Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 18
ÚTLAGARNIR Eftir þetta fór Dmitri tvisvar í viku inn í borgina. Hann kynnt- ist Gregori, litla bróður Grischa. Það kom varla fyrir að Gregori mælti orð af vörum. Yfirleitt sat hann eins og í leiðslu. Hann át þann mat, sem honum var bor- inn, eins og hann vissi ekki af. Hann gat ekki gætt sín og vætti brækur sínar stöðugt. Dag nokkurn ávarpaði hann Dmitri. „Pabbi og mamma eru dáin,“ sagði hann. „Pabbi minn og mamma eru lika dáin,“ sagði Dmitri. Gregori fór að gráta. Hann grét enn, þegar Grischa kom inn aftur. „Hvað gerðirðu honum?“ spurði Grischa reiðilega. „Hann talaði til mín. Sagði mér að pabbi sinn og mamma væru dáin“. Grischa rann reiðin samstund- is. Hann gekk til bróður síns og vafði hann örmum, Smám saman tókst þeim svo í sameiningu að vekja Gregori af dvalanum, unz hann gat fylgzt með þeim, þegar þeir fóru niður að höfninni í verzlunarerind- um. Það kom brátt á daginn að Dmitri hafði óvenjulega hæfi- leika til að sjá um viðskiptin. Þeir földu í rústunum það, sem þeir báru úr býtum í þessum viðskiptum, og matvörurnar, sem þeir geymdu sér. Mörg af börnunum í borginni voru farin að leggja stund á slík verzlunarviðskipti. Og dag nokkurn gerðist það, að her- mennirnir slógu hring um skipa- lægið og tóku alla krakkana höndum, sem þeir höfðu króað þar inni. Dmitri var nærri ellefu ára þennan dag, sem þeir tóku hann fastan í net rússnesku yfirvald- anna. Þetta var í fyrsta skiptið, sem hann stóð frammi fyrir Fedor Arnaldov fulltrúa, sem yfirheyrði drengina, hvern á eftir öðrum. Flestir voru á aldur við Dmitri, eða yngri, nema Grischa og einn drengur ,annar, sem voru mun eldri. „Þið tveir,“ sagði Arnaldov og talaði til eldri drengjanna, „fær- ið ykkur þarna yfir“. Síðan sneri hann sér að liðþjálfanum. „Hvenær verður næsti barna- hópurinn fluttur úr borginni?" „Það hefur ekkert verið und- irbúið enn. Það verða að minnsta kosti sex vikur þang- að til. Kannski lengra“. Arnaldo bölvaði. „Hvað á ég við þau að gera þangað til? Ég hef meira á minni könnu, en ég get séð um“. Hann sneri sér að drengjunum og horfði athug- andi á þá „Ætlið þið að hætta þessum ólöglegu viðskiptum, ef ég sleppi ykkur í þetta skipt- ið?“ spurði hann. Þeir kinkuðu allir kolli til samþykkis. „Allt í lagi,“ mælti hann. Einn af drengjunum gekk yf- ir að borðinu og hugðist taka þar það, sem af honum hafði ver- ið tekið. „Láttu þetta eiga sig“, sagði Arnaldov stuttur í spuna. „Þetta hefur allt verið gert upptækt“. Hann gekk sjálfur yfir að borð- inu, tók þar upp sígarettupakka, opnaði hann og fékk sér sígar- ettu, kveikti í. Hann dró djúpt að sér reykinn. „Þið megið all- ir fara“, sagði hann, „nema þið tveir". Hann benti á Grischa og hinn drenginn, sem honum var jafnaldra. „Hvað á að gera við ykk- ur?“ spurði Grischa. „Þið vitið að þið eigið báðir að vera skráðir til herþjónustu. Þið eruð komnir á þann aldur. Hvers vegna hafið þið ekki gef- ið ykkur fram til skráningar?" „Ég verð að annast bróður minn“, svaraði Grischa og benti á Gregori litla bróður sinn. „Þennan anga... Þín bíður heldur karlmannlegra starf heldur en að vera barnapía". Gregori hljóp til bróður síns og greip báðum höndum um lær honum. Dmitri gekk líka til hans. „Viljið þið tveir kannski að ég setti ykkur til að annast hann?“ spurði Arnaldov og horfði hvasst á yngri drengina.. „Nei, nei“, svaraði Grischa, „Ég bið þig fyrir hann, Dmitri“, sagði hann og sneri sér að fé- laga sínum. „Ég skal gera það, sem ég get“, hét Dmitri hanum. Liðþjálfinn tók Gregori, sem grét og barðist um í höndum hans, og bar hann út. Þegar Grischa leit um öxl, sá hann það síðast til Arnaldovs fulltrúa, að hann dró enn eina sígarettu upp úr pakkanum, sem gerður hafði verið upptækur, kveikti sér í henni og sogaði djúpt að sér reykinn með bersýnilegri vel- þóknun. Dmitri ákvað að flytja þær litlu birgðir, sem þeir áttu geymdar í rústunum, út í hell- ana. Gregori reyndist honum erfiður viðfangs. Hann kveið því um hríð, að drengurinn mundi falla í sama sinnuleysið aftur, og til þess að koma í veg fyrir það, skipaði hann honum að bera eins mikið og hann ork- aði, svo að hann hefði nóg fyr- ir stafni. Þegar flutningunum var lokið, skrapp Dmitri enn til borgarinnar, að sjá hverju fram yndi, og komst að raun um að verzlunarviðskiptin voru í fullum gangi. „Hefur fulltrúinn ekki áreitt ykkur?“ spurði Dmitri einn af drengjunum. „Hann lætur taka okkur öðru hverju og gerir upptækt það, sem á okkur finnst. En á meðan við náum ekki herskyldu aldri, lætur hann okkur lausa aftur“. Dmitri minntist þess, er hann sá Arnaldov fulltrúa fá sér síg- arettu úr einum af pökkunum, sem gerðir höfðu verið upptæk- ir, og skildi samstundis hvernig í öllu lá. Það var augljóst mál, að hann mundi ekki vilja hindra þá í starfinu, sem sáu honum fyrir þessum nauðsynjum. Næstu dagana vann Dmitri að því að skipuleggja þessi \'erzlunarviðskipti; mynda smá- hópa meðal drengjanna, auk þess hóps, sem þegar safnaðist að honum sjálfum. Sá hópur olli honum ekki neinum erfið- leikum, því að í hann höfðu einkum valizt þeir drengir í Murmansk, sem minnstan skipu- lagsþroska höfðu og sízt voru þcss umkomnir að sjá sér far- borða sjálfir. Þeir lutu í hví- vetna boði hans og banni, því að þeir höfðu aldrei neinar eigin skoðanir. Dmitri hagnýtti sér ekki þessa undirgefni þeirra ■ til ao upphefja sjálfan sig. Hann miðaði fyrst og fremst við það, að þeir yrðu hver öðrum háðari, einmitt vegna þessa vanþroska síns, og því samvirkari sem heild. Ekki leið á löngu áður en reynt var að bjóða honum byrg- inn. Það var þó enginn úr hans eigin hcp, sem að því stóð. Honum vildi það til, að þau á- tök urðu einmitt skömmu eftir að hann hafði komizt að þeim baksamningum við Arnaldov fulltrúa, sem tryggðu honum fullt viðskiptafrelsi gegn vissum skatti til fulltrúans. „Ég þarf ekki að taka neitt tillit til þín eða þinna fyrir- skipana“, sagði einn af eldri foringjanum, sem ekki lézt vita um stjórn Dmitri. ,,Ég var sá eini, sem ekki var tekinn síðast þegar þeir létu greipar sópa“, sagði Dmitri. „Ég var sá eini, sem sá við full- trúanum". „í það skiptið“, svaraði strák- ur. „Kannski verð það ég, sem sé við honum næst“. „Til þess mun aldrei koma“, varð Dmitri að orði. Ékki sagði hann fleira, en hafði samband við Arnaldov á laun, og hótaði að láta undir höfuð leggjast að skila honum skattinum, ef þessi uppreisnarseggur yrði ekki tek- inn í herþjónustu, eins og hann hafði aldur til. Daginn eftir var strákur tekinn. Þegar drengirn- ir, sem áður höfðu hlýtt forystu hans, voru þar með orðinn höf- uðlaus her, leituðu þeir til Dmitri og spurðu hvað mundi helzt til ráða að fá hann lausan. „Látum hann sjá við fulltrúan- um“, svaraði Dmitri, „hann taldi það ekki ofverk sitt“. Eftir það átti Dmitri ekki í neinum erfiðleikum með stjórn- ina. Hann varaðist að beita valdi sínu hrottalega; beitti því aldrei nema með þyrfti, en tók hlut- ina þá líka föstum tökum Það var um svipað leyti, að Arnaldov sagði Dmitri þær fréttir, að Grischa hefði fallið í orrustunni um Leningrad. Greg- ori og hinir drengirnir voru þá fyrir löngu komnir í umsjá Dmitri. Fráfall Grischa varð því fyrst og fremst til þess að stað- festa það. Dmitri var nú orðinn tólf vetra. Það kom fyrir, þegar hann var á reiki um útjaðra vígvall- arins ásamt félögum sínum, að hann leit um öxl til þess að gæta að Gregori sérstaklega. Að öðru leyti kom það yfirleitt ekki fyrir að hann minntist þess, sem liðið var. Það tók Dmitri og flokk hans nokkrar klukkustundir að fara leiðina frá vígvellinum til klettahöfðans, þar sem hellarn- ir og skútarnir voru hinir ákjós- anlegustu felustaðir og fylgsni. En þetta var harðsnúinn hóp- ur, þjálfaður við líkamlegt erf- iði og vanur kuldanum. Flokkurinn safnaðist saman undir forystu Dmitri í einum stærsta hellinum, þar sem kveikt var á kyndlum, sem stungið var í skorur í kletta- vegginn. „Gott“, sagði Dmitri, og allir vörpuðu byrðum sínum frá sér á hellisgólfið. Sex af drengjunum fleygðu sér niður, yfirkomnir af þreytu. Dmitri . sneri sér að Mikhail. „Segðu Gregori að hann geti komið inn líka. Við þurfum ekki að láta standa vörð í þetta skiptið“. „Hvers vegna ekki?“ „Ætli Arnaldov fulltrúi hafi ekki um annað en okkur að hugsa þessa stundina. Að minnsta kosti ef þér hefur ekki missýnzt, Mikhail. Hann hefur áreiðanlega öðrum þýðingar- meiri hnöppum að hneppa“. „Hvað er það, sem Mikhail sá?“ spurði einn af drengjun- um. „Bandarísku skipin eru á leið- inni“, svaraði Dmitri. „Ég geri ráð fyrir að Arnaldov fulltrúi áreiti okkur ekki á næstunni". „Hvers vegna ekki?“ spurði Yuri, hæglátur og duglegur tíu ára snáði. „Hann fleygir öllu frá sér, ef hann sér sér færi á að góma okkur“. „Ekki þegar hann kemst ekki yfir birgðirnar,“ svaraði Dmitri. „Hann veit það nú orðið, að hvenær sem honum tekzt að hafa hendur í hári eins eða tveggja af okkur, flytja hinir birgðirnar óðara í nýjan felu- stað.Hann hefur þegar eytt nógu Framhald á bls. 51. jg — VIKAN 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.