Vikan


Vikan - 17.10.1963, Side 24

Vikan - 17.10.1963, Side 24
BABY JANE. „Ég heyrði til þin I Ég heyrði það, sem þú varst að segja um mig! Þú heldur, að ég viti ekki, livað er að gerast — það, sem þú ert að reyna að gera við mig!“ Blanche leit upp, og hræðslu- tárin streymdu nú niður vanga hennar. „Elsku Jarie — ég er ekki að reyna að gera neitt! Það er bara------“í þriðja sinn greiddi Jane henni liögg, en að þessu sinni hæfði hún ekki almennilega, hnefinn rann af vanga hennar og nefi. En samt var höggið svo þungt, að Blanche fann fyrir sár- um og snöggum sársauka í höfð- inu. , Ekki, Jane, ekki----“ Svo var tekið harkalega undir handvegina á lvcnni og henni kippt á fætur. * , Ó, ekki gera meira! Elsku —.“ En Jane sinnti engu veikum mótmælum liennar og draslaði henni miskunnarlaust eftir gang- inum og inn í setustofuna. Blan- che heyrði slceil mikinn og gerði ráð fyrir, að stóllinn, senv staðið liafði við dyrnar, hefði oltið um koll, en svo sagði hún við sjálfa sig, að hún hefði aldrei gert sér grein fyrir þvf, hvað Jane hafði mikla krafta í köglum. Svo Ijrauzt Jane með hana upp stigann. Blanche fannst, að hún lveyrði rödd sína, mjóróma og vesaldarlega, er lnin emjaði og hað sér vægðar, bað Jane að láta sig vera. Svo raissti Jane hana og hún skall á stigahrúnina svo illa, að það var eins og Iinffsblað hefði verið rekið á ,hol milli rifja á henni. En Janeþreif hana reiði- lega aftur og Iiélt áfram að drasla henni upp stigann. Henni fannst óratími vera á enda, þegar hún sá allt í cinu móta fyrir hjóla- stólnum sinum, en þá gerði Jane allt í einu enn meira átak, sveifl- aði henni til og sneri henni, til þess að hún lenti í stólnum. Hún skall utan f sólbakinu og það virtist braka 1 öllum beinum hennar, og hún rak upp vein af sársauka og skelfingu um leið. „Jana!“ stundi hún svo, en það heyrðis varla til hennar, því að lnin dró svo þungt andann. Hjólastóllinn tók allt í einu við- hragð, og þá sveiflaðist hún enn til, svo að hún lenti á öðrum armi hans. Dimmur munni gangsins gein allt i einu við henni, ruddist f átt til hennar og gleypti hana. Eflir andartak hrunaði stóllinn furðulega hratt inn í herbergi hennar. En hann nam ekki staðar rétt innan við dyrnar, eins og hún hafði jafnvel gert ráð fyrir, þvf að hún sá rúmið sitt geysast til sfn og svo vrrð árekstur milli þess og stólsins. Um leið virtust verða endaskipti á öllu innan her- bergisins, og aftur skall hún á öðrum armi stólsins. Dyragættin fram á ganginn birtist eins og dökk skella, sem fór minnkandi, og af þvi vissi hún, að stólnum hafði vc-rið hrundið af ofsahraða að veggnum á móti dyrunum, það er að segja að baki lienni. Hún kjökraði af skelfingu, og liað var að henni komið að grípa til hjól- anna á stólnum til að stöðva of- boðslega ferð hans, en liún liætti við það til að meiða sig ekki á þvi. Svo skall hún á veggnum og fékk svo mikið högg á bakið, að hún dofnaði næstum af því. Hún harðist við að ná andan- um og gerði um leið tilraun til að setjast upprétt í stólnum, en gat það ekki. Hún lá frekar en sat í stólnum og hún dró andann ótt og tltt, meðan hún leit á veruna í dyragættinni. ,,Jane,“ stundi hún, „hlust- aðu . . .“ Jane stóð lengi og virti hana fyrir sér þegjandi. Svo seildist hún til hurðarinnar. „Jane!“ Glampandi augunum var beint til hennar aftur. „Þú skalt hara ekki gera ráð fyrir, að neinn læknir komi til að hjálpa l)ér,“ hvæsti Jane. „Þú skalt bara ekki gera ráð fyrir, að neinn konliJ' „Jane! — Jane — bíddu.“ Hurðinni var skellt. Svo varð löng þögn, en að því búnu var lykli stungið í skrána og honum snúið. „Jane!“ hrópaði Blanche. „ó, Jane — Guð á himnum — ekki læsa mig inni. Jane!“ Hún starði skelfingu lostin á sviplausa ásjónu hurðarinnar. „Ó, Guð hjálpi mér!“ kjökraði hún. „Jane . . .“ Þegar herbergið fór að snúast fyrir augum hennar, greip hún fast um stólarmana og ýtti á þá af afli. En engin breyting varð samt á hreyfingum herbergisins, þær urðu æ hraðari, unz myrluir settist að henni og það var eins og það kreisti loftið úr lungum hennar. Þegar Jane var komin niður, ' tók hún simann upp af gólfinu, setti hann á hilluna og hringdi við svo búið. Þegar svarað var í númeri því, sem hún þurfti að ná í, lækkaði hún röddina og mýkti hana, jafnframt því sem hún reyndi að láta svo sem henni væri mikið niðri fyrir, en það mætti ekki fara hátt, sem hún þyrfti að tala um. Með þessu móti tókst henni að gera rödd sína mjcg h’ka rödd Blanche. „Þetta er ungfrú Hudson,“ sagði hún. „Gerið svo vel og leyf- ið mér að tala við lækninn." „Ó . . .“ Það var greinilegt á rödd aðstoðarstúlkunnar, að hún var mjög undrandi. „Andartak, ungðfrú Hudson.“ Nú varð löng þögn, en svo svaraði Shelby læknir símanum. „Ég er einmitt á leiðinni til yðar, ungfrú Hudson." sagði hann. „Ungfrú Hilt náði mér einmitt, þegar ég var að fara inn i lyft- una.“ , Shelby læknir.“ Jane þagnaði til þess að gera rödd sina enn stillilegri. Ég vil ekki, að Jane heyri til min ... Læknir ... mér þykir fyrir því. . . Ég —ég þarfn- ast ekki aðstoðar yðar þrátt fyrir allt. Þetta var alli kjánalcgur mis-* skilningur . . . Það vár gott, að ég skyldi ná til yðar í tæka tíð.“ „En----------.“ „Ég veit . . . en nú er þetta allt í lagi. Hún — Jane — hefir farið til læknis af eigin hvötum . . . annars læknis . . . og það er í rauninni miklu hetra . . .“ „Nú, jæja . . .“ Það mátti heyra á rödd læknisins, að hann var dálítið gramur. „Vitanlega, ef hún er í umsjá einhvers annars lækn- is . . .“ „Já,“ flýtti Jane sér að svara, „hún er það. Það væri þess vegna ekki rétt af yður að — að skipta yður af því, eða livað?” Þegar hún hafði lokið sam- talinu og látið símatólið aftur á sinn stað, gekk lhin rösklega inn í stofuna og að stiganum, eins og liún hefði ákveðið verk- efni I huga. ANNAR HLUTI Sjöundi kafli. „Fannstu eitthvað i auglýs- fngunum?’! Edwin Flagg sneri sér þung- lamalega á píanóstólnum og leit á móður sína, um leið og lnin lét hádegisverðarbakkann á spila horðið við hliðina á píanóinu. Hann lét blaðið detta á gólfið við hliðina á sér, án þess að svara. Del Flagg rétti úr sér, strauk höndunum um pilsið á upplit- uðum morgunkjólnum, og dró þær síðan hægt og með brosleg- um lostatilhurðum um mjaðrpir sínar og upp með siðunum. „Sá ég þig ekki merkja við eitlhvað í hlaðinu?" Mjúkar fitufellingarnar á and- liti Edwins virtust dragast ör- lítið saman, örlftið eins og af kuldalegri fyrirlitningu. Það fór aldrei neitt framhjá Del gömlu. Hann gat ekki bært á sér, án þess að hún yrðí þess vör. Það var mesta furða, að hún skyldi ckki elta hann á salernið. Hann tók blaðið upp og rétti úr sér. . „Hérna — það er þessi þarna“ „Ó, en dásamlegt!" Fölhlá augu Edwins fylltust sársauka rétt sem snöggvast. Hún var ekki búin að lesa nokk- urn staf í auglýsingunni, en samt vtr hún ifarin að gusa lir sér. Það þurfti ekki annað en að hann ropaði, til þess að hún hlypi til og segði grönn- unum frá því. „Þetta er sosem ckkert merki- legt!“ sagði hann. „Það veit heilög hamingjan!“ Del Flagg leitt upp úr blað- inu og var I senn rugluð og særð á svipinn. Þetta var sami svipurinn og hún setti alltiaf upp, þegar hann var stuttur i spuna við hana. Það rumdi i Edwin vegna áreynslunnar, þegar hann sneri sér á stólnum til að vita rétt við borðinu. Hann seildist til þess og tók upp þykka brauð- sneið með túnfiski á: Meðan hann tugði, litaðist liann um í herberginu og leitzt það harla fornfálegt og fátældegt. Allt inn í því var gamalt og snjáð, hvort sem þar var um húsgögn að ræða eða myndir, sem áttu að nafninu til að vera til skrauts á veggjum. Það kom æ meiri raunasvipur á andlit Edwins eftir því sem hann virti þetta betur fyrir sér. íbúðin, ein af tiu, sem mynd- uðu eina hlið í samstöðu um- hverfis húsagarð, var gömul og fornfáleg, jfábækliegur hústaður í raunverulegu fátækrahverfi. Og hérna hafði Edwin Flagg húið við þvi að hann mundi fyrst eftir sér, Þarna hafði liann átt heima í þrjátiu ár á- samt Del, sem var i senn ein- föld, fátælc og blind í aðdáun sinni á honum. En l)ótt íhúðin væri ljót að innan, var heimur- inn úti fyrri þó enn ógcðfelld- ari. Miðstéttin, sem tengdi ihúð- irnar í húsagarðinum var ó- slétt og brotin, og með hrúnuxn hennar öllum óx gras og ýmis- legt illgresi. Runnar þeir, sem gróðursettir höfðu verið við hvert hús endur fyrir löngu og látnir síðan afskipfalausir, háru þess greinileg merki, enda voru laufblöðin - þeirra þakin sóti og öðrum óhreinindum. 1 slíku umhveirfi hafði Edwin reynt að slcapa sér lif eða ævi- skeið, sem var i rauninni ekk- ert annað en flótti frá lífinu. Það var líka í þessu um- hverfi, sem Edwin hafði fengið að vita það fyrir mörgum áriun, að hann var óskilgetinn. En það var ekki Del, sem liafði látið honum þann fróðleik i té, held- ur hafði fregninni um þetta verið hreytt fjandsamlega fram- an í hann áf börnum í nágrenn- inu. Upp frá þeim degi hafði Edwin reynt að fela smán sina djúpt í sálu sinni, þar sem hann vonaði, að Del yrði einskis vör, en jafnframt liafði hann lagt á móður sina þvilíka fæð og hat- ur, að við ekkert varð að líkind- um líkt nema ofurást liennar á honum. Það var þá, sem Ed- win hafði byrjað hið kerfis- hundna undanhald sitt fyrir Hfinu, sem honum, barninu, gat aðeins fundizt viðbjóðslegt og fyrirlítlegt. Edwin hafði erft frá föður sínum, sem hann vissi þó ekki, hvcr var, gá(fur, sem voru í alla staði fremri gáfum Del, og honum hafði þess vegna fljót- lega lærzt að færa sér í nyt of- urást móður sinnar og algeran gagnrýnisskort á gerðum hans. í skóla hafði hann farið að kynna sér tónlist með það fyrir augum að gera hana að ævistarfi sínu. Þar gem hann hafði helgað sig tónlistinni, þegar er hann var i skóla, þufti hann ekki, Framhald á bls. 50. 24 — VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.