Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 8
Yfirlitskort yfir skipulag Haralds og Ormars: 1. Menningarhverfi með Þjóðleikhúsi, Landsbókasafni, Leikhúsi, Leikskóla, sýningarhöll, söfnum og skemmtigarði (Arnarhól). 2. Verzlanahverfi með smáverzlunum, vöruhúsum, kaffihúsum, kvikmyndahúsum, samkomu- húsum og íbúðarhúsum bar suður af. 3. Skrifstofuhverfi með skrif- stofum viðskiptafyrirtækja, almenna þjónustu og verzlanir. 4. Ráð- hús. Allar borgarskrifstofur í einu háhúsi. Borgarþingsalur og fleira í lágri byggingu fyrir framan. 5. Stjórnaraðsetur: Alþingi, stjórn- arráð, hæstiréttur, cpinbert móttökuheimili. 6. Háskó!ahverfi með há- skóladeildum, fyrirlestrasölum, bókasafni, listaháskóla, stúdentagarði, mötu- neyti og fleira. 7. Klúbbhús fyrir sjávarsport. 8. Fiskmarkaður. t> 9. Skipaafgreiðsla. 10. Hótel. Séð yfir nýja háskólahverfið og stjómaraðsetrið að ráðhúsinu og mið- bæjarkjarnanum, þar sem Dómkirkjan oe Alþingishúsið blasa við á Tjarnar- bakkanum. Vinstra megin við ráðhúsið sjást viðskiptaháhúsin, og klúbbhúsin standa við enda Lækjargötu. Hægra megin eru Þingholtin að mestu óbreytt, en í framhaldi af þeim íbúðarháhúsin og V nýja Verz’ianahverfið. Lega borgarinnar verður að teljast allgóð. Að vísu nokkuð næðingssöm, en með fallegum vogum frá nátt- , úrunnar hendi og fagurri útsýn í ýmsar áttir, góðum hafnarskilyrðum og jarðhita. En hún á fá gömul, falleg : hús svo ekki sé talað um götur eða hverfi. Og hið nýja hefur víðast hvar ekki náð að vaxa saman, svo það er engin furða, þótt útlendingar sem hingað koma, liki borginni okkar stundum við gullgrafarabæ, eða í bezta lagi sambland af gullgrafarabæ og „próvins“borg. Mið- bærinn, hjarta borgarinnar, er hvað þetta snertir eins og flestir aðrir hlutar hennar. Eldvarnarveggir, eyður, bárujárnskumbaldar á víð og dreif innan um. Þrátt fyrir þetta er margt gott um miðbæinn að segja. Lega hans getur varla verið betri, milli hafnarinnar og Tjarnarinnar, með hæðirnar sína hvorum megin. Aðkom- an að miðbænum er mjög glæsileg, hvort heldur kom- ið er landveg niður Hringbraut, inn Sóleyjargötu og Fríkirkjuveg eða af hafi inn Flóann. Vegna legu sinnar einnar er Miðbærinn því kjörinn til að vera, einnig í framtíðinni, hjarta borgarinnar. Þar við bætist, að í óbyggðum eða lítt byggðum stað í borgarlandinu, leggja þeir Ormar og Haraldur aðaláherzluna á gildis- og af- kastaaukningu gamla miðbæjarins. — í viðtali við blað- ið lýstu þeir tillögum sínum svo: — í Reykjavík sameinast flestir sterkustu þættir ís- lenzks þjóðlífs. Sem höfuðborg er hún aðsetur alþingis, hæstaréttar og ríkisstjórnar, en hún er jafnframt mið- stöð allrar verzlunar, bæði innanlands og utan. Hér er iðnaðurinn öflugastur og fjármagnið mest. Og í Reykjavík er aðsetur helztu menningar- og listastofn- ana landsins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.