Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 3
Útgefandi Hiltnir h.f. Ritstjóri: Gisli Sigurð'sson (ábm.). Augrlýsing'astjóri: Gunnar Steindórsson. Biaðamenn: Guffmundur Karisson og: Sigurður Hreiðar. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35323, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133. sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð i lausasölu kr. 25. Askriftarverð er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h.f. Mynda- mót: Rafgraf h.f. VIK4M f NÆSTA BLAÐi „EG EM ÍSLENZKUR MAÐUR . . .“ Sr. Jóhann Hannesson prófessor slcrifar grcin um fsienzkt siðgæði og fjailar einkum og sér í lagi um vandamál æskulýðsins og þá ákæru, sem hann er í sjáifu sér — að minnsta kosti stundum. EFTIRSÓTTASTA BÓK f HEIMI. Ólafur Ólafsson, kristnihoði, skrifar grcin um biblíu Gutenbergs, hins mikla frömuðar prentlist- ar í heiminum. Ný framhaldssaga: FLÓTTINN FRÁ COLD- ITZ. Sagan gerist á stríðsárunum. í fanga- bíiðirnar í Colditz var smalað saman þeim föngum, sein alltaf sluppu úr öðrum fangels- uin. En þeir siuppu líka þaðan og frá því scgir sagan. VETRARTÍZKAN í VERZLUNUM BORG- ARINNAR. Þriðji og síðasti þáttur þessarar kynningar VIKUNNAR á þvl sem fæst i rcykvískum tízkuverzlunum. ELDUR OG SULTUR Á OPNU HAFI. Sann- söguleg frásögn um ótrúlegar mannraunir í suðurhöfum. KÝRIN, SEM VAR SNILLINGUR. Stutt gamansaga. MÓÐIRIN. Smásaga eftir Chinquita Sandi- lands. Nýr miðbær í Reykj avík. Það vita allir, að miðbær Reykjavíkur er úreltur og óheppilegur sem slíkur. Nýlega fengu tveir ung- ir arkitektar, Ilaraldur Haraldsson og Ormar Guð- mundsson, það prófverkefni við skóla í Þýzka- landi að skipuleggja nýjan miðbæ í Reykja- vík. Þeir gerðu það og VIKAN hefur fengið leyfi til að birta tillögur þeirra, sem bæði eru nýstár- legar og merkilegar. ÞESSAEtl VIKU Vetrartízkan í verzlunum borgarinnar. Við tókum svo umfangsmikið cfni í tízkuverzlunum bDrgarinnar, að það varð að skipta því á milli þriggja blaða. En hvað um það, nú er hvort sem er mikil kauptíð. í þessu blaði eru þrjár síður með myndum af tízkufatnaði fyrir hið fagra kyn. Þær eru teknar í firnrn verzlunum hér í Iteykjavík og fylgja upplýsingar um verð og fleira. Jólasveinar einn og átta. Hvaðan höfum við fengið þá rauðklæddu jólasveina, heilaga Nikulása, sem standa í búð- um fyrir jólin og skarta á jólakortum. Þeir eru útlendingar og við höfum ekkert með þá að gera. Við liöfum okkar eigin jólasveina, mannlega og livinnska karla, sem komu ofan af fjöllunum, einn og átta, um jólaleytið og kræktu sér í eitt og ann- að en gáfu engum neitt. Við höfum feng- ið Bessa Bajrnason til að íklæðast gervi nokkurra þeirra og með þeim fylgir grein eftir SII um íslenzka jólasveina og heilagan Nikulás. Þegar konan ræður. Allir vita, að konan ræður alltaf — og það veit Guðný Sigurðardóttir líka. Hún skrifar hér mjög nærfærna lýsingu á tveim konum og viðbrögð- um þeirra í sambandi við jólin. FORSÍÐAN Þessi mynd er tekin af módeinu, sem þeir gerffu af nýja miffbænum, arkitektarnir Ormar og Haraldur fágRign*eins og frá er sagt í blaðinu. Á þessari mynd sést meðal annars, aff þeir eru búnir aff leggja niffur neffsta hluta Laugavegarins og Bankastræti. Þaff eru víðfeffm bílageymsluhús neffanjarðar, en uppi á yfir- borffinu er verzlanahverfi, veitingahús og þessháttar og þar verffur einungis gangandi fólk. Þiff sjáiff líka brýrnar yfir Lækjargötuna en að öffru leyti vísast til þess, sem sagt er í greininni í blaðinu. VIKAN 50. thl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.