Vikan


Vikan - 08.08.1963, Síða 10

Vikan - 08.08.1963, Síða 10
Karlmaðurinn er konunni til margra hluta nytsamlegur. Hún getur hagnýtt hann til ásta, sem fyrirvinnu og sem félaga. Sé hún ein af þeim, sem gæddar eru eðli og eigin- leikum klifurjurtanna, verður karlmaðurinn trjábolurinn, sem hún vefur sig utan um. Svo virðast þær konur einnig fyrirfinnast, sem komizt hafa að raun um að gott sé að hafa strákinn með í förina, til að kenna honum um klækina; láta alla sök bitna á honum, jafnvel morð. Nancy Colmer var ein af þeirri gerðinni. Raunar vissi ég það ekki í fyrstu, að hún héti Nancy. Hún kallaði sig Marjorie þá. Þarna var um leiftursókn að ræða. Vitanlega hélt ég að það væri ég, sem ætti frumkvæðið að þeirri leiftursókn og minn yrði sigurinn. En þannig var það alls ekki. Það var Marjorie, sem hugsaði, skipulagði og hóf þá leiftursókn, en ekki ég. Hún sat við skenkiborðið og svipur hennar bar því ljóst vitni að henni leiddist og að hún var ákaflega einmana. Þegar hún varð þess vör að ég horfði á hana, leit hún undan í skyndi, rétt eins og hún minnkaðist sín fyrir það að afhjúpa sig þannig fyrir mér, bláókunnugum manninum. Og þá var ég ekki seinn á mér, það verð ég að segja. Ekki svo að skilja, að ég sé alltaf snar í snúningum þegar um þessháttar er að ræða. En giidran var svo girnilega egnd í þetta skiptið, að ég stóðst ekki mátið. Marjorie var lítil vexti; það er að segja ekki áberandi smávaxin, heldur aðeins kvenlega finleg og nett og öldungis við mitt hæfi, þar eð ég er ekki neinn risi sjálfur. Hún var hvergi feit og hárgreiðslan gerði hana unglingslega ásýnd- um. Hún var lokkaljós, augun blágræn, hörundið ferskt og mjúkt og skipti vel litum, nefið lítið og örlítið uppbrett. Auðvitað hefði ég strax átt að veita því athygli og Þykja það grunsamlegt hve hún grannskoðaði mig, en það at- hugaði ég ekki fyrr en seinna — og um seinan. Rétt eins og ég væri nýlentur geimfari, eða jafnvel Marzbúi. — Þetta er nú meiri úrhellisrigningin, sagði ég. Og svo ræddum við um veðráttuna nokkra stund. Rign- ingin gerði hana alltaf dapra í bragði. Ég stakk upp á því að við yrðum samferða á einhvern skemmtilegri stað. Hún lét fyrst sem það kæmi ekki til mála, eða hæfilega lengi til þess að mér mætti skiljast að hún væri ekki af þeirri gerðinni, en að því búnu lét hún undan. Kannski kynni ég einhver ráð til að hressa upp á skapsmuni hennar, sagði hún. Það hef ég áreiðanlega gert. Ég var einmitt sá fákæni og trúgjarni einfeldningur, sem hún þurfti með og var að leita að. Það var lóðið. Þegar við vorum setzt inn í bílinn og ókum af stað, at- hugaði hún hann af sömu gaumgæfni og hún hafði áður athugað mig, en það vakti ekki heldur neinn grun með mér fyrr en allt var um seinan. Að sjálfsögðu vildi hún vera viss um að hún gæti sjálf ekið þessari fimm ára gömlu kerru minni. Loks höfnuðum við á stað, þar sem almenn gleði og glaumur var ríkjandi við barinn, og þar lét hún mig annast samræðurnar; narraði mig til að segja sér alla ævisögu mína. Það var reyndar engin saga, ég var ekki á neinn hátt merkileg eða sérkennileg persóna, hafði ekkert embætti á hendi, hvergi nein áhrif og átti fáa vini. Ég var ekki einu sinni í slagtogi við neinn þorparahóp eða neina klíku. Og ég hafði mjög takmörkuð peningaráð. Þegar tími var til þess kominn að ég æki henni heim, sagði hún nei við því. Hún starfaði við landsímann, átti að mæta til vinnu klukkan tólf á miðnætti. Því er ekki að leyna að ég varð fyrir vonbrigðum, þegar við ókum þangað og ég horfði á eftir henni inn á símstöðina. Seinna kom það svo vitanlega á daginn, að þar starfaði engin stúlka, sem hét Marjorie. Ekki heldur nein, sem hét Nancy Colmer. Okkur kom þó saman um það áður en við kvöddumst, að við skyldum hittast aftur kvöldið eftir. Nei, sagði hún, ég mátti ekki sækja hana heim; faðir hennar var svo úr- illur og erfiður við að fást. Það væri heppilegast að við mæltum okkur mót þar, sem við hittumst fyrst. TEIKNING: ARNOLD. ÉG ÞYKIST EKKI YERA AUÐBLEKKTARI EN KARLMENN SVONA YFIRLEITT, ÞÓ ALDREI NEMA UNG_______ HEILLANDI STÚLKA EGNI SNÖRU SÍNA. ÞARNA VAR ÞÓ EKKI UM ÞÁ HÆTTU AÐ RÆDA AÐ GLATA FRELSI SÍNU í HJÓNABANDI — HELDUR GLATA LÍFI SÍNU í RAFMAGNSSTÓL. jQ — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.