Vikan


Vikan - 08.08.1963, Side 50

Vikan - 08.08.1963, Side 50
METORÐASEGGIR. Framhald af bls. 9. son. Annaðhvort keypti hann þessi málverk fyrir ca 60 þús- und stykkið á uppboðum eða „Asgrímur gaf mér þetta áður en hann dó“. Svo hefur metorðaseggurinn gjarna bar ■— sem Sveinn Kjarval hefur teiknað. Eitt það allra þýðingarmesta fyrir hvern metorðasegg, er að umgangast rétt fólk. Fínt fólk. Fólk í áhrifastöðum. Metorða- seggurinn sækir boð hjá réttu fólki og hann býður réttu fólki heim til sín. Allt skal þjóna sama tilgangi, hárnákvæmt og hnitmiðað. Boðsgestir verða að vera úr „fínum“ fyrirtækjum. Framámenn í tryggingaféiög- um þykja gjaldgengir, sömuleið- is forstöðumenn skipafélaga og gamalgróinna heildsölufyrir- tækja, og flugfélaganna. Banka- stjórar eru góðir af prakt- iskum ástæðum og það get- ur jafnvel verið praktiskt að hafa þá næstu og þarnæstu með úr bönkunum. Og til þess að „impónera" gestina, bjóða met- orðaseggirnir gjarna listamönn- um og stj órnmálamönnum með. Ekki vegna þess að það séu í sjálfu sér „fínir“ menn. En það ku þykja „fínt“ að þekkja þá. Aftur á móti sækist metorða seggurinn ekki eftir kunnings- skap við útgerðarmenn, fisksala, eigendur þvottahúsa, bílasala og ýmsar tegundir smákaupmanna. Hvað þá hina, sem lægra eru í stiganum. Einn ungur maður og áhuga- samur á þessu sviði, hefur sagt okkur frá nýju keppikefli met- orðaseggja: Það er að láta kon- una standa í 60 þúsundum í Þjóðleikhúskjallaranum. Þá er ekki reiknað með loðskinnum eða skartgripum. „Þeir hafa leik- ið sér að þessu sumir,“ sagði hann okkur, þessi ungi maður. Sumir hrista höfuðin yfir þessu, sumum finnst það viðbjóð- ur og öðrum finnst bara, að þess- ir menn séu dálítið skrýtnir og talsvert broslegir. Allt um það er þetta víst fylgifiskur þróaðra þjóðfélaga — þar sem menn hafa frelsi til að ákveða sjálfir, hvern- ig þeir lifa. ★ Hvers vegna daðra giftar konur? Framhald af bls. 20. enga aðra leið til frelsisins en daðrið. Daður giftra kvenna er merki um það, að þær byggja sjálfs- traust sitt á því, hve mikil áhrif þær geta haft á karlmenn. Það má segja, að sé eðlilegt hjá ungri stúlku, en það er barnalegt hjá giftri konu. Það er rétt, að giftar konur eiga á hættu að verða einangr- aðar við heimilisstörfin. En leið- in til að forðast það er ekki dað- ur, heldur samvinna við eigin- manninn. Hún á ekki að vera afskiptalaus um starf mannsins, heldur á hún að þroska sig til að verða stoð hans og stytta. Það getur orðið erfið leið, en hún liggur að takmarkinu, sem daðr- ið gerir ekki! í raun og sann- leika tekur maðurinn fullþroska konu með heilsteypta skápgerð fram yfir tízkubrúðu, sem ekki hugsar um annað en útlitið. Giftar konur daðra, vegna þess að þær þekkja enga aðra leið til þess að endurvekja sjálfstraust sitt. Um leið og þær gera sér þetta ljóst, fellur daðrið burt af sjálfu sér. ★ ÚTLAGARNIR. Framhald af bls. 16. saga að segja frá því“. „Viljið þér bíða þangað til að við getum talazt við?“ „Ég skal bíða“. „Við verðum þá að hittast úti fyrir, eftir að loftárásunum er lokið“. Hann beið hennar lengi og loks kom hún. Það var farið að elda aftur, en norðurljósin brög- uðu þó enn uppi yfir. Það var nístingskalt og Grant hafði troð- ið snjóinn á akbrautinni bak við gistihúsið sér til hita langa stund, á meðan hann beið komu hennar. „Mér þykir leitt að hafa orð- ið að láta yður bíða. Ég varð að laumast út, án þess að nokk- ur gæti séð til ferða minna,“ mælti hún afsakandi. „Það er kalt hérna úti“. ,,Já“. Hún leit tortryggilega um öxl. Gistihúsið var eins og ferleg myrk, tröllaborg og hler- ar fyrir öllum gluggum. „Getum við ekki gengið spottakorn frá?“ spurði hún hik- andi. „Hvað á þetta allt að þýða?“ spurði hann. „Ég veit að ekki er til þess ætlazt af almenningi hér í landi, að hann blandi geði við útlendinga, en engum hef ég samt kynnzt, hvorki karli né konu, sem gengið hefur viðlíka langt í tortryggni sinni og þér“. „Kannski get ég einhvern tíma skýrt yður frá því hvers vegna ég get ekki teflt eins djarft og margur annar“. Það varð þögn um stund. „Grant...“ mælti hún lágt. „Hverju svaraði Dmitri?" „Hann kveðst verða að hugsa rnálið". „Haldið þér að hann fáist til að tala við mig?“ spurði hún enn. „Það veltur á miklu fyrir yð- ur, að yður megi takast að tala um fyrir honum?“ Hún dró svarið nokkuð. Hún gekk við hlið honum, hélt hend- inni fast um arm honum og fann vakna hjá sér ákafa löngun til að segja honum allt, varðandi sínar eigin aðstæður. „Það er ákaflega þægilegt að tala við yð- ur“, sagði hún þess í stað. „Það er ekki neitt svar við því, sem ég spurði“. En hún þorði ekki að svara spurningu hans hreinskilnislega. Það gat orðið henni hættulegt. „Þetta er einungis persónulegt metnaðarmál mitt“, viður- kenndi hún feimnislega. „Einmitt það. Ef sá metnaður reynist ykkur báðum jafn holl- ur, Dmitri og yður, þá væri það ekki svo afleitt". Þrátt fyrir kuldann fann hún blóðið þjóta fram í vanga sér. „Það er vingjarnlegt af yður að segja það“, mælti hún. „Mér þykir fyrir því, að ég skyldi vera svo afundin við yður áður. Ég vildi að ég gæti sagt yður hrein- skilnislega hvers vegna ég verð að fara svo gætilega að öllu, en því miður get ég það ekki. Kannski breytist það, þegar ég hef náð tali af Dmitri. En nú kæmi sér bezt fyrir mig, að þér reynduð ekki að ná tali af mér nema þér hafið einhverjar'frétt- ir að færa“. Hann nam staðar og sneri sér að henni. Þau sögðu ekki neitt, aðeins horfðu hvort á annað. Nú kyssir hann mig, hugsaði hún með sér. Um leið varð hún gripin trylltri tilhlökkun. Það lá við sjálft að hún fleygði sér í fang hans. „Ég ætla að fylgja yður til baka“, sagði hann rólega. Hann tók undir arm henni og leiddi hana í áttina að gistihús- inu. „Og enn er það eitt“, sagði hann. „Ef ég á eitthvert erindi við yður, vil ég hvorki þurfa að læðast um eins og þjófur, eða bíða yðar einhvers staðar alla nóttina, nema loftárásirnar reki okkur ofan í kjallarann". Hún hugsaði málið nokkra hríð. „Ég skal segja yður hvern- ig við getum komið þessu fyrir. Þér getið gengið við í veitinga- stofunni klukkan hálfþrjú, ef þér hafið einhverjar fréttir að færa. Ég tek mér hvíld frá vinn- unni þar undir klukkan þrjú, og ef ég sé yður þar, kem ég því þannig fyrir að umsjónarkonan á ganginum verði að bregða sér frá, svo að þér getið sloppið ó- séður inn til mín klukkan þrjú. Það er hentugasti tíminn vegna þess hve fáir eru þá á ferðinni". „Stórkostlegt. Hvers vegna getum við ekki notfært okkur það á hverjum degi? Þá gæti ég alltaf sagt yður hvernig gengi“. „Nei, það væri ekki þorandi. Ég veit ekki nema ég sé ...“ Þessi annarlega einlægni, sem náð hafði tökum á henni í ná- vist hans, hafði næstum því leitt hana til að játa fyrír hon- um, að hún vissi ekki nema að hún væri undir eftirliti. Það var nokkrum kvöldum síðar, að Dmitri tók ákvörðun sína. Hann hafði um hríð fylgzt með loftárásunum, af sjónar- hóli sínum uppi á klettaásnum. Þetta var í fyrsta skiptið, sem árásarf lugvélarnar mættu tel j - andi mótspyrnu, annarri en frá loftvarnarliði borgarinnar. Þær voru ekki lengur einráðar í loftinu, því að nú var hinum nýkomnu, bandarísku orrustu- flugvélum beitt gegn þeim. Og þegar árásarvélarnar sneru til baka mun fyrr en áður, þóttist hann vita að loks hefðu orðið þáttaskil í orrustunni um Murm- ansk. Þegar næsta morgun fór hann víða um klettana í ásnum í leit að hellisskúta, sem hann gæti notað í sérstökum tilgangi. Hann fann hann seint um síðir. Að því búnu valdi hann vissa hluti úr birgðunum og flutti þangað. Op- ið á skútanum var svo þröngt og vel dulið, að það mátti heita víst að Arnaldov og mönnum hans tækizt aldrei að finna hann, þótt þeir hæfu skipulagða leit um ásana. Þegar nokkuð var lið- ið á dag hafði hann flutt þangað allt, sem hann áleit nauðsyn bera til, og fólgið það þannig, að engin líkindi voru til að það fyndist, jafnvel þótt einhver liti þar inn. Hann greip blysið og var á leiðinni út, þegar hann sá skugga bregða fyrir inni í skútanum. Hann leit við og horfði í augu Nadyu, blá, djúp og dapurleg. „Þú hefur elt mig?“ sagði hann. „Hvers vegna?“ „Þú ert að búa þig undir að fara“, sagði hún. „Ég undirbý alltaf allt til von- ar og vara. Þrátt fyrir það er alls ekki sagt að ég geri alvöru úr því“. „Mig grunar að þú gerir það samt“. Hún starði á hann sínum stóru, spyrjandi og einlægu augum og hann gat ekki annað en verið henni hreinskilinn. „Ég geri líka frekar ráð fyrir því“, sagði hann. „Þú lofaðir mér að þú skyldir taka mig með þér“. „Kannski yrði þér það fyrir beztu að fara hvergi". „Nei!“ hrópaði hún og greip fast um arm honum. „Ég á engan að nema þig. Og þó að við yrðum öll hér um kyrrt, er ég viss um að okkur yrði tvístrað svo að við fengjum aldrei að sjást aft- ur. Við yrðum send sitt í hvora áttina í betrunarskóla, og af því að ég er telpa yrði ég send allt annað en þið“. Dmitri kinkaði kolli. Hann vissi að hún hafði lög að mæla. Það fyrsta, sem yfirvöldin mundu gera eftir að hafa kló- 5Q — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.