Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 23
HNAPPURINN. Framhald af bls. 40. hefur ekki tækifæri til þess að reyna að . . . valda okkur tjóni.“ Köld augu hennar hvíldu á mér, og litu síðan niður á haglabyss- una. „Það liggur við að maður sé ekki lengur óhultur um líf sitt í þessu húsi.“ „Byssan er ekki hlaðin," sagði ég. „Hér varð ekki slys á mönn- um, og kemur ekki til með að verða. Ég vil að þér yfirvegið brottför yðar betur, 'að minnsta kosti í einn dag eða svo.“ Hún virti mig ekki svars. „Segðu hundum þínum að hætta að gelta,“ sagði hún við Black- well. „Burke og ég ætlum að gifta okkur, og þú hefur engan rétt til þess að standa í vegi fyr- ir okkur.“ „Allt í lagi,“ sagði hann. „Þá þvæ ég hendur mínar af allri ábyrgð.“ „Það er einmitt eins og ég óska mér helzt.“ Hún strunzaði til bílsins, og sveiflaði töskunni eins og þungu vopni. Damis tók við henni, og setti hana í farangursgeymsluna. Isobel Blackwell hafði komið út úr húsinu meðan á samtalinu stóð, og gekk nú niður tröppurn- ar. Hún sagði við Harriet: „Ég vildi óska, að þú gerðir föður þínum ekki þetta.“ „Ég er ekki að gera honum neitt.“ „Honum finnst það.“ „Hann kemst yfir þetta. Hann hefur þó þig.“ Isobel yppti öxlum, rétt eins og varla gæti talizt mikill feng- ur í því, að hafa hana hjá sér. „Þú ert honum mikið rneira virði en ég.“ Harriet faðmaði eldri konuna að sér í stundargeðshræringu. „Þú hefur verið mér bezt — betri en mín eigin móðir.“ Isobel klappaði henni á bakið, og leit framhjá henni á Damis. Hann hafði fylgzt með þeim eins og áhorfandi að veðhlaupi, sem hefur veðjað aleigu sinni. „Ég vona, að þér hugsið vel um hana, herra Damis.“ „Ég reyni það. Við skulum koma, Harriet.“ Harriet losaði sig úr faðmlög- um stjúpu sinnar, og settist undir stýri á bílnum. Damis settist við hlið hennar. Ég lagði skrásetn- ingarnúmer bifreiðarinnar á minnið. Hvorugt þeirra leit til baka. Blackwell nálgaðist okkur, og göngulagið var óákveðið í möl- inni. Hann var siginn saman í herðunum, en andlit hans virtist hafa stækkað við þjáningasvip- inn. „Þú lézt þau sleppa í burtu,“ sagði hann, ávítandi. „Þú hefðir átt að elta þau.“ „Til hvers? Þér sögðuð þó sjálfur, að þér hreinsuðuð yður af allri ábyrgð.“ Kona hans tók fram í. „Ef til vill væri það þér fyrir beztu, að þú gerðir það, Mark. Þú getur ekki haldið áfram að láta svona, þú ert að verða hálf geðbilaður á þessu háttalagi. Það er eins gott fyrir þig að gera þér grein fyrir því.“ „Ég harðneita því að eitt eða annað sé að gera mig vitlausan," sagði hann. „Ég hef aldrei verið andlega heilbrigðari en einmitt nú. Ég hef andstyggð á öllum að- Bróttunum í þá átt, að ég sé að sturlast." Hann var farinn að brýna raustina. Hún lagði höndina blíð- lega á handlegg hans. „Það hefði margt verra getað komið fyrir Harriet en að giftast Burke Damis,“ sagði hún. „Til dæmis það að pipra. Beyndu nú að taka þessu með ró, Mark. Líttu á þetta raunsæisaugum.“ „Láttu mig í friði.“ Hann hrinti hönd hennar af sér, og skálmaði heim að húsinu. „Hvað á ég að gera við hann?“ „Gefið honum róandi töflur." „Mark hefur bókstaflega geng- ið fyrir róandi töflum alla síð- astliðna viku. Ef hann heldur svona áfram, er ég hrædd um, að hann falli alveg saman." „Ég ber nú meiri umhyggju fyrir öðrum en honum." „Meinið þér unga manninn — Damis?“ „Ég á við hvern þann, sem reitir hann til reiði.“ Hún snerti handlegg minn, lít- illega. „Þér haldið þó ekki, að Mark myndi raunverulega gera einhverri manneskju mein?“ „Þér þekkið hann betur en ég.“ „Ég hélt, að ég þekkti Mark mjög vel. En hann hefur breytzt mjög mikið síðastliðið ár.“ „Hefur nokkuð sérstakt komið fyrir hann, fyrir utan samdrátt Hariet og Damis?“ „Mark kvæntist mér síðastliðið haust,“ sagði hún, og brosti, dauf- lega. „Ég þóttist þess einhvernveg- inn fullviss, að þér hefðuð verið gift lengur en það.“ Ég sagði þetta sumpart af forvitni, og sumpart af meðaumkvun. „Er það svo? Ég var reyndar gift áður. Ég hef þekkt Harriet og Mark í mörg ár, alveg síðan Harriet var barn í vöggu. Sjáið þér til, maðurinn minn sálugi var mjög góður vinur Mark. Ron- ald var líka skyldur Blackwell fjölskyldunnni." „Þá vitið þér sennilega margt fleira, en þér hafið sagt mér,“ sagði ég. „Engin kona segir allt, sem hún veit.“ „Hvað varð um móður Harri- et?“ „Pauline skildi við Mark eftir stríðið. Hún býr með núverandi eiginmanni sínum í Ajijic í Mexico. Harriet var hjá henni, þegar þetta dundi yfir.“ Framhald í næsta blaði. NILFISK r "\ NILFISK bónvélar NILFISK ryksugur: Afburða verkfæri í sérflokki. v______________> ÚRVAL ANNARRA verndar gólfteppin — því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚP- HREINSAR jafnvel þykkustu gólf- teppi fullkomlega, þ. e. nær upp sandi, smásteinum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnaðinn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki tepp- unum, þar sem hún hvorki bankar né burstar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. Aðrir NILFISK kostir meðal annars: * Stillanlegt sogafl * Hljóður gangur # Tvöfalt fleiri (10) og betri sogstykki, áhaldahilla og hjólagrind með gúmmíhjólum fyl&ja, auk venjulegra fylgihluta * Bónkústur, hárþurrka, málning- arsprauta, fatabursti o. m. fl. fæst aukalega. * 100% hreinleg og auðveld tæm- ing, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hreinlegustu ryk- geyma, sem þekkjast í ryksugum, málmfötu eða pappírspoka. * Dæmalaus ending. NILFISK ryksugur hafa verið notaðar hér- lendis jafn lengi og rafmagnið, og eru flestar í notkun enn, þótt ótrúlegt sé. * Fullkomna varahluta- og við- gerðaþjónustu önnumst við. Ilagstætt verð. Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. HEIMILISTÆKJA: ATLAS kæliskápar og frystikistur — FREM þvottavélar, þeytivindur og strauvélar — BALLERUP lirærivélar — BAHCO eldhúsviftur — GRILLFIX grillofnar — ZASSENHAUS rafmagnskaffikvarnir, brauð- og áleggshnffar — FLAMINGO straujárn, úðarar og snúruhaldarar — Hraðsuðukatlar, vöflujárn, brauðristar, eldhúsvogir, straubretti o. fl. FÖMIX O. KORNERUP-HANSEN Sími 1-26-06 — Reykjavík — Suðurgötu 10. ----------------------Klippið hér--------------------- 1 I I Undirrit óskar nánari upplýsinga (mynd, verð, greiðsluskil- | I málar) ------------------------------------------ I Nafn og heimilisfang:----------------------------] VIKAN 28. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.