Vikan


Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 11.07.1963, Blaðsíða 10
ÞA ÆRÐUST GK. LÝSIR KNATTSPYRNULAN Það var útilokaS að maðurinn gæti hlaupið, hversu mikið, sem hann reyndi, því hann var svo þungur á sér.Ekki svo að skilja að hann væri svo feitlaginn, þvi það var öðru nær. Þetta var maður á bezta aldri, iþróttamannalega vax- inn, grannur og spengilegur, létti- iega klæddur, norrnæn á svip og ljóst hárið flaxaðist í aliar áttir, er hann reyndi eftir beztu getu að flýta sér á eftir almenningsvagnin- um, sem ók hægt eftir einni breið- götu Lundúnaborgar. Ástæðan fyrir þyngsium mannsins var augljós öllum, sem á horfðu. Hann var með fangið yfirfullt af bjórdósum svo hann átti erfitt með að hreyfa hendurnar, og ekki nóg með það, heldur voru allir hans vas- ar úttroðnir af sömu vöru. Báðir buxnavasarnir, jakkavasarnir beggja vegna og fráhnepptur jakkinn var einnig að innan eins og forðabúr í bruggverksmiðju. Hann reyndi að hrópa og kalla á þá, sem í bflnum voru, og loks tókst honum að vekja á sér eftirtekt, jivi einhver vinkaði til hans út um afturgiuggann. Bif- reiðin gat ekki stanzað þarna á miðri g'tunni, varð að fara yfir gatnamót á grænu ljósi, en hand- an við þau stöðvaðist liún upp við gangstéttarbrún og beið. Tvedr ungir og hraustir menn snöruðust út úr vagninum og hlupu til móts við forðabúrið, losuðu iiann við dá- Sítið magn af flutningnum og hlupu síðan með honum aftur til bifreið- arinnar, en farþegarnir lustu allir sem einn upp mikiu fagnaðarópi, — og það leikur á því sterkur grun- ur, að það liafi fyrst og fremst ver- ið vegna þeirra hluta, sem menn- irnir héldu á . . . Að vísu voru flestir farþegarnir vel birgir af svipuðum miði, en það er aldrei að vita -—■ það er aldeilis ótrúlegt hvað gengur fljótt á þess konar birgðir ... Ég sat sjálfur í vagninum og horfði með velþóknun á innrásina, Mér þótti þetta hraustlega af sér vikið, og bera vott um mikla fram- sýni og fyrirhyggju. Við sátum sam- an tveir kunningjar og höfðum lát- ið okkur nægja að hafa með okkur sex stórar (dobbelsize) bjórdósir og axlafullan whiskypela. Ég sá strax að við höfðum tapað tempói samanborið við aðra leikmenn þarna í vagninum, og bölvaði fyr- irhyggjuleysi okkar í hljóði. En við því var ekkert að gera héðan af, enda var varla við góðu að búast af okkur, því þetta var í fyrsta sinn, sem við fórum til tð horfa á lands- leik í knttspyrnu í því fræga landi fótiioltasparkaranna — Englandi. „Mikill skelfingar græningi get- urðu verið, hugsaði ég með mér „að reikna það ekki út fyrirfram, að það er fleira en leikmenn og leðurtuðra, sem maður getur skeinmt sér við á slíkum öndvegisstað.“ Og með þá hugsun efsta í koll- inum, tók ég upplakarann upp úr vasanum og setti skemmtunina. Það var klukkutíma akstur út að Wembley, þar sem leikurinn átti að fara fram, og við notuðum tím- ann á méðan til að rabba um leik- mennina, sem við áttum eftir að sjá, bæði þá ensku og brasilísku, en landsleikurinn var milli Brasilíu og Englands. Ég get svo sem alveg eins sagt frá þvi strax, að ég hef aðeins einu sinni horft á knattspyrnuleik, áður, og það var milli IÍR og Vals — 3. flokks — árið 1932 ef ég man rétt. Ástæðan fyrir því að ég horfði á þennan leik var sú, að ég gat skriðið inn um gat á girðingunni á íþróttavellinum, og auðvitað varð ég að nota mér það, að fá eitthvað fyrir ekkert. Ég ikomst þá á þá skoðun, að það væri í rauninni ósköp lítilfjörlegt fyrir svona marga fullorðna menn að vera að rífast um svona ómerkilegan bolta, og ég hét því að þegar ég væri orðinn stór og ríkur, þá skyldi ég kaupa nógu marga bolta til að gefa þeim öllum saman, svo þeir þyrftu ekki lengur að rífast um þennan eina. Síðan er ég orðinn stór, en ekki ríkur ennþá, svo að ekkert hefur orðið úr efndum. En eins og óg sagði áðan: Það cr fleira hægt að gera á slfkum kappleik en horfa á fótbolta. Bjór- inn rann Ijúflega niður og inn á Það cr tlcira cn leikmenn og lcðurtuðra, sem menn skemmta sér við á Wenbley ... JQ — VXKAN 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.