Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 25
Því miður gátum við ekki fengið jólasveina ti5 að sitja fyrir, vegna þess, að þeir komu ekki til byggða, fyrr en eftir að þetta blað var komið í prentun. En ráð var til við því: Bessi Bjarnason er maður greiðvikinn og fús til þess að breyta sér í ýmissa jólasveina líki til þess að gefa lesendum VIKUNNAR hugmynd um, hvernig þeir líta út, og hvað þeir að- hafast. — Og hér er Stekkjastaur á ferð. Hann er alltaf að hugsa um mjólkina, en hefur enn ekki komizt upp á lag með aðra aðferð en bá, að vera undir bununni — það er síðan hann var að sjúga ærnar. Ymsir preiátar hafa gert sér mat úr útþynntum öpunum eftir heilögum Nikuiásum frá öðrum löndum, meS því að klæðast hvítbrydduðum rauðklæðum, taka sér nöfn gömlu jólasveinanna íslenzku og sprella fyrir börn. IVIeð peningaveski í stað heilbrigðrar hugsunar hafa þessir dárar gert að engu hugmyndina um okkar mannlegu, hvinnsku karla, sem komu af fjöllum ofan um jólaleytið og mynduðu skemmtilega andstæðu við jólin. VXKAN 50. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.