Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 32
Jélafötfn Glæsilegra úrval en nokkxu sinni fyrr ■ KIRKJUSTRÆTI Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. IlrútsmerkiJ (21. inr.r,:—20. apríl): líindran'.r, sein þér sýnast lítt yfirstíganlegar verða á vegi þínúm. Þctta dregur kjarkinn úr þér ef til vill um stund en ef þér reynist þetta um megn þá hikaöu ekki við að leita ráða. Tefldu dálítið djarft og þú munt hsfa unun af að sjá erfiðleikana sópast í burtu. K?.útjinerk:3 (21. apríl—21. maí): Fieisting til smá óheiðarleika mun grípa þig til þess aö flcyta þér þumlungi nær markmiði þínu. En þaö er ekkert líklegra en að þú náir því án þess cð grípa til nokkurs slíks. Þú ert dálítið illa upp- lr.gður þessa dagana, svo þú skalt hressa þig með tilbreytingu. i vtjuramerkið (22. maí—21. júní): Leitáðu ráða hjá einhverjum, sem þú treystir vel, vcgna alvarlegs einkamáls sem kemur á daginn. Vertu ekki of fljótur á þér og hugsaðu skarplega. Það getur oftar en einu sinni freistað ákaflega að segja cins og þér býr í brjósti, en í þetta sinn geta verkin t;lað hærra cn oröin. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Þár veröur vel ágengt á ýmsum sviðum, en þú þart eigi að síður að vera vel á varðbergi til að foröast mistök og auðnuhvörf. Sem stendur skaltu ekki standa 1 neinum peningaviðskiptum upp á eigin spýtur, nema að þrauthugsuðu máli. Ljonsmerkiö (24. júlí—23. ágúst): Þig skortir þekkingu til þess að geta hrint draum- um þínum í framkvæmd. Þessa þekkingu ættirðu þó að geta aflað þér ef vilji þinn er nógu ein- beittur. Þú átt í vændum ánægjulegar stundir með góðum félögum. Áhugamál þitt mun færa þér góða hugmynd. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Hikaðu aldrei á úrslitastund, það gæti þýtt tap og erfiöleika. Þjálfaðu sjálfan þig í að taka skjótar ákvarðanir 1 smáatriðum hins daglega lífs, því það getur orðið þér til ómetanlegs gagns seinna meir. Þú gctur ráðið fram úr vandamálum þínum ef þú einbeitir þér að því. Vogarmerkið (24. september—23. október): Þú átt í einhverjum deilum. Ef þú gætir þess að fara ekki með rangt mál, þarftu ekkert að óttast. Ef þú sigrar, muntu uppskera mikla ánægju, en ef þú bíður ósigur, hlýturðu heiður fyrir drengilega baráttu. En málalokin hefurðu á valdi þínu að mestu leyti. Drekamérkið (24. október—23. nóvember): Athugaðu vel hvort það sem þú girnist sé innan þeirra takmarka sem þér eru sett. Vonir um eitt- hvað sem er í rauninni ómögulegt gætu unnið þér tjón. Ævintýri sem þú áttir þátt í fyrir nokkru kem- ur með smá bakreikning, sem verður þér til skemmtunar. Bogamannsmerkið (24. nóvember~21. desember): Þú ert að afla þér einhverrar þekkingar sem þú hyggst nota mjög bráðlega, og leggur því talsvert aö þér til að ná sem beztum árangri. Þessi þekk- ing þín og þjálfun mun koma sér mjög vel fyrir þig núna og síðar. Miðlaðu öðrum af því sem þú hefur orðið vísari. Geitarmerkið (2. desember—20. janúar): Ekkert getur hindrað gengi þitt, nema þú sjálfur. Þú skalt láta sem fæsta vita af fyrirætlunum þín- um, því það eru margir reiðubúnir að gera sér mat úr góðum hugmyndum annarra. Náin skyldmenni þín þarfnast aðstoðar, sem þú ert fær um að veita. Vatnsbcramerkið (21. janúar—19. febrúar): Ef þú lætur ekkert raska trú þinni á sjálfum þér og heldur fast við vilja þinn, þrátt fyrir allar hindranir, þá áttu góða tíma 1 vændum. Þegar til kastanna kemur, skaltu treysta meira á skynsem- ina en tilfinningarnar. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz); Þú skalt gefa félaga þínum, sem þér finnst barna- legur og opinskár, nánari gætur, því þið eigið ótrúlega margt sameiginlegt og ef tækifæri gefst, skaltu ekki hika við að stofna til nánari kynna. Þú hltýur óvænta upphefð meðal kunningja þinna. — VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.