Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 31
vegna lét hann svona við hana? Og hvers vegna leit hann svona einkennilega á hana? Snögg skelfing skaut róturn sínum í sálu hennar, og hún var að því komin að gráta. Lögreglumaður- inn sleppti henni. „Veriði ekki hrædd“, sagði hann. Hún leit þá á hina, leit á öll andlitin í kring. Þau voru bæði ung og gömul og öll störðu þau . . . Hvað vildu menn henni? Eftir hverju voru menn að bíða? Hvers vegna var þessi eftirvænt- ingarsvipur á öllum? Henni var svo heitt í framan. Það var eins og hún væri með sótthita. Hvers vegna var birtan svona heit á andliti hennar? Ef hún segði pabba . . . „Ungfrú Hudson . . . Systir yðar . . .“ Allt í einu rifjaðist það upp fyrir henni, heil og fullkomin endurminning, og það var eins og henni hefði loksins tekizt að vakna af djúpum svefni. Henni leið dæmalaust vel, og fjörið ólgaði í æðum hennar. Hún leit aftur á þessu hundruð starandi andlita. „Systir yðar er veik og ósjálf- bjarga . . .“ Hún hneigöi sig djúpt, hallaði dálítið undir flatt, rétti svo úr sér og tók upp pilsin. Hún mundi að beygja úlnliðina, alveg eins og pabbi hafði sýnt henni, og svo fór hún að dansa . . . SÖGULOK ÞEGAR KONAN RÆÐUR FRAMHALD AF BLS. 17. Þeim finnst báðum, pabba þín- um og mömmu sjálfsagt að við séum hjá þeiin alla hátíðisdaga. Þeirra viðhorf til lífsins er allt annað en okkar, af því að þau eru orðin göinul. Ef við erum hjá þeim, cru þau fullkomlega ánægð, lengra ná ekki óskir þeirra. En við erum ung og eigum eftir að afreka svo margt og til þess þurf- urn við frjálsræði. Foreldrar þinir eru dásamlegar manneskjur og við inamma þin höfum alltaf verið ágætar vinkonur. -eins og þú veizt, en það er samt ýmislegt sem gæti verið öðruvisi. Ég hef til dæmis oft furðað mig á iþvi hvað hún er afiskiptalaus gagnvart börnun- um, næstum eins og þau koini lienni ekki við. Vitanlega er hún góð við þau, en heldur ekki meir. Sumar ömmur eru alveg vitlausar í barnabörnin, dekra við þau og dá þau takmarkalaust. — Mamma er ekki þannig. -— Nei, sem betur fer, en ég myndi vera iienni þakklát fyrir góðar ráðleggingar og sanngjarn- ar aðfinnslur. Fullorðna fólkið veit oft betur en við sem yngri eruín, jiað 'hefur reynsluna en við ekki. Tengdamamma Ástu frænku er alltaf að setja lienni lifsregl- urnar og Ásta er oft öskureið út í hana en seinna þegar runnið er af henni, sér hún að það er nokk- ur til í þvj sem sú gamla segir. — Auðvitað, Ástu er nú ekki alls varnað eða hvað? —• Æ, hún er óttalega kærulaus. En við vorum að tala um mönnnu jnína. Hvað scgir þú sjálfur um þetta allt? Finnst þér ég vera ósanngjörn? — Nei, nei, langt í frá, þú ræð- ur þessu auðvitað, annað hvort væri. Viði eigum fyrst og fremst að gera það sem við sjálf viljum, ekki það sem aðrir viija. — Þakka þér fyrir elskan, ég mátti vita að þú tækir þessu svona. — Æjá, það verður reglulega notalegt að geta verið heima í ró og næði, og áhyggjulaus með öllu. Ég er satt að segja alltaif hálf hræddur um að verða veðurteppt- ur fyir norðan. Núna yrði það mjög bagalegt, við eigum von á fulltrúa frá Frakklandi strax eftir jólin, hann getur komið hvaða dag sem er, þá verð ég helzt að vcra heima. — Að sjálfsögðu. —• Þögar mamma hringir ,þá sikilar þú kveðju frá mér, og segðu að við vonum, að ekkert verði þvi til 'fyrirstöðu, að við komum á páskunum. —■ Já, það skal ég muna. — Áslaug, ertu orðin þreytt góða? segir hann og lítur snöggv- ast upp úr handritinu. — 0, nokkuð svo, segir liún og setur nýtt blað í ritvélina, — jæja, haltu áfram. — Nei, ég held við hættum núna, það er nóg komið í dag. — Eins og þú vilt, segir hún og réttir úr bakinu. — En ætluð- um við ekki að ljúka þessu af fyrir jól — Jú, ég var að vona að okk- ur tækist það, segir hann hressi- lega. -— Einmitt, og í dag er áttundi desember, segir hún og andvarp- ar litið eitt. — Áttundi desember, ekki nema það þó. Naumast tíminn liður. — Já, auðvitað, hann hefur ekkert annað að gera. —• Þér veitir e'kki af að fara að hugsa fyrir jólunum. — Liklega ekki, segir hún lágt og eins og hálfgert út í bláinn. — Það er kominn timi til að hringja suður lil barnanna, og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.