Vikan


Vikan - 12.12.1963, Síða 6

Vikan - 12.12.1963, Síða 6
Fremst á myndinni cr viðskiptahverfið í Grjótaþorpi, með háum skrifstofuhúsum. Frá því Iiggur gönguhrú yfir Suðurgötu til ráðhússins við Tjarnarendann. Síðan kemur gamli miðbæjarkjarninn, hvcrfi banka og sérvcrzlana, með Austurvelli, Dóm— kirkjunni og Alþingishúsinu. I>að hverfi cr tengt með byggð yfir Lækjargötu við vcrzlanahverfið í Bankastræti, en verzlana- hverfið tengizt aftur menningarhverfinu með hrúm yfir Hverfisgötu. — Niður við höfnina má sjá skipaafgreiðsluna, fiskmarkað- inn og klúbbhúsið. Reykjavík er borg í örum vexti. Hún hefur 80 þúsund íbúa, og um síðustu áramót voru 10753 bíl- ar skráðir í borginni. Árið 1980 er áætlað, að íbúarn- ir verði 160 þúsund, og eftir því hlutfalli ættu bílarn- ir að verða orðnir 21500. Þetta bendir til þess, að þótt Reykjavík sé nú lítil borg á heimsmælikvarða, verði hún á næstu áratugum öflug borg með fjöl- skrúðugu lífi, og ef vel tekst til, borg með svipmót stórborgar og höfuðborgar. En til þess þarf að færa ýmislegt í lag og breyta öðru. Þar á meðal þarf að blása nýju lífi um kjarna (center) borgarinnar. Komið hafa fram tillögur um að flytja kjarnann frá gamla miðbænum og endurreisa hann á öðrum stað innan borgarmarkanna. Ýmsir hafa litið á flug- vallarsvæðið sem hugsanlega og eðlilega viðbót við núverandi kjarna, enda verði Reykjavíkurflugvöllur fluttur á annan og heppilegri stað. Aðrir staðir hafa einnig verið nefndir, svo sem Kringlumýrarsvæðið sunnan Miklubrautar og niður 1 Fossvog. VIKAN hafði spurnir af því; að nýkomnir væru heim frá námi í skipulagsfræðum við Tækniskól- ann í Stuttgart, tveir ungir arkitektar, Ormar Þ. Guðmundsson og Haraldur V. Haraldsson, sem ein- mitt hefðu fengið að spreyta sig á því verkefni, að gera tillögu að nýjum kjarna í Reykjavík. Þetta verk unnu þeir ásamt þýzkum skólabróður sínum, Romin Köbel, undir handleiðslu Rolf Gutbier, prófessors í skipulagsfræðum. Tillaga þeirra var sýnd á sýningu, sem Tækniháskólinn í Braunsweig efndi til með skipulagsverkum frá öllum Tækniháskólum í Þýzka- landi, og vakti tillagan um kjarna Reykjavíkur mikla athygli. VIKAN gekk því á fund þeirra félaga, og fékk leyfi til þess að birta myndir og frásögn af skipulagsteikningu þeirra og módelinu, sem þeir gerðu af nýjum miðbæ í Reykjavík. Þeirra tillaga setur nefnilega fram allróttækar og ákveðnar skoðanir um hvar og hvernig borgarkjarn- inn skuli vera. Andstætt þeim hugmyndum, sem að framan eru nefndar, að búa til nýjan kjarna á nú g — VIKAN 50. thl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.