Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 44
FRAMHALDS-
SAGAN
2. HLUTI
EFTIR
ROSS
MACKDONALD
TEIKNING:
SNORRI SVEINN.
Þetta var fallegur líkami, hugs-
aði ég með sjálfum mér, ekki
líkami, sem átti skilið að pipra.
Ég hafði alvarlegar efasemdir
um, að þessi álitlegi líkami og
þessi álitlega fjárfúlga hæfðu
manni eins og Burke Damis. Svo
algjör einstefna hafði verið á
ástaratlotunum, sem ég hafði
verið sjónarvottur að skömmu
áður.
Það hljóp roði í kinnar henn-
ar. Hún snéri sér undan. „Af
hverju horfið þér svona á mig?“
„Ég er að reyna að skilja
yður.“
„Eyðið tíma yðar í eitthvað
annað. Ég er ósköp auðskilin og
einföld manneskja."
„Ef til vill eruð þér það. En
ég held ekki, að vinur yðar sé
það aftur á móti.“
„Snillingar eru aldrei auð-
skildir."
Ég mótmælti ekki. „Ungfrú
Blackwell, þér getið ef til vill
leyst eina litla gátu fyrir mig.
Ég tók eftir því, að í baðherberg-
inu er raksett merkt upphafsstöf-
unum B.C. Þessir upphafsstafir
geta ekki átt við Burke Damis,
ekki rétt?“
„Finnst yður það ekki merki-
legt?“
„Nei.“
En blóðið hafði runnið úr and-
liti hennar aftur, og nú var hún
föl. Ég hafði gengið of nærri
henni, og nú var ég búinn að
missa hana. Hún renndi sér nið-
ur af grindverkinu, sléttaði úr
ÁÐUR KOMIÐ: Archer leynilögreglumaður segir söguna. Tíl hans kemur frú Rockwell og segír
honum, að maður hennar hyggist með öllum ráðum koma í veg fyrir, að Harriet dóttir hans — stjúp-
dóttir hennar — giftist núverandi unnusta sínum, Burke Damis, Iistmálara, vegna þess, að hann sé
aðeins á höttunum eftir peningunum hennar, en hún á von á miklum arfi. Áður en hún kemst fylli-
lega að erindinu, kemur maður hennar, og hún fer.Rockwell ræður Archer til þess að komast fyrir
um fortíð og fyrirætlanir Damiss og lætur hann m. a. hafa lykla að sumarhúsi sínu, en í því dvelur
Damis um þessar mundir. Archer fer þangað, hittir bæði hjúin, og lízt betur á Damiss en ungfrúna,
sem er vægast sagt ófríð, en virðist hafa ofsafengna skapgerð föður síns. Hann gefur sig út fyrir
væntanlegan leigjanda að sumarhúsinu, en þegar Harriet heyrir nafn hans, hleypur hún á eftir
honum ...
pilsinu sínu, og gekk í áttina til
hússins. Ég horfði á eftir henni.
An efa var hún auðskilin og ein-
föld, eins og hún hafði sjálf sagt,
en ekki botnaði ég í henni.
Ég ók aftur upp á aðalveginn,
og lagði bílnum fyrir framan lít-
inn matsölustað við veginn, sem
auglýsti stórar rækjur. Konan
fyrir innan afgreiðsluborðið leit
út eins og hún hefði beðið þar
alla ævi, en ekki eftir mér.
„Viljið þér fá rækjurnar?“
„Ég ætla bara að fá kaffibolla,
þakka yður fyrir.“
Ég sat úti við glugga, sötraði
kaffið og horfði á malbikaða
brautina fyrir utan. Tveir eða
þrír bílar komu upp afleggjar-
ann frá strandhúsunum, en ekki
bólaði á Buicknum hennar Harri-
et. Ég fékk mér annan kaffibolla.
Röndóttur líkbíll beygði af að-
alveginum upp að matsölunni,
og önnur framlugtin var brotin.
Ut úr honum að framan og aftan
tróðust fjórir piltar og tvær
stúlkur, sem öll hefðu getað verið
samkynja. Hárið, sem var upp-
lýst af sól og sólarolíu, var svo
sítt á strákunum, og svo stutt
á stelpunum, að þar sást enginn
munur á. Þau voru íklædd bláum
íþróttapeysum utan yfir sund-
fötin. Andlit þeirra voru brún af
sólinni.
Þau settust öll í röð við af-
greiðsluborðið, og pöntuðu sitt
hvern bjórinn, sem þau drukku
með stórum samlokum búnum
til úr frönskum brauðhleifum
og alls kyns góðgæti, sem stúlk-
urnar tíndu upp úr bréfpoka.
Þau snæddu af einurð og ákafa.
Einstöku sinnum kvað einn pilt-
urinn, sem virtist hafa foryztu
fyrir þeim, upp úr á milli bita,
og gerði athugasemd um flæðar-
málið. Hann hefði getað verið að
tala um guðdómleikann sjálfan,
svo hátíðlega tók hann til orða.
Þau stóðu öll upp samtímis, og
gengu út í skipulagðri röð eins
og lierdeild, og marséruðu út í
líkbílinn.
„Flæðarmálsrottur,“ sagði kon-
an fyrir innan afgreiðsluborðið.
„Maður gæti nú haldið að þau
hefðu að minnsta kosti vit á að
bera virðingu fyrir dauðanum.
Að mála líkvagninn röndóttan,.
svei.“
Bíll Harriet kom í ljós, og'
Harriet var sjálf við stýrið. Vin-
ur hennar sat í sætinu við hlið
hennar. Hann var klæddur í grá
föt, og í fljótu bragði leit hann
alveg eins út og útstillingar-
brúða í herrafataverzlun. Þau
beygðu í suður, í áttina til Los
Angeles.
Ég elti þau eftir þjóðveginum
alveg niður að Sunset Boulevard,
en þar missti ég af þeim í um-
ferðarljósi. Ég átti von á að
Harriet væri á leiðinni heim, til
þess að heyja lokaorrustuna við
föður sinn, og ók því rakleiðis
til heimilisfangsins, sem Black-
well höfuðsmaður hafði gefið
mér upp.
Buick Harriet stóð á bogalaga
malarstígnum fyrir framan húsið.
Ég sá bera í hvíthært höfuð
föður hennar yfir þak bílsins.
Hávær rödd hans barst alla leið
út á götu. Ég gat greint orð og
orð á stangli, eins og mannleysa,
þjófur.
Þegar ég kom nær, sá ég, að
Blackwell hélt á tvíhleyptri
haglabyssu við hlið sér. Burke
Damis steig út úr bílnum og tal-
aði við hann. Ég heyrði ekki
hvað hann sagði, en allt í einu
bar hlaup haglabyssunnar við
brjóst hans.
„Ég sagði: „Leggið frá yður
byssuna, höfuðsmaður.“
Hann snéri sér til mín, og reiði-
krampar fóru um alla vöðva í
andliti hans. Byssan snérist með
hreyfingu hans. Ég afvopnaði
hann, og opnaði byssuna. Það
voru skothylki í báðum hlaupum,
Ég braut á mér nögl við að ná
þeim úr.
„Látið mig hafa haglabyssuna
mína aftur,“ sagði hann.
Ég rétti honum tóma byssuna.
„Það leysir engin vandamál að
skjóta menn. Lærðuð þér það
ekki í stríðinu?“
„Maðurinn móðgaði mig. Hann
viðhafði sóðalegt orðbragð og
svívirðilegar ásakanir.“
„Og þér ætlið að bæta úr þessu
með sóðalegum blaðafyrirsögn-
um og löngum sóðalegum réttar-
höldum í dómssölunum."
„Því sóðalegra, því betra,“
sagði Damis.
Ég snéri mér að honum: „Hald-
ið yður saman."
Augnaráð hans var stingandi,
og hvikaði ekki undan mínu. „Þú
getur ekki þaggað niður í mér,
Archer. Ekki hann heldur.“
„Það munaði nú minnstu að
hann gerði það, og heldur betur.“
Damis fór inn í bíl Harriet,
og skellti á eftir sér hurðinni.
Allar hans hreyfingar og fas
földu í sér einhverja ögrun, ein-
hvern leyndardóm.
Blackwell snéri til hússins, og
ég á eftir honum. Heimgangur-
inn að húsinu var skreyttur blóm-
um í stórum rauðviðarkerum, og
mér virtist eins og rauð blómin
væru sem blóð, er ég gekk á
eftir Blackwell inn eftir súlna-
göngunum.
„Þarna munaði litlu að þér
fremduð morð, höfuðsmaður."
Hann leit niður á byssuna í
hendi sér, eins og hann myndi
ekki hvernig hún hefði lent þar.
Andlit hans var slappt, og pokar
undir augunum. „Ég hafði fulla
ástæðu. Þetta mannkerti hellti
yfir mig ásökunum, sem ég gæti
ekki endurtekið við nokkurn
mann. Ég hef alltaf komið hreint
fram við alla, og þó sér í lagi
dóttur mína.“
„Ég efa það ekki. Ég er að
reyna að finna út, hvaða hugs-
anir fljúga um í kollinum á
Damis.“
„Hann er villuráfandi ungur
maður,“ sagði Blackwell. „Ég
held meira að segja að hann sé
hættulegur.“
Hann var þá ekki einn um
það, hugsaði ég.
Útidyrahurðinni var skellt aft-
ur, og Harriet birtist mitt í rauðu
blómahafinu. Hún hafði skipt um
föt, og var nú í dragt, með hatt
á höfði, og hékk úr honum lítil,
grá slæða, sem barst fyrir gol-
unni. Einhvern veginn hafði þessi
slæða leiðinleg áhrif á mig.
Kannski var það vegna litarins,
sem var mitt á milli brúðarslæðu
og ekkjuslæðu. Hún hélt á stórri,
blárri ferðatösku.
Faðir hennar kom til móts við
hana í tröppunum, og teygði sig
eftir töskunni. „Leyfðu mér að
hjálpa þér með þetta, vina mín.“
Hún sveiflaði töskunni frá
honum. „Þakka þér fyrir, en ég
get séð um þetta sjálf.“
„Er þetta allt, sem þú hefur
við mig að segja?“
„Þetta er útrætt mál. Við vit-
um alveg hvern hug þú berð til
okkar. Við Burke ætlum eitthvað
langt í burtu, þangað, sem þú
Framhald á bls. 23.
— VIKAN 28. tbl.