Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 33
viljað færa meðferð afbrota á hærra svið, þ. e. a. s. hin háleita kenning kirkjunnar um friðþæginguna. Kristindómurinn leggur áherzlu á fullkomna helgi lífsins. Það er því gjör- samlega ósamrýmanlegt þessum kenningum, að einstaklingar eða ríkisvald grípi fram fyrir hendur forlaganna og ákvarði lengd mannslífa. Það hefur því vakið mikla furðu, að í þeim hörðu deilum, sem staðið hafa undanfarið í Bretlandi um dauðarefsingar, hefur enska kirkjan staðið eins og veggur gegn afnámi slíkra refsinga. Fram yfir miðja 19. öld mun líflátshegning hafa verið lögfest í öllum löndum álfunnar. Það voru Rúmenar, sem fyrstir afnámu dauðarefsingar árið 1864, Portúgalar 1867, Hollend- ingar 1870, ítalir 1889, Norðmenn 1902, Svíar 1921, íslendingar 1928 og Danir 1930. Eins og sést á þessari skrá, hafa Norðurlöndin tiltölulega seint afnumið dauðarefsingar. Þjóðhöfðingjar þeirra munu þó í mjög ríkum mæli hafa beitt heimildum sínum til að breyta líflátsdómi í ævilangt fangelsi. Mörgum kemur vafalaust á óvart, að aðeins skuli vera 35 ár síðan dauðarefsingar voru afnumdar hér á landi. Til skýringar á þessu atriði skal þess getið, að í langan tíma hafði í framkvæmd ekki reynt á þessar refsingar, því að í sama mánuði og Alþingi endanlega samþykkti lögin um afnám líflátsrefsinga, var liðin rétt öld frá þeim tíma, að þeir atburðir gerðust, er leiddu til dauðadóma og síðustu aftökunnar á íslandi. Þar sem hér er um allsögulegan atburð að ræða, þykir rétt að víkja nokkrum orðum að því máli. Hinn 14. marz 1828 var Natan Ketilsson, bóndi og skottulæknir að Illugastöðum á Vatns- nesi í Húnavatnssýslu, myrtur á heimili sínu, fjármunum hans stolið, en húsið brennt. Við sama tækifæri var og myrtur gestur Natans, Pétur Jónsson að nafni, svonefndur Fjár- dráps-Pétur. Hafði Pétur þó ekkert til sakar unnið því fólki, sem stóð að morðinu, annað ®n sofa í sömu stofu og Natan Ketilsson. Það virðist ljóst, að um hafi verið að tefla laun- LIFSTÍÐ DAUÐASKOT FALL- ÖXI GASKLEFI HENG- RAF- KYRKING ING MAGNS- STÓLL Scx mismunandi aöferðir eru notaðar við framkvæmd dauðarefsingar. Hér sést, hvernig Evrópulöndin hagíi þyngstu refs- inguin. Gasklefinn og rafmagnsstóllinn eru einungis notaðir í Bandaríkjunum. ráð nokkurrra manna og kvenna um að ráða Natan af lífi. Frikrik nokkur Sigurðsson frá Katadal í Húnavatnssýslu framkvæmdi morðin. Hann var þá aðeins 17 ára að aldri. Honum til að- stoðar voru þær Agnes Magnúsdóitir og Sig- ríður Guðmundsdóttir. Um Natan Ketilsson og dauða hans hefur margt verið ritað, og er ekki staður hér ti! að rifja það upp. Hér verður einungis vikið að líflátsdómunum og framkvæmd þeirra. Morð þessi og illvirki komust fljótt upp og rannsókn málsins varð ekki mjög umfangs- mikil, þar sem staðreyndir málsins lágu svo að segja í upphafi ljóst fyrir. Björn Blöndal, ssýlumaður Húnvetninga, kvað upp lífláts- dóm yfir þeim Friðriki, Agnesi og Sigriði snemma sumars 1828. Sá dómur var stað- festur í Landyfirréttinum um haustið og í Hæstarétti Danmerkur hinn 25. júní 1829, en sá réttur var þá æðsta dómsþing í íslenzk- um málum. Dóminum yfir Sigríði Guðmundsdóttur var síðan breytt í lífstíðarfangelsi, en ákveð- ið var, að þau Friðrik og Agnes yrðu tekin af lífi. Til tals mun hafa komið að flytja þau til Danmerkur til aftöku. Tvennt mun þó hafa ráðið, að sú leið var ekki valin. Yfirvöldin voru minnug þess gífurlega kostn- aðar, sem af því leiddi að senda Bjarna Bjarnason, morðingjann frá Sjöundá, til af- töku í Noregi 24 árum áður. Hitt atriðið hefur þó sennilega mátt sín meira, en það laut að því sjónarmiði að láta aftökuna hafa sem allra mest varnaráhrif heima í héraði. Mikil skálmöld hafði ríkt í Húnavatnssýslu á síð- ustu áratugum. Natans-morðið var þriðja stórmálið þar í sýslu frá aldamótunum 1800, auk mikils fjölda smærri sakamála. Yfir- völdunum hraus hugur við þessu framferði sýslubúa og vildu gjarnan nota aftökurnar til að skjóta óaldarseggjum skelk í bringu, enda var öllum bændum í nærliggjandi hreppum gert að skilyrðislausri skyldu að horfa á aftökurnar, nema alveg sérstök for- föll hömluðu. Fram skal tekið, að í fleiri byggðarlögum var pottur brotinn í þessum efnum en í Húnavatnssýslu í byrjun 19. ald- ar, þótt sú sýsla hafi sennilega verið í fremstu röð. Niðurstaðan varð því sú, að aftökurnar færu fram heima í héraði hinna dæmdu. Þar sem hér var um að ræða fullnægingu á á- frýjanlegum dómi, fóru aftökurnar fram í fógetarétti. Er því fyrir hendi lýsing á framkvæmd dómsins í fógetabók Húnavatns- sýslu frá þessum tíma. Orkar ekki tvímælis, að frásögn fógetabókarinnar er bezta heim- ildin um atburð þennan, en ýmsar aðrar frá- sagnir hafa verið birtar, misjafnlega ábyggi- legar. Réttargerðin er skrifðuð á dönsku í kansellístíl, en birtist hér í íslenzkri þýðingu: ,,Ár 1830, hinn 12. janúar, var hinn reglu- legi dómari og fógeti Húnavatnssýslu, Blöndahl sýslumaður, ásamt undirrituðum tilkvöddum vottum, staddur á þar til áður ákveðnum aftökustað í svonefndu Þingi, á leiti nokkru í námunda við eyðijörðina Rann- hóla, og er þaðan víðsýni mikið í allar áttir. Á leiti þessu hefur áður, í stað aftökupalls, Framhald á bls. 44 VIKAN 28. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.