Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 34
Sölubörn! Fyrir að selja 20 blöð af VIKUNNI fimm sinnum í röð eða 100 blöð alls í fjögur skipti, fáið þið í verðlaun: Ferð til Akraness og Borgarness með m.s. Akraborg Þetta verður spennandi sjóferð. Það verður farið á sunnudegi, skoðað sig um á Akranesi og í Borgarnesi og komið aftur með skipinu um kvöldið. Ást og höfuðverkur. Framhald af bls. 21. — Mér þykir vænt um stúlkur, sem vita hvaS þær vilja, sagði hann. Getur þú ekki lánað stelp- unni sprautu fulla af vírusum, Jói? — Þið eruð vitlaus, bæði tvö, svaraði Jói. Það er nokkuð til sem heitir læknasiðfræði, skalég segja ykkur. Ég vil engan hlut eiga að þessu bannsettu athæfi. — Er það nú félagi, lireytti Pétur út úr sér. Ég varð skrambans ári niður- dregin, þó ekki meir en svo, að ég veitti þvi athygli að Pétur plokkaði alla síjrdínubita úr salatinu sínu. — Ætlar þú ekki að borða sardínurnar? sagði ég. — Iss, nei, sagði liann og ýtti þeim yfir á diskinn minn. — Þú getur fengið eitthvað annað í staðinn, sagði ég rausnarlega. Viltu rauðan pipar, því hann kæri ég mig ekki um? — Hann sem er það bezta af öllu, svaraði Pétur og var fljót- ur að krækja sér í piparhring- ina. — Við ættum að borða sam- an salat sem oftast. — Auðvitað, en nú skulum við ræða viðskiptamálin. — Já ])að var satt. En ef nú þessi samvizkusami, svokailaði vinur okkar vill ekkert hjálpa upp á sakirnar, verðum við að hugsa eitthvað upp sjálf. Get- urðu ekki látið strákinn fá nein- ar bakteríur frá þér sjálfri, Bella. Hvað gekk að þér, þegar þú varst veik síðast? — Huh, botnlaginn, svaraði ég dauflega. — Farðu þá með hann í neð- anjarðarlestina. Snemma að morgni. Þar eru alltaf einhverj- ir að liósta og hnerra og snýta sér. — Adam fer aldrei í neðan- jarðarlest. — Láttu hann sitja frammi í einhverjum leigubíl. — Það er verst, hann er svo fallegur á hlið að sjá. — Láttu hann þá sitja i drag- súgi, eða leggðu hann á ís. Ellegar taktu mig i staðinn. Við borðum salat svo vel saman og það er eklci sem verstur grund- völlur fyrir hjónabandi. — Þú jafnast nú ekki á við Adam, svaraði ég og liristi höf- uðið döpur i bragði. Ég TÓK þó að minnsta kosti uppástungur Péturs til greina, og viku seinna spurði ég Adam, livort hann vildi ekki koma á skauta með mér, i Rockefeller Center. Adam renndi sér eins og engill, roðnaði ekki einu sinni á nefinu hvað þá meir. En fæturnir á mér voru eins og ís- molar þegar ég kom heim. Daginn eftir settist ég vongóð fyrir og beið þess að síminn hringdi og kallaði mig að sjúkrabeði Adams. Ég réði tvær gríðarstórar krossgátur, sléttaði þrjár blússur og skrifaði Geir- þrúði frænku langt bréf. Þá gat ég ekki á mér setið annað en liringja sjálf til Adains. Kannske var hann svo veilair, að liann gat ekki hring't i mitt númer. — Bella, væna mín, svaraði hann, biddu andartak meðan ég þagga niður i þessum skellikjöft- um. í fjarlægð heyrði ég óm af hljómlist og hlátrum. — Mig langaði bara til að vita, hvort þú hefðir ekki orð- ið innkulsa i gærkvöld, sagði ég. — Mér hefur aldrei liðið bet- ur á ævi minni, svaraði hann í svo léttum, liressilegum og lífs- glöðum tón, að ég varð að leggja lieyrnartólið á, svo hann heyrði ekki hvernig ég nísti tönnum. Tiu mínútum síðar barði Pét- ur að dyrum. — Hvcrnig hefur það gengið? spurði hann. — Verr en illa, sagði ég. — Ég var að cnda við að hringja til hans og það söng i honum eins og lieilsiðuauglýsingu um liafra- graut. — Ojæja, allir hafa sinar á- liyggjur. Meir að segja sjálfur fékk ég á baukinn lijá lienni litlu góðu sem ég ætlaði með út í kvöld. Og nú er ég á leið til að drekkja sorgum mínum í súpudiski niðri lijá Niccolo. Ætlar þú að skjótast með mér? Laugardaginn næstan eftir út- listaði ég alverlega fyrir Adam, að það væri bróðurdótturleg og sjálfsögð skylda mín, að lieim- sækja Ferdínand frænda minn á Stateneyju, þar eð nefndur föðurbróðir minn ætti þá sjötíu og fimm ára afinæli. Ekki vildi hann líklega vera svo indæll að fylgja mér þangað? Við stóðum i stafni ferjunn- ar báðar leiðir, i særoki og á- gjöfum. Úr þeirri ferð kom ég gcgnköld og holdvot, en vongóð. Pétur var hjá mér á sunnu- daginn, meðan ég beið þess eins og bjáni, að boð kæmi um að Adam liefði ofkælzt. Ég fór að gruna liann um að hafa farið á bak við mig og fengið sér víta- rnínsprautur. Næsta laugardag fór ég i langa gönguferð með honum, aldrei þessu vant. Það var krepjurigning allan daginn og stormurinn læsti sig gegnum merg og bein. Það var svoleið- is, að þegar við vorum að snæða miðdegisverð, leit ég til hans stórum augum og sagði að frá blautu barnsbeini liefði það ver- ið min brennandi ósk, að fara á göngu i grenjandi rigningu. Ganga reglulega langt og lengi. Ekki vildi hann liklega...? Jú, gjarna. Adam var til i allt. Við þrömmuðum frá fimmtug- ustu og áttundu götu alla leið að Tiines torgi. Skórnir mínir voru hentugri á mjúkum gólf- teppum en i krapavaðli, og það lá eklci við að regnkápan min væri eins vatnsþétt og seljandi Iiennar hafði látið í veðri vaka. En hvað gerði það til? Milli fertugustu og fimmtu götu og fimmsta breiðstrætis linerraði Adam tvisvar! HNERRAÐI, segi ég. Loksins fór þetta að líkjast einhverju. Daginn eftir skein sólin frá lieiðbláum himni og ég bjó mig gQ — VIKAN 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.