Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 14
Kaupsýslumaðurinn sat eftir með sárt ennið og horfði á eftir þeim harður undir brún að líta. Ekki kunni hann þó við að vekja ó- spektir þarna í salnum, en gekk að borði þeirra og settist. Taut- aði hann fyrir munni sér, að nú skyldi piltpeð þetta fá að kenna á sleggjunni. „Verstur skollinn að þetta er gestur minn, en fyrr eða síðar skal að því koma að ég jafni um gúlana á honum.“ Elísabet kom nú einnig að borðinu, og var í engu betra skapi en Sigtryggur Háfells. Litu þau hornauga hvort til ann- ars; hún hristi höfuðið gremju- lega, en hann mælti stundarhátt: „Það endar með því að ég slæ hausinn niður í maga á honum og upp aftur. Það er kominn tími til að kenna þessu gerpi manna- siði.“ Ása var einnig gröm, þótt hún léti ekki á því bera. Hún ætlaði sér ekki að dansa lengur við Herjólf en þar til þau nálguð- ust borðið þeirra, er stóð úti í horni, en sálfræðingnum tókst æfinlega að sneiða þar hjá, og þau héldu því áfram dansinum góða stund. Brátt komu einnig Bergur og Lóa. Reyndu þau að hefja samræður og taka upp létt hjal, en varð lítið ágengt. Bíl- stjórarnir voru báðir orðnir þétt- kenndir og voru að segja hvor öðrum mergjaðar sögur í hálf- um hljóðum. Dansinn dunaði í salnum enn um stund. En allt í einu gaus upp hávaði mikill í þeim enda hans, sem fjærstur var borði ferðafélaganna. Heyrðist þaðan bölv og ragn, digurbarkalegar hótanir og loks dynkir af högg- um. Loks yfirgnæfðu þó hræðslu- óp Ásu ólætin: „Sigtryggur! Sigtryggur! Þeir drepa hann! Komdu maður! Æ, flýttu þér!“ Kaupsýslumaðurinn hvessti augun þangað sem slagurinn stóð, og reis síðan seinlega á fætur. „Ekki kann ég við það — meðan djöfsi er gestur minn — barinn verður hann fyrr eða síðar, en það ætla ég að sjá um!“ Þar með steðjaði hann af stað og hvarf brátt í mannþröngina, Bergur og bílstjórarnir héldu þegar á eftir honum. Herjólfur B. Hansson hafði farið óvarlega í dansinum, rekizt á menn og hreytt í þá skammar- yrðum í stað þess að biðja þá afsökunar. Létu flestir það gott heita, en loks varð honum á að krækja fæti fyrir einn digran drjóia, er var nokkuð óstyrkur fyrir og féll á bæði knén. Vildi sá ekki þola sneypu slíka og tók að velja sálfræðingnum hin háðulegustu orð. Herjólfur B. Hansson snaraðist þá úr jakkan- um og kvaðst hvergi hræddur við kjaftfora dóna. „Komdu bara ef þú andskotans þorir!“ sagði hann og otaði krepptum hnefa að manninum. Drjólinn horfði á hann andartak dolfallinn, en tók síðan til starfa. Fékk sál- fræðingurinn þegar tvö væn kjaftshögg og riðaði við, en átt- aði sig brátt og tók að lemja utan mótstöðumann sinn. Var það líkt og að sjá barn berja tröll, og brá drjólanum svo við, að hann fór að skellihlæja. Espaðist sál- fræðingurinn við það, og tókst honum nú að koma sæmilegu höggi á nef andstæðings síns. Reiddist drjólinn þá aftur, tók steinbítstaki á Herjólfi og beygði hann niður, eins og hann ætlaði að hálsbrjóta hann. Blönduðu fleiri sér nú í slaginn, og börðu þeir allir sálfræðinginn. Þá var það að Ása hrópaði á hjálp. „Ertu kanske búinn að fá nóg, tuskan þín?“ sagði drjólinn, en linaði þó ekki á takinu. Herj- ólfur B. Hansson var farinn að stynja og blána í framan. f sama bili kom Sigtryggur Háfells á vettvang. Rétti hann þegar drjól- anum harðan upper-cut, svo að maðurinn tók andköf og andar- taki síðar ruku þeir saman. Var sá aðgangur bæði harður og lang- ur, en loks tókst kaupsýslumann- inum að koma drjólanum í gólf- ið. Var þá slegizt allt í kringum þá og réðust þegar tveir menn á Sigtrygg Háfells. En nú voru einnig bílstjórarnir og Bergur komnir honum til hjálpar, á móti heimamönnum; voru nú greidd mörg högg og stór, og mátti lengi ekki á milli sjá. Þó fór svo, eftir að barizt hafði ver- ið í nokkrar mínútur, að báðir aðilar þóttust hafa fengið nóg, og sömdu orðalaust vopnahlé. Voru menn að vísu svipþungir og töluðu ljótt, en tíndust þó brátt til borða sinna. Ása hafði dregið Herjólf út úr þvögunni, og að borði þeirra félaga, enda var hann þá óvígur orðinn, náfölur og óstyrkur á fótum. Tók Elísabet þar við hon- um og baðaði enni hans úr köldu vatni. Er slagnum linnti, komu karl- mennirnir fjórir aftur að borð- inu; höfðu þeir allir skrámur nokkrar, bólgin augu og rifin föt, voru þó í bezta skapi. Sig- tryggur Háfells hló stuttlega og mælti: „Harðir eru hnefarnir á Norðlendingum — og þáð fann ég nú að ég verð að fara að megra mig þegar heim kemur.“ Hann gaut augunum til Herjólfs B. Hanssonar og glotti. „Ekki datt mér það í hug að ég ætti eftir að berjast fyrir þig, skratt- inn þinn! Það verð ég þó að við- urkenna, að þú ert engin skræfa; samt held ég að þú ættir að fara varlega í það að skera uppá fyrir menn, sem geta kramið þig undir þumalnögl sinni.“ „Æ, vertu ekki að rífa neinn kjaft!“ stundi Herjólfur B. Hans- son, og í sama bili tók hann að æla á diskinn sinn. „Ættum við nú ekki að fara að halda í háttinn?" sagði Bergur garðyrkjumaður með sinni venjulegu rósemi. „Viturlega mælt,“ anzaði kaup- sýslumaðurinn og reis á fætur. XXVIII. Þau komu til Reykjavíkur klukkan níu kvöldið eftir. Var Bergi Þorsteinssyni fyrst ekið upp í Mosfellssveit, og kvöddu þau hann öll með virktum. Stúlkurnar kysstu hann báðar á vangann, og blóðroðnaði garð- yrkjumaðurinn þá út að eyrum en hinir karlmennirnir hlógu að honum. Því næst var farið heim með Herjólf B. Hansson og Elísa- betu. Var sálfræðingurinn þunn- ur, og gaukaði Sigtryggur Há- fells að honum -wiskýflösku að skilnaði. Elísabet gaf flöskunni hornauga, en lagði síðan hend- ur um háls kaupsýslumanninum og kyssti hann á munninn. „Þú ert mesti heiðursmaður," sagði hún rökum augum. „Og það vona ég að þú fáir hana Ásu, þú átt það skilið." Þá var Lóu Dalberg ekið heim, og voru þau nú ein eftir með Árna bílstjóra, Ása og Sigtryggur. Er þau komu að steinbænum, fylgdi hann henni inn í garðinn, en staðnæmdist við búðardyrn- ar. Dóttir spákonunnnar var dálítið niðurlút og líkt því sem hún færi hjá sér, en loks leit hún upp og augu þeirra mætt- ust. „Ása — Ása?“ stamaði kaup- sýslumaðurinn; honum var aldrei þessu vant stirt um mál. Þá er nú víst komið að því, hugsaði hún; þessu verður víst ekki frestað lengur. „Þakka þér nú hjartanlega fyrir alla skemmtunina," sagði hún lágróma. „Þetta var yndis- leg ferð — og ekki veit ég hvernig ég á að launa þér þetta allt.“ „Ætli þú vitir það ekki þó?“ mælti Sigtryggur Háfells, og rödd hans var talsvert annarleg. „Ég veit að það er ljótt að draga þig á þessu,“ hvíslaði hún. „Og nú skal ég gefa þér ákveðið svar — á föstudagskvöldið. Ertu ánægður með það — bara þrír dagar þangað til?“ „Þeir verða lengi að líða,“ mælti kaupsýslumaðurinn og enn var rödd hans talsvert öðruvísi en hún átti að sér. ,Á föstudagskvöldið", endurtók hún. „Komdu eftir lokun — komdu klukkan níu“. „Fæ ég þá alveg ákveðið svar? „Já, en gerðu þér ekki allt of miklar vonir — ég þori ekki að lofa þér neinu“. En er hún sá vonbrigðin í svip hans, vafði hún handleggjunum um háls honum og kyssti hann á munninn. Það var snöggur og barnslegur koss, sem gerði hann þó eigi að síður mállausan. Hann gat aðeins kinkað kolli og reynt að brosa til hennar, en brosið var bara gretta. Svo sneri hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.