Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 21
„Hlustið á mig-,“ hvíslaði Blanche og var mikið niðri fyrir. „Þér verðið að hlusta mjög vandlega . . .“ Stúlkan heyrði ekki vel til hennar, svo að hún gekk skrefi nær og féll á hné skammt frá henni. „Þér verðið að hjálpa mér,“ sagði Blanche og bar ótt á, „því að ég get ekki gengið . . . Og ég er í hættu. Ég er veik — og systir mín — systir mín heldur mér hér . . . Þér verðið að sækja einhvern___lögregluna ... svo að hægt sé að fara með mig í sjúkrahús. Ég heiti —“ HVAD KOM FYRIR Blanche gerði ákafa tilraun til að setjast upp. Hún varð að segja eitthvað — hvað sem var — til að halda í manninn, svo að hann færi ekki! „Afsakið . . .“ sagði hún veikri röddu. En teppið var svo þungt, að hún gat ekki sezt upp með það ofan á sér, og áður en hún hafði risið upp við dogg, hafði maðurinn tekið á sprett frá þeim. í vonleysi lét hún fallast aftur á sandinn og heyrði fótatakið hverfa — renna saman við sjáv- arniðinn. Meðan Paul Singer beið eftir því, að vatnið í kaffið syði, dró hann tjöldin frá borðkróknum og leit niður að sjónum. Þok- unni var heldur að létta, en hon- um stóð alveg á sama, þótt svartaþoka yrði allan daginn. Það var ágætt að hafa þoku á sunnudegi, því að hún var ágæt átylla til að liggja inni og gera ekki neitt. Svo var það líka, að vinir úr borginni höfðu verið hjá honum og Kath til klukkan þrjú um nóttina, og þegar mað- ur var svona grúttimbraður, var ágætt að þurfa ekki að vafstra úti í sólinni. En víst var, að það myndi ekki vera næðissamt hjá þeim í dag. Martin-hjónin ætluðu að koma síðdegis til að fá sér hress- ingu. Það var gallinn við að eiga sumarbústað — það varð að bjóða öllum að koma þangað. Nú heyrði Paul, að suðan var að koma upp á vatninu, svo að hann sneri sér að katlinum, en þó ekki svo fljótt, að hann ssei ekki gömlu konunum tveim bregða fyrir niðri i fjörunni. Það var dálítið einkennilegt að sjá þær þarna. Önnur lá fyrir en hin sat hjá henni. Paul starði á þær drykklanga stund, áður en hann sneri sér að kaffitilbún- ingnum. Hann leit á klukkuna og sá, að hún var næstum tíu. Þokunni mundi þá líklega létta um há- degið. Þegar hann hafði lokið við að búa til kaffið og sett það á borðið í borðkróknum, varð honum aftur litið niður í fjör- una. Gömlu konurnar voru enn á sama stað. Svo kom hann auga á gráa bifreið, sem skilin hafði verið eftir skammt frá bílskúrn- um hans. Það var bersýnilegt, að þær höfðu komið akandi þangað, en líklega voru þær langt að komnar, úr því að þær komu á þessum óvenjulega tíma. Þær vissu ekki, hvað veðrið gat verið skrítið við sjávarsíðuna. En svo sneri Paul sér að kaff- inu og gleymdi kerlingunum bráðlega. Hann ætlaði að gefa Kath tíu mínútna frest, áður en hann ræki hana fram úr. Hon- um var sama um, þótt hann byggi til morgunkaffi handa sér, en það kom ekki til mála, að hann byggi líka til hádegisverð- inn. Þegar sólinni hafði um síðir tekizt að hrekja þokuna á brott, varð ógurlega heitt á baðströnd- inni. Blanche fann hvernig hita sló út um hana, og henni leið mjög illa, en hún vildi ekki vekja Jane, sem hafði loks ör- magnazt og sofnað við hliðina á henni. Með sólinni kom líka mikill manngrúi, eins og venja var þarna á sunnudögum. Blanche undraðist, hvað bað- ströndin var fljót að fyllast af fólki, sem settist hingað og þang- að í grennd við þær systur. Þó voru aðeins tveir hópar, sem voru mjög nærri þeim. Skömmu síðar vaknaði Jane og tók hún þá ábreiðuna ofan af Blanche, braut hana saman og setti undir höfuð hennar eins og kodda. ,,Þú hlýtur að vera þyrst“, sagði hún svo og litaðist jafn- framt um. „Þarna er gosdrykkja- sala“, bætti hún við, stóð á fæt- ur og burstaði sandinn af föt- um sínum. „Ég ætla að ná í eitthvað handa þér að drekka". Blanche horfði á eftir systur sinni nokkra stund, en síðan ákvað hún að reyna að vekja athygli á sér. Hún veifaði til stúlkna, sem sátu skammt frá henni, og eftir langan tíma tókst henni að vekja athygli einnar þeirra, svo að hún gekk í áttina til hennar og leit spyrjandi á hana. „Hlustið á mig“, hvíslaði Blanche og var mikið niðri. „Þér verðið að hlusta mjög vand- lega . . .“ Stúlkan heyrði ekki vel til hennar, svo að hún gekk skrefi nær og féll á hné skammt frá henni. „Þér verðið að hjálpa mér“, sagði Blanche og bar ótt á, „því að ég get ekki gengið . . . Og ég er í hættu. Ég er veik — og systir mín — systir mín heldur mér hér . . . Þér verðið að sækja einhvern . . . lögregluna . . . Svo að hægt sé að fara með mig í sjúkrahús Ég heiti . . .“ Hún þagnaði og starði undr- andi á stúlkuna, sem hafði aðeins virt hana fyrir sér með vantrúar- svip og hristi svo höfuðið. „En þér getið ékki neitað mér um þetta!“ stundi Blanche. En stúlkan hristi höfuðið enn ákafar en áður. „Afsakið", sagði hún, og það var áhyggjusvipur á andlitinu. „Ég — heimsækja — ég — ég túrista. Ég aldrei — nei — skilja — ensku. Af- saka. Leiðinlegt — leiðinlegt . . .“ Blanche gat aðeins starað á stúlkuna, uncrandi og ósjáfl- bjarga, þegar hún stóð á fætur og fór aftur til félaga sinni. Blanche lokaði augunum og stundi einungis undurlágt: „Góði Guð, Góði Guð . . .“ ÁTJÁNÖI KAFLI. Katherine Singer, sem enn var í náttfötunum og hafði lagt annan fótinn yfir stólarminn, starði undrandi á forsíðu blaðs- ins og hristi höfuðið. „Maður getur ekki annað en undrazt stundum", sagði hún þungt hugsi. „Maður undrazt, hvernig fólk getur hegðað sér gagnvart hvert öðru. Alltaf við og við er eitthvað þessu líkt“. Paul Singer lá á gólfinu og skoðaði íþróttasíður blaðsins. „Likt hverju?“ „Nú, eins og þegar þessi kona lokar systur sína inni — gömlu kvikmyndastjörnuna — og hef- ur hana í haldi eins og fanga. Það mætti ætla, að hún væri geðveik —- að gera annað eins og þetta!“ „Vitanlega", svaraði Paul og Framha'.d á bls. 29. VIKAN 50. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.