Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 37
OFT MIKIÐ AÐ GERA. Framhald af bls. 8. aði mig við þessi störf. Þá var ég settur í stjórn Meitilsins í Þor- lákshöfn, Mjólkurbús Flóamanna og svo hef ég verið í milliþinga- nefndum. — Hvenær var nú erfiðast? — Það var erfiðast meðan ég var að byggja þetta hús, 1955 til ‘56. Það ár hvíldi ég mig ekki meira en 6 tíma í sólarhring að meðaltali. — Það er mörgum nóg, að þurfa að standa í byggingamál- um, þótt ekki bætist við önnur störf. — Já, það fara margir illa með sig á byggingum. Um það leyti, sem húsið var að verða komið upp, fór ég að finna verk hérna. Ágúst tók um síðuna vinstra megin. — Egill Thorarensen á Selfossi varð eitthvað var við það, að ég var lasinn, og skipaði mér að fara til hjartasérfræðings. Það varð úr, að ég fór til Snorra P. Snorrasonar læknis, og hann spurði, þegar hann var búinn að skoða mig, hvort ég væri að byggja. Ég gat náttúrlega ekki annað en játað því. Þá sagði hann mér, að þetta væri algengur sjúk- dómur hjá húsbyggjendum, og væri bara ofþreyta. Ekki aðeins líkamleg, heldur einnig af á- hyggjum yfir fjárhagnum. - Hve stór er landareign Brúnastaða? — Hún er eitthvað um 300 hektarar. — Mikið af því ræktað? — Ég hef nú verið að smá- stækka þetta. Þegar ég tók hér við, var hér 5 hektara tún, gam- alt, upphaflega handsléttað. Það var orðið óslétt aftur. Nú hef ég sléttað það upp á nýtt og hef lík- lega um 20 hektara tún. — En bústofninn? - Kýrnar eru 22, en við erum að fjölga, svo það eru rúmlega 30 gripir í fjósi. Nú og kindur hsf ég venjulega svona 120—130 og svo fáein hross. Það er reyndar ekkert að gera við þau lengur, en strákarnir hafa gaman af því áð skreppa á bak. - - Er ekki nauðsynlegt fyrir fjárbú ao eiga hesta, þótt þeir séu ekki notaðir nema einu sinni eða tvisrar á ári. Jú, ennþá er þægilegra að smala á hestum. - - Hvert rekið þið upp? Það er rekið á Flóamanna- afrétt, fyrir innan Gnúpverja- h-epp. Sá afréttur nær inn að Uofsjökli. — Það hlýtur að vera gaman að fara með rekstur þangað upp oftir. - Það þótti gaman, já. Það var farið hérna upp með ánni með reksturinn upp allan Flóa, en það voru ekki allir jafn hrifn- ir. Það þurfti nefnilega að æja með féð, og þá kroppaði það tals- vert mikið af beitinni, sem heima- skepnurnar hefðu annars fengið. Nú er þetta breytt. Nú er farið með féð á bílum eins langt og komizt verður, og í hæsta lagi að fénu sé fylgt svolítið inn eftir á hestum. — Ég hélt, að þið hérna næst Flóabúinu væruð hættir að hafa kindur og einbeittuð ykkur að m j ólkurf ramleiðslu. ■— Það eru flest allir með kind- ur ennþá. Ég held, að það sé vit- leysa hjá okkur, mesti misskiln- ingur að hafa blandaðan búskap. Það er erfitt að skipta sér milli búskapargreina Sá sem er með kýr, þarf að gegna þeim kvölds og morgna, en getur átt miðjan daginn sjálfur —. yfir veturinn. Hafi hann kindur líka, fer miðj- an úr deginum í að sinna þeim. Eins er óheppilegt fyrir garð- yrkjubændur að hafa skepnubú- skap líka. Ef þeir hafa kindur, stenzt það nokkurn veginn á að vorinu, sauðburðurinn og að ganga frá görðunum, og aftur á haustin þarf að smala og slátra á sama tíma og taka þarf upp. En þetta er gamall vani hér, að hafa kindur, og mönnurn þykir svo gaman að fénu, að þeir vilja ekki farga því. -— Ef þú gætir valið þér bú- skapargrein, hvort myndir þú þá heldur vilja búa með kýr eða kindur? Ég er mest fyrir sauðféð. En jarðirnar hér eru of litlar til þess að hægt sé að hafa sauðfé eingöngu, svo ég varð að snúa mér að kúnum. Og þær eru svo sem ekkert leiðinlegar heldur, greyin. Hvernig er svo afkoman? — Hún er erfið eins og er. Bændur fá ekki nóg verð fyrir afurðir sínar og eru ekki studdir eins og þyrfti. — Heldur þú, að ungt fólk geti tekið sig upp og byrjað búskap í sveit nú á dögum? — Ég hef ekki trú á því að það sé hægt. Þetta er mikil fjár- festing og of lítið upp úr því að hafa. Það hefur alltaf þótt erfitt að byrja búskap. Það þótti líka erfitt, þegar ég byrjaði, en það er langtum erfiðara nú. Þá þurfti ekki annað en orf og ljá og hríf- ur, x-eiðing og nokki’a reipakapla. Hús og heimilishald var líka miklu auðveldara þá Þá þekkt- ist til dæmis ekki að hita upp húsin. Nú þarf kyndingar og alls konur vinnuvélar. — Hvað ert þú vel vélvæddur? - Ég er ekki vel vélvæddur í samanburði við það, sem nú er talið þui’fa. Ég á tvo traktora, annan gamlan og hinn nýjan, nauðsynlegustu heyvinnsluvélar og súgþurrkunarblásara. Ég á ekki einu sinni mjaltavél ennþá. Krakkarnir hafa mjólkað. En það er nú von á henni alveg á næst- unni. Svo á ég jeppabíl. — Engin jarðvinnslutæki? — Nei. Við fáum jai’ðvinnslu- tæki frá Ræktunarsambandinu. Það er ræktunarsamband hér Ef yður vantar vélar, verkfæri, varahiuti, eða þurfið að stofnsetja verksmiðju, verkstæði eða önnur fyrirtæki, þá sendið fyrirspurn til okkar. Við getum útvegað yð.ur þetta allt með hagstæðu verði og góðum kjörum. Ennfremur járn, stál, bárujárn, vír og alls- konar rör. Einnig vörur úr gerfiefnum. Fjárútvegun eftir samkomulagi þegar um verk- smiðjur eða stærri framkvæmdir eða kaup er að ræða. Fyrirspurnum er svarað greiðlega. Stuttur afgreiðslufrestur. HABAG EXPORT & IMPORT G. m. b. H. BREITESTRASSE 28, DtíSSELDORF Símnefni: HABAGEXPORT fyrir Flóa og Skeið, og það á traktora og jarðýtui’, plóga og herfi og þetta nauðsynlegasta drasl. Ég hafði orð á því, að mér þætti lítið fara fyrir öllum barna- hópnum. Ágúst svaraði því til, að hann væri úti um hvippinn og hvappinn — og ég veit bara ekkert um þau. Einn sonur minn er nú að plægja þarna austur frá. Við fengum lánaðan plóg til þess að plægja með þaina dálitla spildu. Svo verður farið á hana með tætara. — Hverju sáirðu svo í það flag? — Ég ætla að setja kai’töflur í hluta af því, en hafra og gras í hitt. — Þú ætlar þá ekki að brjóta það aftur næsta vor? — Nei, ég loka því núna með grasinu. í þessu kom frú Ingveldur með kaffi handa okkur og' við sett- umst til borðs. Samræðurnar undir borðinu tóku á sig lausari svip en áður og þar bar ýmislegt á góma, sem ekki er til þess að rifja upp hér. En að kaffinu loknu fói’um við aftur út í sólina. Ágxxst ætlaði með okkur í ökuferð um landareignina. Við settumst upp í jeppann og lögðum af stað austur túnið, í áttina að Hvítá. Rétt austan við bæinn voru tveir braggabogar með nokkru millibili og á milli þeii'ra voru strengdar snúrur. — Þetta eru sniðugir snúru- staurar, sagði ég. — Já, það var alltaf verið að heimta af mér snúi-ustaura, svar- aði Agúst. - - Svo ég setti þessa braggaboga þai’na. Þeir eru svo sem ekkert fallegir. Það þyrfti að bronsa þá. Þá væru þeir betri. Við ókum upp á túnhól nokkru norðan við bæinn. Þar sást vítt um. Gegnt okkur handan við ána blasti við býli. Nokkru austar var tún og einhver þú.st ofan til í því. Á túninu var slæðingur af kindum og í túnfætinum var maður á gangi. - Þessi bær þarna heitir Kiðjaberg og er í Grímsnesi, sagði Ágúst. — Þarna austar er Hestur. Það er í eyði núna. — Það er samt fé í túninu þar. Og einhver hreyfing. Það er mað- ur þai'na á ferli. — Já. Það er sjálfsagt sonur minn. Hann er nú um tíma á Kiðjabergi. — Kemst hann beint á milli? — Þeir eiga nú bát á ánni strákai’nir. — Veiða þeir í henni? — Þeir hafa verið með net í henni stundum. Þeir hafa ekki fengið mikið. Hvítá rann fram hjá okkur, lygn og falleg. Hún var ekkert hvít. — Þetta fjall, Hestfjall, sagði Ágúst, ■— er eiginlega hólmi. Hvítá rennur héi’na megin við það en hinum megin er vatn, sem heitir Hestvatn. Ef virkjxmin - 33 VIKAN 28. tbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.