Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 50
Aldrei er Kodak litfilman nauðsynlegri en þegar teknar eru blómamyndir Y . KODACHROME II 15 DIN KODACHROME X 19 DIN EKTACHROME 16 DIN HANS PETERSEN H.F. Sími 2-03-13 Bankastræti 4. refsinganna. En hafa ber í huga, að allmörg önnur atriði koma til athugunar í sambandi við refs- ingar en varnaráhrifin. Og sé spurt að því, hvort dauðarefsing hafi ekki meiri varnaráhrif á stærstu afbrotin, t. d. morð, en refsivist, þá verður svarið tví- mælalaust neitandi. Það er mjög ósennilegt, að maður, sem hefur morð í huga, leggi það niður fyr- ir sér, hve ódýrt hann komi til með að sleppa frá afbrotinu, ef upp kemst, á sama hátt og kaup- sýslumaður metur vöruverð. Og hér talar reynslan sínu máli. í þeim löndum, þar sem dauðarefs- ing hefur verið afnumin, eru morð yfirleitt fátíðari, en annars staðar. Og jafnvel innan sömu ríkjasamsteypunnar, eins og í U.S.A., hefur reynslan verið á sama veg í hinum mismunandi fylkjum. Enda þótt réttarhöld fari fram í öllum menningarríkjum á hlut- lægan hátt og sakborningur eigi rétt á fyllsta réttaröryggi, þá ber að hafa í huga, að dómurinn er kveðinn upp af mannlegum mönnum. Það er mannlegt að skjátlast. Þetta á einnig við um dómendur. Dómsmorð eru hrylli- legustu atburðir mannkynssög- unnar. Þótt maður sé ranglega dæmdur til fangelsisvistar, eru ávailt möguleikar til að bæta úr því, en úr dómsmorði verður aldrei bætt. Þetta atriði eitt virðist mega sín mikil í þessum umræðum. Það á ekki að leyfast að teflt sé í tvísýnu með mannslíf í dóms- úrlausnum. Frægt er mál Banda- ríkjamannsins, Charles Bern- steins. Hann hafði verið dæmdur til dauða fyrir morð og aftaka hans var ákveðin. Svo langt var undirbúningi hennar komið, að búið var að spenna hinn dauða- dæmda í rafmagnsstólinn. En þá kom hraðskeyti frá ríkisstjóran- um þess efnis að hætta ætti við aftökuna. Dóminum var breytt í ævilangt fangelsi. Nokkru síðar kom í ljós, að Bernstein var saklaus af morði því, sem hann var dæmdur fyrir. Þau rök hafa stundum verið færð fram fyrir dauðarefsingum vegna morðs, að sá, sem einu sinni hefur framið morð, sé lík- legur til að endurtaka það af- brot. Ef ekki er um að ræða menn með morðæði, sýna sakamála- skýrslur, að þessi rök eru ekki fyrir hendi. Morð eiga sínar or- sakir eins og aðrir atburðir. Hinn ólánssami morðingi er kominn i eins konar sjálfheldu af þjóðfé- lagslegum, sálrænum eða per- sónulegum orsökum. 111 örlög og óhugnanlegar kringumstæður neyða hann til ódæðisverksins. Þótt þessi maður fái einhvern tíma síðar tækifæri til um frjálst höfuð að strjúka, er sem betur fer ósennilegt, að hann komizt aftur í hina skuggalegu aðstöðu, sem hann hafði áður lent í. Sakamálaskýrslur sýna, að þess- um mönnum er yfirleitt ekki hætt við ítrekun afbrotsins. Hér kemur einnig til greina viðhorfið: Brennt barn forðast eldinn. Mannlífið og hið mannlega sálarlíf og hugarfar er slungið mörgum þáttum. Þetta á einnig við um afbrotamenn. Stutt saga lýsir viðbrögðum afbrotamanns á sérstæðan hátt. í Berlín var eitt sinn framið morð á hinn hryllilegasta hátt. Hinn myrti var einbúi í einbýlis- húsi. Eftir morðið veitti morðing- inn því athygli, að nokkrir kan- arífuglar voru í búri í íbúð hins myrta manns. Morðingjanum kom þá til hugar sá möguleiki, að morðið yrði ekki uppgötvað fyrr en alllöngu síðar, en þá myndu fuglarnir verða hungur- morða. Með allmikilli tímatöf og fyrirhöfn leitaði hann að fugla- fóðri og yfirgaf ekki íbúðina, fyrr en hann hafði gengið þannig frá málum, að fuglarnir hefðu nægilegt fóður og vatn. Var morðingjanum þó brýn nauðsyn að komast sem allra fyrst af morðstaðnum og forða sjálfum sér. Menn myndu að óreyndu ætla, að maður, sem af ráðnum huga sviptir samborgara sinn lífi, hefði glatað allri samúðarkennd með ósjálfbjarga dýrum og myndi láta þá hugsun lönd og leið, hvort nokkrir smáfuglar yrðu hungurmorða. Svo var þó ekki í þessu tilfelli. Segja má því, að engum sé alls varnað. Læknar segja stundum: Það er ávallt von um bata, meðan lífs- neistinn er fyrir hendi. Nútíma afbrotasérfræðingar geta á svipaðan hátt sagt: Meðan maðurinn er á lífi, er ávallt von um að betrumbæta hann. Meðal annars af þessum sökum er dauðarefsing óskynsamleg og í rauninni óréttlætanleg. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að dauðarefsingar til- heyri fortíðinni. J. P. E. Sport fyrir karlmenni. Framhald af bls. 15. munandi og algerlega ómeltan- lega hluti. f því safni gat að líta tvær flöskur, skaftbrotna kastarholu úr alúmíni, smíðahornmát, vindlahylki úr plasti, brúsa með áskrúfuðu loki, hálffullan af nöglum, tveggja rafhlöðu vasa- ljós, nokkra metra af digurri næ- lonlínu, regnkápu úr gúmmí og slitinn tennisskó. Stærsti og að öllum líkindum ótrúlegasti safn- gripurinn var þó tveggja feta breið tjörupappírsrúlla, og reynd- ust um tuttugu og sjö fet af þess- um þunga og þykka pappír enn vafin um hólkinn. Hvað kemur til að hákarlinn gleypir hluti eins og regnfrakka, dósir og ílöskur og annað þess háttar? Hann virðist hafa kom- izt að raun um það, þegar hann veitir skipum eftirför, að yfirleitt er það eitthvað matarkyns, sem varpað er fyrir borð, og flýtir sér því að verða keppinautum sínum fyrri til að gleypa það. Reynist svo gömul málningar- dolla, slitið stígvél, eða tóm flaska hafa verið meðal matarúrgangs- ins, er í rauninni ekki neinn skaði skeður. Þegar honum þykir nægi- lega mikio af slíku dóti hafa safn- azt fyrir í maga sínum, gerir hann sér lítið fyrir og ælir því, og verður þá hálfu gráðugri á eftir. Hákarlinn hefur löngum verið talinn mjög nærsýnn, og ekki er neinn vafi á því, að hann þolir ekki neinn samanburð við mann- inn —■ þaðan af síður örninn — hvað sjónskerpu snertir. Vísindalegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að í rauninni sér hann ekki betur frá sér en maður sér, ef hann syndir í kafi með opin augun í sjó eða vatni. Eins er það, að bæði maður og hákarl sjá mun betur frá sér ef vatnið er tært og birtan góð, en í grugg- ugu vatni eða við lélega birtu. Talið er að froskmaður með góð hlífðargleraugu sjái allt að því tíu sinnum betur en hákarlinn. Það má teljast víst, að margur maðurinn hafi fengið að kenna á þessari sjóndepru hákarlsins, þeg- ar svo bar undir. Hákarlinn fer fyrst og fremst eftir þefskynjun sinni. Þegar ein- hverjum matarúrgangi er varpað fyrir borð, finnur hann óðara þef- inn af honum og syndir þangað. Þegar hann ber þar að, notar hann sjónina nær eing'öngu til að greina þá hluti, sem gætu verið matarkyns, og þar sem honum er það eðlislæg hneigð að gleypa í skyndi allt, sem að kjafti kem- ur, til þess að verða öðrum há- körlum fyrri til, er hann ekkert að tefja sig á að vinza úr. Ef svo vildi til að maður væri á sundi einhvers staðar nálægt, teldi há- karlinn hann líka bráð sína. Einu sinni þegar ég var á fiski- veiðum ásamt kunningja mínum skammt undan Cúbuströndum, veiddi ég sjóaborra, svo tröll- stórann, að hann hlýtur að hafa vegið meira en tvö hundruð kíló. Vegna þess hve báturinn var lítill, sáum við okkur ekki fært að innbyrða fiskinn, en þræddum kaðal þess í stað upp í kjaft hon- um og út gegnum tálknaopin, — VIKAN 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.