Vikan


Vikan - 08.08.1963, Page 26

Vikan - 08.08.1963, Page 26
HVAÐ ER VERST OG HVAÐ ER BEZT? Röðli í marz 1955. Svo var það Þórdís, fulltrúi íslenzku kven- þjóðarinnar, sem varð þess vald- andi, að hann fór aldrei til lands sins aftur, heldur gerðist Islendingur á íslenzka vísu. í Englandi var hann atvinnu- hljóðfæraleikari, ferðaðist með sinni hljómsveit, þegar hann ekki spilaði í London, — þar í Churchill Club. Hérna á ís- landi hefur hann spilað með hljómsveitum á flestum skemmtihúsum borgarinnar. Hann leikur núna með Jóni Múller. Domald þekkir því vel til skemmtistaðanna: — Þeir eru skemmtilegir, þjónustan góð. Og gott þykir mér að þurfa ekki að greiða drykkjupeninga lengur, þegar ég fer út að skemmta mér! Áfengi finnst mér notað mikið hér á íslandi, -— þar sem ég þekki til. Það er margt líkt með íslandi og Englandi, íslendingum og Englum. Loftslagið er líkt og í Yorkshire. íslendingar eru kurt- eisir, en þó ekki eins formfast- ir og Englendingar. Þeir hafa ekki jafn marga siði, þeir eru ekki eins hefðbundnir í háttum og framkomu og landar minir. Þeir eru frjálslegri. íslenzka er fallegt mál, en erfið er hún. Og svo við tölum um kvenfólkið, þá finnst mér það fallegt, vel ldætt, og snyrti- legt yfirleitt. íslendingar eru vinnusamir. I.angt fram á nótt vinna margir við að koma sér upp húsum, eða við önnur áhugamál sin. Jú, ísland er gott land. Og ég sé ekki eftir þvi, að hafa setzt hér að. Að vísu langar mig út í heimsókn til ættingja í heima- héraðinu mínu, en það breytir engu. ísland er alltaf ísland! SIV GUÐJÓNSSON Hún er frá Svíþjóð, þar sem vel- megun er hvað mest á Norður- löndum. Og henni hrá heldur en ekki í brún, þegar hún kom til íslands árið 1957: Hérna var allt í örum uppgangi, og íslend- ingar voru komnir mun lengra en hún liafði gert sér í hugar- lund. Hún trúði ekki orðum manns síns, Karls Guðjónsson- ar, fyrr en hún sá landið með eigin augum. Nú segir hún, að almenningur í Sviþjóð hafi mjög takmarkaða hugmynd um, hvernig lifið á íslandi sé i raun og veru. íslendingar halda marg- ir, að Svíar séu seinir til kunn- ingsskapar og ekki mannhlendn- ir. Sív Guðjónsson segir þetta hina mestu rangfærslu. íslend- ingar sén jafnvcl ómannblendn- ari en Svíar. Sív segir, að Dan- ir hafi kennt íslendingum þessa lexiu um Svía, en eins og kunn- ugt er, er lítill vinskapur milli Svía og Dana. Svo var annað, sem vakti undrun hennar á íslandi, og það var hve fólkið vinnur lengi. — f Svíþjóð þekkist ekki að menn vinni eftir- og nætur- vinnu langt fram á kvöld. Svíar eru mun meira hcima á heim- ilunum en íslendingar. Fólk í Svíþjóð leggur ekki eins mikla áherzlu á að cignast íbúðirnar sjálft og íslendingar. Miklu fleiri þar eru í leiguliúsnæði. Nú, ef fólk vill endilega reisa sér eigið hús, þá stendur ekki á lán- unum. Fólk getur farið og feng- ið fullt lán umbúðalaust, lán, sem ekki burfa að greiðast fyrr en að 40—99 árum liðnum. — Hvað finnst þér um íslenzk börn? Sív verður vandræðaleg. — Þetta er erfið spurning. Heima eru ákveðnar reglur, og siðir, sem börn verða skilyrðis- laust að læra. Þessu virðist ekki svo háttað hér á íslandi. Börn kunna ekki að heilsa og mörg ekki að Jiakka fyrir sig. Þegar maður býður góðan daginn i síma, segja mörg ungmenni: Já!!! Sæl og blessuð. -— Já! Það er erfitt fyrir ungt fólk, að hyrja að nota liessa siði i veizlu einn góðan veðurdag, —- og hafa aldrei æft sig áður. Aftur á móti eru íslenzk börn frjálslegri en þau sænsku. — Hvernig er að verzla á fs- landi? — Að mörgu leyti ágætt. Ég kæmist sennilega ekki af með það sama i matarpeninga i Sví- þjóð og ég geri hér. En það er ódýrara að kaupa vefnaðarvöru og fatnað i Sviþjóð. Mér þótti sérlega ánægjulegt, fyrst eftir ég kom til íslands og var að ganga í búðir, hve afgreiðslu- fólkið lagði sig allt fram til að skilja mig. Það hljóp meira að segja stundum út í næstu húðir að ná í menn, sem skildu mig bctur. Það Jiótti mér sérstak- lega almennilegt. Hins vegar finnst mér verzlunarfólk upp til hópa á íslandi vera of fákunn- andi um vöruna, sem það selur. Það veit nafnið á vörunni, en litið meira. Það veit að þetta er gerviefni og síðan ekki sög- una meir. — Hvernig kanntu við is- lenzka matinn? — Ágætlega. En ég sakna lirökkbrauðsins hérna á ís- landi. Hrökkbrauðsins, sem ein- göngu er úr rúg. Nú er Siv Guðjónsson úti i Svíþjóð og verður fram á haust með hörn þeirra hjóna. Karl fer svo út í haust og sækir fjöl- skylduna. Sív er ekkert frekar að hugsa um að gerast íslenzkur ríkisborgari, þrátt fyrir það, að luin ætlar að eiga hér heimili alla ævi: Ég græði ekkert á þvi nema kosningaréttinn. Og satt að segja, — mig langar ekkert til Jiess að kjósa! MIKAEL FRANSSON í byltingunni í Ungverjalandi árið 1956 börðust Ungverjar fyrir frelsi í stað kúgunar. En vígvélar valdsins i austri urðu þeim yfirsterkari. Von hins vinnandi manns um frelsi og betri kjör var kramin undir beltum skriðdrekanna. Þúsund- ir Ungverja voru drepnir. Þús- undir gripu til þess ráðs að flýja land, ástvini og allt það kærasta, sem maðurinn getur verið hundinn. Allt fyrir frelsið. Þúsundir Jieirra höfðust við í flóttamannabúðum mánuðum saman, meðan Flóttamannahjálp S. Þ., og fleiri velviljaðir aðilar fundu þeim stað á jörðinni til að lifa og hafast við á. Nokkur þessara karla og kvenna komu liingað til íslands. Flest þeirra hafa fest hér rætur og nokkrir eru þegar ís- lenzkir ríkisborgarar. Miklos Tölgyes er einn af Jiessu fólki. Nú heitir liann Mik- ael Fransson og á heima að Njálsgötu 87 í Reykjavík. Mik- ael er kvæntur ljóshærðri ísl. konu, Kristbjörgu Birgis. Þau eiga eina 19 mánaða dóttur, sem lieitir Hulda Maria Mikaels- dóttir. Mikael vinnur sem útstillinga- maður í SÍS í Austurstræti. Það var einmitt þess vegna, sem drykkjumennsku (menningu?) íslendinga bar helzt á góma þegar við ræddum við hann um okkar þjóð. Ekki vegna Jiess að Sambandsmenn séu svo mikl- ir drykkjurútar, heldur vegna Jiess, að SÍS stendur við Austur- stræti, þar sem oft má sjá á morgnum merki um heldur hrottalegan gleðskap. Þetta lízt Mikael illa á, þegar hann fer til vinnu sinnar snemma á niorgnana. Honum ofbýður það. Ilann gat vart orða hund- izt um álit sitt á svona vín- menningu. — íslendingar kunna ekki að drekka. Þeir drekka allt of mikið i einu, verða dauða- drukknir, ef þeir smakka vín. 26 — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.