Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 14
FANGBROGÐ VIB GRIMMUSTU SKEPNU HAFSINS Áreiðanlega eru það vissir hlutir, sem hákarlinn á langlífi sitt á jörðunni að þakka, öðru fremur. Mað- urinn, með sinn stóra heila en veikburða líkama, verður til dæmis að láta sér duga ævilangt þessar einu tennur, sem hann fær eftir að hann hefur fellt barnatennurnar, eða fá sér falskar í staðinn. Þannig er það með öll hin æðri spendýr, nema hvað þau njóta ekki þess hagræðis, sem fölsku tennurnar eru manninum. Hákarlinn er aftur á móti fæddur með fullkomn- ustu tennur, og heldur þeim fullkomnum þangað til hann er allur. Bæði efri og neðri gómur hans er bú- inn meira en tveim tylftum tanna. Slitni einhver tönnin eða sljóvgist sökum elli, losnar hún einfaldlega og fellur brott, en ný, fullþroska tönn vex niður úr gómnum í hennar stað. Það kemur fyrir á stundum að hákarlinn brýtur úr sér nokkrar tennur í bardaga. Þetta kemur ekki heldur að neinni sök, því að jafnóðum vaxa aðrar í staðinn. Nánari athugun á kjálkum hákarlsins leiðir í ljós, að varatennurnar liggja í lögum innan í beininu, rétt eins og blöð í bók. Náttúran hefur jafnvel séð svo um að varatennurnar eru örlítið stærri en þær, sem þeim er ætlað að koma í staðinn fyrir, og samsvara þannig vexti hákarlsins að öðru leyti. Við verðum að játa, að enn kunnum við ekki nein ráð til að vita aldur hákarla. Þegar um æðri fisk- tegundir er að ræða, má lesa aldurinn af árhringum í hreistrinu, og geta vísindamennirnir ákveðið hann af furðulegri nákvæmni. Hákarlsskrápurinn veitir aftur á móti ekki neinar slíkar upplýsingar; gadd- arnir á honum eru arfur frá hinum stórgödduðu for- feðrum, og er ekki unnt að ráða neinn aldur af þeim. SAMA máli gegnir um kvarnirnar. f venjulegum fiski eru þessar kvarnir harðar og beinkenndar, og vöxtur þeirra svo reglulegur, að lögin segja til um aldurinn. Vöxtur kvarnanna í höfði hákarlsins er hins vegar svo afbrigðilegur, að ekkert er af þeim ráðandi um aldurinn. Þar að auki er mjög torvelt að handsama hákarl- inn lifandi, og enn, að hann verður mjög skamm- ^^lífur í sjóbúrum, svo að þar er ekki unnt að fá úr ^því skorið, hve háum aldri hann nær. Saga lífs hér á jörð getur margra dýrategunda, sem hafa þróazt og þroskazt um langt skeið, en síðan úrkynjazt og horfið af sjónarsviðinu. Risa- eðlan var á kreiki öldum saman og hefði einhver maður verið uppi þá til að líta þá ferlegu skepnu augum, mundi hann hafa hugsað sem svo, að hún mundi verða við líði á jörðunni að eilífu. Engu að síður er risaeðlan löngu aldauða, og steinrunn- in bein hennar ein til vitnis um það, að hún hafi nokkru sinni uppi verið. Aðrar risaskepnur fóru í slóð hennar, þeirra á meðal loðfíllinn, og hlutu sömu örlög. Þess er meira að segja ekki ýkja langt að minnast, að gífurlegar hjarðir bísonuxa reikuðu um sléttur Norður-Ameríku, og að slíkur aragrúi hvala og sela lifði í sjónum, að engum kom til hugar að nokkurntíma þyrfti að grípa til veiðitakmarkana vegna hættu á að þeim yrði annars útrýmt. Vissulega hafa sumar dýrategundir orðið al- dauða, einfaldlega vegna þess, að þær þraut fæðu. Aðrar hafa dáið út sökum þess, að þær gátu ekki samhæfzt breyttu loftslagi, og einnig er það til, að sterkari og grimmari eftirkomandi hafi gerzt svo fíkinn í kjötið af forvera sínum, að hann hafi gereytt honum þess vegna. Hákarlinn hlýtur, þrátt fyrir allt að vera ein- hver sú „bezt gerða“ skepna frá náttúrunnar hendi, sem um getur, því að hann kemur til sögunnar svo að segja við upphaf jarðsögunnar og hefur þraukað síðan. Hann er meira að segja enn jafn stór, sterkur og harður af sér, og hann var þegar löngu útdauðar fornaldarskepnur voru enn í fullu fjöri á iörðunni. — VIKAN 28. tbl. Eins og allir vita, eru allar ágizkanir bannfærðar í vísindum, en óneitanlega þótti mér mikið til þess svars koma, sem ég fékk þegar ég bað vísindamann um að geta sér til um ald- urinn á geysistórum, hvít- um hákarli. „Það er ekki nokkur leið,“ svaraði hann. „Það lítur helzt út fyrir að hákarlinn geti lifað að eilífu, ef hann verður ekki fyrir slysi.“ Hann skýrði mér og frá því, að hann hefði athugað frumuvef úr þrjátíu feta hákarli í smásjá, og komizt að raun um að vefurinn endurnýjaðist við frumu- skipti. „Og,“ bætti hann við, „það merkilegasta er, að ekki sjást nein hrörnun- armerki á frumunum, held- ur deyja þær allt í einu og aðrar koma í þeirra stað.“ Öll spendýr, fuglar og flestar tegundir fiska, eru með beinagrind, og beinin máttarviðir líkamans og ráða formi hans og útliti. Beinin haldast óskemmd löngu eftir að allt hold er eytt, og veita örugga heim- ild um vaxtarlagið, þegar skepnan var enn á lífi. Þannig er það samt sem áður ekki með hákarlinn. Máttargrindin í skrokk hans er svo brjóskkennd, að hún eyðist samtímis holdinu. Glerungsþaktar tennurnar eru hið eina, sem eftir verður. Jafnvel þó aff hákarlinn sé ekki sérlega stór, er kjaftvídðin mikil, svo aff hann getur gleypt furffustóra hluti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.