Vikan


Vikan - 21.11.1963, Qupperneq 6

Vikan - 21.11.1963, Qupperneq 6
Alltaf fjölgar Volkswagen Volkswagen g-etur farið áfram Hann getur farið hratt og aftur á bak og hægt og niður hann ekki afbragð. Hann getur farið upp bratta Hann getur farið í hring. Volkswagen HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. Spádómur ... Vikan: Að þið skulið alltaf reyna að vera svona „menningarlegir!“ Það verður tómt píp úr þessu hjá ykkur. Til dæmis þessi kjaftavaðall um hvernig lífið verður á íslandi eftir 25 ár! Að þið skylduð ekki slátra kind og lesa það úr görnunum á henni. Komið heldur með meira af sög- um og spennandi frásögnum, eins og Demantar í Paradís, það er miklu betra en þessar menn- ingarspár. Anton. Á að bjóða honum ... Kæra Vika. Mig langar til að senda þér nokkrar línur og byðja þig að hjálpa mér. Ég er agalega skot- inn í einum strák sem ég þekki pínu lítið mig langar svo að kynnast honum betur hvað á ég að gera. Ein ung. — — — Ef þú ert ekki orðin 10 ára, skaltu bara bjóða hon- um í afmælið, en sértu eldri en 10 ára, er ég illa svikinn. Gott viðtal . . . Vikan, Reykjavík. Ég óska ykkur til hamingju, með viðtal Sigurðar Einarssonar frá Holti við Gideon, Hausner, sem birtist í afmælisblaðinu. Með því lyftuð þið ykkur upp á hærri menningarstandard en önnur vikublöð eða tímarit íslenzk standa á. í heild var þetta afmæl- isblað mjög gott, og sýnir, að þið getið, ef þið viljið. Ég óska ykk- ur þess, að þig megið bera gæfu til þess að halda stíft í stjórnar- taumana og halda blaðinu í því áliti, sem það er nú smám sam- an að vinna sér. Geir V. Jónasson- Hver var fyrst? ... Kæri Póstur. Viltu gjöra svo vel að leysa úr deilumáli fyrir okkur. Sum okkar halda því fram, að „South Pacific“ hafi verið fyrsta kvik- myndin, sem Laugarásbíó sýndi, en við getum ekki öll orðið sam- mála um það. Getur þú frætt okk- ur um þetta, og ef þetta er ekki rétt, þá hvaða mynd hafi verið sýnd þar fyrst, og hvenær. Ósammála- --------Niður með hnefana — South Pacific var fyrsta mynd- in í Laugarásbíói. Svar til Antons... —-------Mér er alveg sama þótt þú standir í húsbyggingu og sért í örgustu f járkröggum þessa dagana, það réttlætir ekki svona hnupl. Þótt skrifstofuna muni e. t. v. ekki um þessi hnífapör... Hamstur... Kjæri póstur. Nú er ég illa stödd ég er ný byrjuð að búa ég bí ovar lega á laugarveginum ég er ekki nerpa 19 ára og á 1 strák hann er kolvittillaus að fá hamstur pabbi hans kepti 1 hamst en hann nagar allt og gerir mig svo hrædda hvað á ég ag gera:. Birna’. --------Slæmt ef þú ert hrædd,, Birna, en er það pabbinn, sem nagar hamsturinn, eða nagar hann strákinn? Nagar kannski strákurinn hamsturinn eða nagar hann pabba sinn eða getur ver- ið, að það sé hamsturinn, sem nagar strákinn eða ef til vill pabbann? Það sem gleymst hef- ur að taka fram í bréfinu, skýrt og skilmerkilega, er hver nagar hvern. Okur ... Kæri Póstur. Er það þáttur í takmörkun ■ barneigna að hafa allar „barna“ vörur svona óheyrilega dýrar? Ég veit ekki, hvort þessar vörur- eru svo dýrar í innkaupi, en þó veit ég um nokkur dæmi, þar sem smurt er allhressilega á þessar vörur, og vel það. Ég segi fyrir mig, að ég veigra mér við að eignast fleiri böm — það setur manninn minn gersam- lega á sausinn, og hefur hann þó dágóðar tekjur. Það er nú einu sinni svo, að nútímabörn gera sér ekki móðurmjólkina og sáran bossann að góðu fram eftir öllum aldri. Með kærri kveðju og ósk um einhverja úrlausn. Ung móðir.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.