð ekki mikið fyrir því að leyn- ast fyrir svifaseinum og torgáfuðum herdeildarsnuðr- urum. Og slíkt töfravald hafði hann yfir ástmeyjum sínum, giftum og ógiftum, að þær hikuðu ekki við að leggja sig í þá hættu að halda hann á laun, enda þótt þær vissu að hann var eftirlýstur liðhlaupi; fólu hann jafnvel vildustu vinkonum sínum til vernd- ar og varðveizlu eins og einhvern ómetanlegan dýr- grip, þegar þær töldu honum ekki tryggt hjá sér lengur. Og öllum galt hann þeim nokkuð fyrir felu- skjólið, svo að þær töldu sér áhættuna meir en að fullu greidda, en óþarft er að taka það fram, að sjálfur bar hann úr býtum allt það, er hann vildi. Þó fór svo, að ein þeirra ítalíudætra reyndist þar undantekning. Dag nokkurn tilkynnti hörundsgullin, skapmikil hrafnhadda, sem Fortunato hafði leynzt hjá um skeið, honum það, að ævintýrinu væri lokið. Kvað hún meira en ást þurfa til ásta og lézt hvorki meta fríð- leik hans né karlmennsku til atlota fyrr en hann hefði greitt það gjald, sem hún taldi sannvirði blíðu sinnar. „Þú kallar mig draumadís þína,“ sagði hún. „Sfarzaso! Ég viðurkenni að þú hefur góðan smekk. En mig dreymir um silkikjól og hálsfesti, sem hæfir fegurð minni.“ Fortunato klóraði sér í höfðinu og setti síðan upp sitt allra seiðmagnaðasta bros. „Por favore," sagði hann. „Hver veit nema ég kunni ráð til þess að draumar okkar fari saman." Hún brosti við honum, eggjandi og ögrandi. „Það er ég ekki í neinum vafa um,“ sagði hún. „Og verði eðalsteinarnir í hálsfestinni ósviknir, mundi það geta þýtt, að jafnvel hinir djörfustu og dýrlegustu draumar rættust í veruleikanum.“ Fortunato klóraði sér enn í höfðinu. Hann spurði sjálfan sig hvar í ósköpunum hann ætti að komast yfir silkikjól og hálsfesti. Þá mundi hann eftir konu nokkurri, sem bjó í stórhýsi nokkru í einu af út- hverfum borgarinnar. Hún átti skápa fulla af silki- kjólum, og ef hahn mundi rétt, hafði hún einmitt borið hálsfesti með ósviknum gimsteinum, þegar hann dvaldist hjá henni um skeið, að létta henni einveruna að eiginmanni hennar fjarverandi. „Ég mun hugsa málið,“ sagði hanxi við stúlkuna. „Hver vejt nema ég geti krafizt þess af þér með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.