Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 34
í S R F O L D EpíII og ferill blaðamanns við Morgunblaðið um hálfa öld er merkasta blaðamanna- bókin, sem komið hefir út á íslandi, — lýsir atburðum undanfarinna 50 ára eins og þeir komu fyrir sjónir hins sívakandi blaðamanns. Bezta íslenzka skáldsagan, sem komið hefir út um langt árabil er Húsið saga Guðmundar Daníelssonar, sem gerist á 20. öldinni í íslenzku sjávarþorpi. Njósnir á tuttugudtu öldinni, með ailri þeirri kunnáttu, tækni og dirfsku, sem nútímamenn eiga til að bera er aðaluppistaðan í bókinni Dularfulli Kanadamaðurinn en þar segir frá ævi Sir Williams Stephensons, orustuflugmanns, hugvitsmanns, margmilljónera — og yfirmanns leyniþjónustu Breta í Vestur- heimi á stríðsárunum, mikils vinar Sir Winstons Churchills. Sir William var íslenzkur í aðra ætt- ina, átti íslenzka móður. Endurminningar 2 fjallgöngumanns minningar Þórðar Guðjohnsens læknis frá fjall- göngum hér á landi, i Noregi, Svíþjóð og Finn- landi og í svissnesku Ölpunum. M.a. segir Þórður frá göngu sinni á MATTERHORN. f bókinni eru 60 myndir teiknaðar af Þórði sjálfum. f bókar- auka segir Jokob Guðjohnsen frá ævi Þórðar læknis, frænda síns, en Þórður var lengstum lækn- ir í Rönne á Borgundarhólmi. fsafold gefur út fyrir jólin bókina John F. Kennedy skipstjóri á PT-109 Þessi bók er um 200 bls. með 24 mynda- síðum. Höfundur bókarinnar, Robert Donovan, samdi hana í fullri samvinnu við hinn látna forseta. Áður hafði Dono- van samið bókina ,,The Eisenhower Story“, og orðið heimsfrægur fyrir. í S A F O L D heim, við tækjum á okkur krók og héldum með fram sjónum Við yrðum lenigi á leiðinni, því að okkur lægi ekkert á. En svo þeg- ar við erum komin heim i hlýj- una og höfum fengið okkur hress- ingu, getum við hluistað á útvarp- ið, í ró og næði, spjallað saman eða lesið, alla nóttina, ef við vilj- um því það skiptir engu máli hve- nær við föruin á fætur næsta dag, við getum jafnvel legið í rúm- inu, ef okkur dettur i hug. Ekk- eri strit, engin skyldustörf, ekk- crt kapphlaup við klukkuna, eng- inn ótti við að koma ekki í fram- kvæmd áætlunarverki dagsins. — Og einn daginn gætum við ekið inn í Dal og hedmsótt Pál og Önnu, það er orðið svo langt slð- an við höfum séð þau. — Já, áreiðanlega tva eða þrjú ár, hugsaðu þér bara. — Já, góða, þetta gæti verið reglulega skemmtilegt. En hvað með börnin. Ég er hræddur um að þeim þyki jietta skritið. — Já, það er trúlegt. ■— Þú ættir að hringja 'til Ebhu á morgun. — Já, það er hezt að ljúka þvi af. ' — Hvað ætlarðu að segja við hana? — Það verða engin vandræði með það, ég segi, að ég sé þreytt, kannske svolítið lasin. — Þetta verða mikil vonbrigði fyrir Ebbu hún vinnur svo mikið og hlýtur að vera svo þreytt, nú þarf hún að fara að baka og gera allt mögulegt, sem hún annars slyppi við eif þau kæmu hingað, ég vorkenni henni sannarlega. —- Já, það geri ég l'ika. -— Hún vinnur allt of mikið, ég ætla að tala um það við Árna, þegar þau konia á páskunum, hún þarif að hvíla sig konan, ungt fólk á efcki að þræla sér svona út. — Nei, ]iað segirðu satt. ,— Heyrðu, það verður nú anzi langt að sjá þau ekiki fyrr en á páskum. — Já. — Hvenær skyldu páskarnir vera. — Ja nú, veit ég ekki. — Við gætum nú átt róleg jól, þó þau komi, sofið og slappað af eins og þú segir. Við gætum öll farið í kirkju og gert svona sitt livað okkur til skemmtunar á eftir, eins og við eriun vÖn. — Já, kannske, en þú veizt hvernig Ebba er. Hún ann sér engrar hvíldar, liún vill alltaf vera eitthvað að gera. Hún er líka svo brött á morgnana, og kann ekki- við að fara seinna á fætur en lnin. Börnin vakna líka svo snemrna, því þau fá aldrei að vaka fram eftir á kvöldin, litlu skinnin, ekki einu sinni á jólun- um og matinn verða þaiu alltaf að ,fá á réttum tíma hvernig sem á stendur. — Já, Ebba er ákaflega reglu- söm, og börnin eru vel upp alin hjá henni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.