Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 37
Hurðaskellir skipti oft starfi við hann, en hans líf og andleg nær- ing var sú að skella hurðum og gera húvaða, einkum þegar fólk vildi sofa eða varði sízt. Einnig mun Bandaleysir og Þvengjaleysir hafa gegnt starfi Faldafeykis og Hurðaskellis, þó á örlítið annan hátt. Bandaleysir gekk aðallega fram í því, að leysa svuntur af kvenfólkinu og yfirleitt flest þau bönd, sem hann náði í, en Þvengjaleysir gerði mönnum þann grikk að leysa skóþveng þeirra, gjarnan þannig, að þeir hnytu um þvengina og helzt dyttu. Skyrgámur var einna mestur matmaður þeirra jólasveina. Hann gat langtímum saman staðið við að spæna í sig úr skyrsáunum, og vílaði ekki fyrir sér að brjóta af þeim hlemmana, ef þeir gengu ekki af með góðu. Ekki veit ég, hvort hann er sá sami, sem sumir hafa kallað Skyrjarm, eða hvort sá hefur skipt verkum við hann annað slagið. Bjúgnakrækir hafði það fyrir sið að stelast í bjúgun, sem héngu í rjáfri eldhússins. Þá tyllti hann sér á bita og át, með- an friður entist. Líklega hefur Bitahængir verið staðgengill hans á stundum ,en ekki er þess getið, að hann hafi étið bjúgu. Hins vegar reið hann röftum, hvar sem færi gafst á. Gluggagægir hrelldi fólk með því að leggjast á glugga og lík- lega gera sig ferlegan. Eg get mér þess til, að Lampaskuggi hafi komið fyrir hann endrum og eins, til þess, eins og nafnlð bendir til, að skyggja á ljós fyrir fólki, en í þá daga mátti lampabirtan engu tapa. Gáttaþefur hafði þurftalítið og meinlaust embætti. Hann gerði ekki annað en stinga nef- inu milli stafs og hurða og þefa ferlega. Enda er þess hvergi get- ið, að fólki hafi stafað mikil hrelling af honum. Ketkrókur hefur hins vegar valdið þyngri búsifjum. Hann stal því sem hann mögulega gat af kjöti, bæði reyktu og söltuðu, en þó líklega oftar reyktu. Hann hafði á því allan gang, stundum gekk hann beint að og hirti af ránum, en í annan tíma fór hann laumuiegar og krakaði kjötið með stjaka upp um reykháfa. Líklega hefur hann, Bjúgna- krækir og Skyrgámur verið aðal aflasveinarnir, en hinir, sem ómerkilegri iðju höfðu, hafa hjálpað til að koma fengnum heim. Kertasníkir hefur haft það em- bætti að sjá um ljósmetið. Hann elti aðallega börnin og sníkti af þeim kertin, en líklega hefur hann farið einhverja krókaleið að því, svo börnin ekki skelfd- ust. Ef til vill hefur hann kunn- að þá forneskju að taka á sig yfirbragð manna, og brugðið sér í líki einhvers þeirra, sem börn- in voru kunnug. Þegar þeir sveinar fóru níu saman, var röðin algengust þessi: Gáttaþefur, Gluggagægir, Pottasleikir, Pönnuskuggi, Gutt- ormur, Bandaleysir, Lampa- skuggi, Klettaskora, Moðbingur. Náttúrlega er þessi nafnaskrá brigðul, því hér, sem í þrettán sveina hópnum, var ekki ófrá- víkjanleg regla hver fór hvert. Enn eru ónefnd nöfn nokk- urra jólasveina. Eru þau þessi: Tífill, Tútur, Baggi, Lútur* Rauð- ur, Redda, Steingrímur, Sledda, Lækjaræsir, Bjálminn sjálfur, Bjálmans barnið, Litlipungur, Örvadrumbur, Hlöðustrangi, Móamangi og Flórsleikir. Ekki veit ég, hvort þeir, sem hin lítt þekktari nöfn bera, hafa haldið kyrru fyrir á Jólasveina- stöðum allan ársins hring og lát- ið sér nægja að gæta bús, meðan bræðurnir drógu til fanga í byggðum. ílins get ég mér frek- ar til, að sum séu nöfn þau, sem sveinar höfðu innbyrðis, en ann- að þau nöfn, sem menn hafa gef- ið þeim, dregin af þeirra starfi. Ekki getur sagan um nema eitt húsdýr þeira bræðra. Var það ketta ein mikil og grimm, af mönnum kölluð Jólakötturinn. Má vera, að þeir hafi í heim- kynnum sínum haft fleiri slíkar skepnur, en aðeins notað þessa einu til reiðar á leið til byggða, en áburðar heim aftur. Köttur þessi var eina skepnan af þessu liði, sem lagði illt til manna, en hún var þeirrar náttúru, að hún fylgdist grannt með því, hverj- ir ekki fengu nýjar flíkur í jóla- gjöf, og þá át hún með húð og hári eða hirti og hafði burtu með sér. Ef einhver var svo illa staddur, að honum var engin spjör gefin, átti hann ekki nema einn kost þess að bjarga sér und- an kjafti og klóm kettunnar, og lá sú lausn þó hvergi nærri í augum uppi né var á allra vit- orði. Enda hefur oft verið erfitt um vik með framkvæmd henn- ar. En hún var sú, að fara með horn, fullt af hlandi, og skvetta úr því í það rúm, þar sem við- komandi leit fyrst dagsins ljós. En yfirleitt var vel fyrir því séð, að menn færu ekki í jóla- köttinn, eins og það var kallað; jafnvel örvasa niðursetningar fengu oftast einhverja flík um jól. Sjá má af þessu, að þrátt fyr- ir allt hefur jólakötturinn mörg- um manninum hjálpað, sem ella hefði verið settur hjá. Hvergi hef ég séð það í heim- ildum, að jólasveinar hafi hirt börn og stungið í poka sína og haft með sér heim. Upp á síð- kastið hefur þessu þó iðulega verið haldið fram, og það ekki sízt af dárum í búningi heilags Nikulásar. Mun ruglingur þessi einkum stafa af því, að jólasvein- ar hafa oft verið ranglega kennd- ir við Grýlu og öðrum hvorum ■ \ v A R 1) t t v V'IT-AMIN SCiN i’OOO TIL AUKINS YNDISÞOKKA GLÓBUS h.f. Vatnsstíg 3, - sími 11555 VIKAN 50. tbl. — 37 og. |aor- oerc)ix). ertrt fegAir rt Þrjú skref til að auka og vernda ungleika húðarinnar -— eingöngu Yardley. — 1. Djúpt hreinsandi krem; 2. Frískandi andlitsvatn, sem gefur húðinni unglegan blæ; 3. Næringarkrem, sem gerir húðina heilbrigða og silkimjúka; Síðan — lítið í spegil og sjáið hinn undraverða árangur. Fyrir venjulega og þurra húð: Dry Skin Cleansing Cream. Skin Freshner. Vitamin Skin Food. Fyrir feita húð: Liquefying Cleansing Cream. Astringent Lotion. Vitamin Skin Food. YARDLEY

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.