Vikan


Vikan - 20.06.1963, Page 26

Vikan - 20.06.1963, Page 26
Wakeby lá lémagna og sæll og naut lognværðarinnar eft- ir sviptibylji ástríðunnar. Fýsn hans var fullnægt, honum var það nóg að finna holdvarma hennar við hörund sér. „Nina,“ sagði hann glettnis- lega. „Já?“ spurði hún. „Ég vildi einungis fullvissa mig um að þetta væri ekki draumur," sagði hann. „Minnir þetta þig á draum?“ hvíslaði hún og lagði sínar kjötmiklu lendar að honum. Wakeby brosti í rökkrinu og lét vel að henni. „Hvers vegna ertu mér svona ljúf og eftirlát?“ spurði hann. „Vegna þess að ég hef á- nægju af að vera karlmönnum ljúf og eftirlát," svaraði hún og gerði sér auðheyrilega far um að tala af sem mestri ein- feldni. Síðan bætti hún við og af meiri alvöru: „Við erum þjálfaðar með það fyrir aug- um hérna að vera karlmönn- um ljúfar og eftirlátar. Eink- um frægum mönnum.“ „Segðu mér eitt,“ spurði hann þrákelknislega, „var þér boðið að fara hingað til mín og veita mér blíðu þína?“ „Vinur minn,“ svaraði hún ertnislega. „Þarf að skipa flugunni að setjast að bikar blómsins, snjónum að falla á tinda fjallanna, fljótinu að streyma til hafs?“ Wakeby hugleiddi orð henn- ar andartak. Svo var eins og hann tæki skyndilega ákvörð- un. Hann settist upp í rekkj- unni. „Setztu upp, Nína, og lofaðu mér að horfa á þig,“ sagði hann. Hún gerði sem hann bauð. „Gerðu svo vel,“ sagði hún og strauk lokkana frá andliti sér. „Skoðaðu mig alla. Er ég ekki að þínum smekk?“ Wakeby greiddi kjálkahögg- ið svo leiftursnöggt að vart heyrðist svo mikið sem þyt- ur. Hvítar og allt að því fag- urgerðar tennurnar gnístust saman í munni hennar um leið og hún hraut út fyrir rúm- stokkinn og valt eftir gólf- ábreiðunni — slyttisleg kjöt-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.