Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 37
EVAN WILIAMS LAGNINGARVÖKVI SEM JAFNFRAMT ER HÁRNÆRING CONDÍTIONER. STERLING H.F. Sími 13649. velta sér upp úr blóði hans eða svo gott sem. — Þetta verður ekki sannað, svaraði verjandinn. Annan daginn, sem réttarhöld- in stóðu yfir, datt mér nokkuð í hug. Hvernig mundi ég haga mér, væri ég Marjorie? Mundi ég þá ekki vera viðstaddur rétt- arhöldin, til að sannfærast um að allt gengi samkvæmt áætlun? Um leið gerði ég mér það ljóst, að Marjorie bar það mikið traust til dularbúnings, að hún' mundi ekki koma í réttarsalinn öðru- vísi en í einhvers konar gervi. Areiðanlega ekki með hörgult hár ... Ég tók að svipast um í réttar- salnum. Svo lítið bar á, auðvit- að. Ég sat þannig að ég sá vel yfir salinn. Og viti menn — ég kom þar auga á stúlku eina með- al úheyrenda, sem vel gat verið Marjorie, nema hvað hún var svarthærð og bar stór horn- spangargleraugu. Hún sat á aft- asta bekk, og eflaust mundi Marjorie einmitt hafa valið sér þar sæti. Ég hripaði nokkur orð á papp- írsmiða, sem ég sendi yfir til Bentz lögreglufulltrúa, sem þarna var mættur sem vitni. „Marjorie situr til vinstri á aft- asta bekk, búin eins konar gervi svart hár, hornspangargler- augu, bláklædd og með bláan hatt. Bentz kom til mín þegar hlé var gert á réttarhaldinu. — Er- uð þér viss um þetta? spurði hann. - Öldungis viss, svaraði ég. Þið verðið að taka hana fasta. — Vissara að fara að öllu hægt og rólega, varð Bentz að orði. Við höfum einungis á yðar orðum að byggja. Nei, ég hef betn hugmynd. Við látum sem við höfum alls ekki veitt henni athy.CTli. Síðan látum við veita henni eftirför, reynum að kom- ar,t að raun um hver hún er og hvort að hún hafi þekkt Sperry. Hún heitir ekki Marjorie, sagði Bentz lögreglufulltrúi þegar hann heimsótti mig í klef- ann þá um kvöldið. Hún heitir Nency Colmer. Og hún þarf ekki að ganga með þessi gler- augu. Að minnsta kosti tók hún þau af sér, strax þegar hún var komin út úr réttarsalnum. Sennilega kemur hún aftur á morgun, og þá nota ég tækifærið til að láta athuga íbúðina hennar. Hann hafði lög að mæla ■— daginn eftir sat hún aftur á með- al áheyrenda á aftasta bekk. Bentz kom til min í bádegis- verðarhléinu. Þeir náðu fingraförum hennar í íbúðinni, sagði hann, annars fundu þeir þar ekki neitt merkilegt. Engar ljósmyndir, engin bréf •— ekkert, sem bent gat til að hún hafi þekkt Sperry. ■ - En þið hljótið samt sem áð- ur að hafa ástæðu til að taka hana fasta og yfirheyra hana? varð mér að orði. Hann hristi höfuðið þrjózku- lega. — Ég geri ráð fyrir að það reyndist verr af stað farið en heimá setið. Hún er ekki þannig gerð að hún svari, þó að hún sé spurð. Að einu leyti stöndum við þó betur að vígi en hún — hún hefur ekki hugmynd um að við fylgjumst nákvæmlega með öllu hennar athæfi. Réttarhöldin gengu sinn gang. MacGahn stóð sig eins og hetja, og það leyndi sér ekki að hann hafði kviðdómendurna algerlega á sinu valdi. Loks náði hann há- marki snilli sinnar — þegar hann spurði mig í þaula og hrakti alla sögu mina, lið fyrir lið. Til að rcka svo endahnútinn á allt sam- an, lét hann enn einu sinni bera inn fötin mín. Hann hélt hátt blóðblettaðri skyrtunni og bux- unum, og bað kviðdómendurna að leggja sér þessi sönnunargögn vel á minni. — Þetta er skyrtan yðar, er ekki svo? spurði hann og sneri sér að mér. — Jú, það er skyrtan mín. — Og það eru blóðblettir á henni, eða hvað sýnist yður? spurði hann enn. — Ég hef áður skýrt frá hvernig á þeim muni standa. Því næst tók hann beltið og spennti það um mitti mér. — Og þetta er beltið yðar, eða hvað? — Já. — Hvernig vitið þér það? Nú gerðist það, að ég reiddist. Þetta er fyrirtaks belti, svar- aði ég. Ég keypti það fyrir fimm dali á sínum tíma, og hef gengið með það síðan ég var í gagn- fræðaskóla. Þér getið sjálfur séð að það er talsvert notað. Og hvað ætti mér að hafa gengið til þess að fara að ata það blóði að óþörfu? Mér varð sjálfum allt í einu orðfall, því að nú datt mér nokk- uð í hug. Það var einna líkast opinberun. Ég tók af mér beltið og hristi það framan í saksckn- arann. — Og nú skal ég sýna yður dá- lítið, sagði ég stundarhátt um leið og ég snakaði mér úr jakk- anum, reis úr sæti mínu og girti mig enn beltinu mínu góða. Sjáið nú þetta — þornið í spennunni gengur í gegnum þetta slitna gat, og það sannar að ég á beltið. Setjum nú sem svo, að ég taki upp á því að ata mig allan blóði. Þú ætti beltið að vera blóðugt alls staðar nema undir spenn- unni, eða hvað? Þar ætti ekki að sjést neitt blóð. Ég tók beltið enn af mér. En athugið þetta nú betur, herra saksóknari. Það er blóð á beltinu, þarna undir spennunni. Og athugið það um leið, að sé beltið haft um það bil tíu sentimetrum þrengra, fellur spennan yfir blett, sem ekkert blóo sést á. Sá, sem girtur var beltinu, þegar það var blóði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.