Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 11
þótt það eigi annars íyrst og fremst að fara undir íbúðarbygg- ingar til styrktar hinum eiginlega miðbæ. Og þá er næst að lýsa skipulaginu eins og við höfum gert ráð fyrir því: Við gengum fyrst og fremst út frá því, að Reykjavikurflugvöll- ur yrði að fara þaðan, sem hann nú er. í upphafi hugsuðum við okkur, að flytja miðstöð borgarlífsins út á flugvöllinn, en hurf- um fljótt frá því ráði, einkum vegna þess, að slík miðstöð hefði ekki tekið nema mjög lítinn hluta af öllu því flæmi. Önnur ástæða var sú, að í gamla miðbænum er allt raunverulegt við- skiptalíf, þar er fjárfestingin og peningarnir, sem er undirstaða allrar borgarbyggingar. Okkur varð því ljósara, sem ið sökktum okkar lengra niður í viðfangsefnið, að hinn gamli kjarni borg- arinnar yrði að halda sér og myndi alltaf halda sér. Allar bolla- leggingar um að flytja hann yrðu lítt framkva:manlegar. Við snerum því aftur ofan í miðbæ og komumst að þeirri niðurstöðu, að elzti kjarninn, Austurvöllur og svæðið kringum hann, Dómkirkjan og Alþingishúsið, væri hinn eiginlegi mið- depill. Kringum miðpunktinn röðuðum við svo annarri starf- semi, sem heyrir miðborgum til, og höfum reynt að láta hvað taka við af öðru og mynda sem samfelldasta heild. Áður en við hófum skipulagninguna, fengum við upplýsing- ar um, hvaða hús á þessu svæði væru byggð úr varanlegu efni, steini, og höfum alls staðar leitazt við að láta þær byggingar Framhald á bls. 45. Loftmynd af miðbæjarkjamanum séð að vestan. Höfnin er aðeins fyrir farþegaskip, og þeir sem koma sjóleið til landsins, eru eftir andartak komnir inn í Miðbæjarkjarnann, eða upn á grösug- an Arnarhól, allt eftir því, hvernig þeir eru stenundir. Séð úr lofti yfir miðbæjarsvæðið. I»ar má glöggt sjá, hvernig Tjörnin er látin ná undir Hringbrautina yfir í háskólahverfið. Myndin sýnir vel virðu- lega legu stjórnaraðsetursins. VIKAN 50. tbl. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.