Vikan


Vikan - 20.06.1963, Side 32

Vikan - 20.06.1963, Side 32
Val unga fólksins - Heklubuxurnar — amerískt efni nylon nankin — vandaður frágangur. Betri buxur í leik og starfi * n 4 'biimar i J§ ■ ÍIIl; pi Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. iíiíSfií- 1111 lllll ©Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl): Þú verður fremur óþolinmóður og uppstökkur þessa viku, en bættu úr því með að létta þér svolítið upp og slappa af. Fjármálin eru ekki í sem beztu lagi og gætir þess nokkuð í byrjun vikunnar. Þú skalt treysta kunningja þínum í ákveðnu máli. ONautsmerkið (21. apríl—21. maí); Peningarnir sækja til þín eins og járn að segli. Margt kemur þér óvænt í þessu sambandi, en not- færðu þér aðstöðuna eins vel og þú getur. Þessi óvenjulega heppni gæti orðið þér til mikillar gæfu. Haltu þér í jafnvægi, hvað sem á dynur. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Reyndu eitthvað nýtt í vikunni. Framkvæmdu eitthvað af þessum gömlu, spennandi ævintýra- draumum. Næstu dagar virðast bjóða upp á mörg og skemmtileg tækifæri. Þú þarft að umgangast margt nýtt fólk sem veitir þér talsverða ánægju. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Vikan gæti orðið unaðsleg, ef þú ert móttækilegur. Allt virðist leika í lyndi og þú munt koma auga á dásemdir lífsins, ef þú ert ekki of kröfuharður til umhverfisins. Laugardagurinn verður mjög skemmtilegur og þú verður miðpunktur í hópi félaganna. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ágúst): ©Því miður verður vikan fremur erfið, eins og sú síðasta. Sérstaklega mun atvinnan skaprauna þér, það gengur flest á tréfótum varðandi hana. En taktu þessu með góða skapinu, því það mun létta mikið undir með þér og aðstaðan alls ekki svo erfið, að þú ráðir ekki við hlutina. ©Meyjarmerkið (24. ágúst—23. sept.): Ýmislegt verður þér til ánægjuauka. Láttu allar á- hyggjur lönd og leið. Þú hefur fulla ástæðu til að líta björtum augum á framtíðina. Helgin er ást- föngnu fólki sérstaklega hagstæð. Heimilislífið verður mjög friðsælt og ánægjuríkt. Vogarmerkið (24. sept.—23. okt.): Þú hefur ekki rétt mat á þeim aðstæðum sem þú býrð við. Þú ættir að kappkosta við að skilja þær. Aðeins með því móti geturðu brugðizt rétt við verkefni, sem þú hefur nýlega fengið í hendurnar. Þetta er þér alls ekki ofvaxið. Drekapierkið (24. okt.—24. nóv.): Vikan verður mjög venjuleg og dregur ekki til tíðinda fyrr en ef til vill á miðvikudagskvöld. Sennilega færðu fréttir af gömlum félögum, sem þú hefur ekkert heyrt frá langalengi. Gættu var- úðar og tillitssemi við persónu, sem er þér nákomin. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.): ©Það er engum blöðum um það að fletta að þú ert allt of samhaldssamur og það gerir þér erfitt fyrir. Léttu þér nú ærlega upp og ekki aðeins þér, held- ur og þeim sem eru þér næstir og hafa.mest haft af samhaldssemi þinni að segja. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Leggðu ekki of hart að þér við störf þín. Ef þú færð boð um ferðalag á laugardag, skaltu yfirvega allar aðstæður nákvæmlega og ef þér finnst ekki allt í fullkomlega góðu lagi skaltu hvergi fara. Þú hagnast á viðskiptum, sennilega varðandi eignaskipj;i. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febrúar): Þú færð lausn ýmissa mála upp í hendurnar, sem þú hefur lengi unnið að. Það er einkum varðandi peningamálin, sýndu enga linkind í þeim málum. Ekki er ólíklegt að þú farir í smáferð eftir helgina og mun hún verða mjög skemmtileg. ©Fiskamerkið (20. febrúar—20.. marz): Þú ert mjög kappsamur við alla vinnu sem þú tekur að þér. Þér verður því oftast nær nokkuð úr hlutunum og hefur alltaf nóg að gera. Þú færð ýmsan starfa í vikunni en varastu samt að vera með of margt á prjónunum. Heillatala er 7. m .fififiífifififi íiiSiiSs íííí-íííiíífi iWiiiiiii fifiífiíífififi fifififi ll>ll iiiiii'iiili Má iiiiiiiii ;ííí*5í*^: •ii.i.'i. Itlil STÓRAUKIN SALA SANNAR YINSÆIDIR YÖRUNNAR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.