Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 36
— Já, já, mér fyndist ekki skaða þó ofurlítið væri slakað á klónni svona á stórhátíðum. — Nei, það er satt, þú ættir bara að segja Ebbu það. — Nei góði, ég hét því með sjálfri mér, þegar Árni kvæntist, að ég skildi ekki blanda mér i þeirra málefni, og það heit vil ég helzt halda. Ég vil ekki held- ur hæna börnin að mér nema að litlu lcyti, þau eiga fyrst og fremst að vera börn foreklra sinna ekki okkar. Ég sakna þeirra auðvitað, þegar þau fara, og ég tek á'kaflega nærri mér að kveðja þau, en verra yrði það, ef ég héldi, að þau væru mér háð á einhvern hátt eða leiddist mikið að fara frá mér. — Já, ég skil, segir hann lágt og eins og annars hugar. — Þú ræður þessu auðvitað, góða. — Árni, mamma þín hringdi til mín á skrifstofuna i morgun. — Jæja, var ekki allt gott að frétta? — 0 jú, en mér fannst mamma þín daiif og hálf þreytuleg. — Nú. — Heyrðu, já við förum til þeirra á jólunum eins og venju- lega. — Jæja elskan, en ég hélt, að við hefðum ákveðið að vera heima. -— Já, en sjáðu til, þegar ég fór að tala við hana, fannst mér hún svo eftirvæntingarfull og spennt, eins og hún væri að leita fyrir sér, hvort ekki væri allt i lagi með okkur varðandi jólin, og þá gat ég ekki fengið af mér að segja að við myndum ekki koma. Ég sá allt í einu hvað ég var sjálifselsk og vanþakklát við mömmu þina, sem er alltaf svo góð og elskuleg við mig. Hún á sannarlega skilið, að ég komi og hjálpi henni, ef ég get. Hún heifur alltof mikið að gera, held- urðu það ekki? — Mamma hefur alltaf þurft að vinna mikið, sérstaklega síðan þau tóku við skólanum. — Já, og nú er það líka þessi bók. — Já, þau mega herða sig, hún á að koma út í tilefni aif aldar- afmæli skólans. — Aumingja mamma þín, hún hefur í mörgu að snúast, það er svei mér gott að við förum og reynum að hjálpa henni eitthvað. Þú ættir strax á morgun að panta flugfar fyrir okkur. — Já elskan, ég skal gera það. — Oddgeir, ég hringdi til Ebbu i morgun, ég náði í hana á skrif- stoifunni. — Jæja, þú varst heppin, hvað er að frétta? — Allt gott held ég,. — Nú, ertu viss? — Já, já, þau eru öll frisk, en mér heyrðist Ebba hafa ósköp mikið að gera og vera hálf þreytt. — Já auðvitað, jjað er skiljan- It'gt. — Veistu, óg gat ekki fengið mig til þess að segja henni, að við gætum ekki tekið á móti þeim á jólunum, ég hafði ekki brjóst í mér til þess. Mér fannst liún svo eftirvæntingarfull, eins og hún vonaði, að ég s'egði þetta venjulega, og ég sagði það, og varð um leið svo glöð, að ég skil ek'ki, hvernig ég gat látið mér detta i hug að halda jól án barnanna. ☆ JÓLASVEINAR EINN QG ÁTTA FRAMHALD AF BLS. 26. til, var hann óvenju smávaxinn af jólasveini að vera. Þvörusleikir var ekki síður þurftasmár. Honum var nóg, ef hann gat laumast í að sleikja þvörurnar upp úr pottunum. Og svipuð var iðja Pottasleikis. Hann sóttist einkum í að skafa skófir úr pottunum og éta þær. Hann hagaði sér gjarnan þannig, að hann lá á glugga og hafði auga með því, hvenær börnin fengu pottana, en það var víða siður, að lofa þeim að hirða skóf- irnar. Þegar þau voru svo setzt með potta sína, knúði Pottasleik- ir dyra. Börn hafa alltaf verið börnum lík, og þustu þegar fram, til að gá hver gestur væri nú á ferð. A meðan sá Pottasleikir sér færi á að komast í pottana og varð oft vel til fanga. Askasleikir hafði hliðstætt hlutverk, en fór þó öðru vísi að. Hann leyndist undir rúmum í baðstofum, en þá tíðkaðist, að hver hafði sinn ask í skoti við sitt rúm, og var oft dágott í öskunum. En Askasleikir var nógu mikil ótugt til þess að stelast í askana og éta matinn frá mönnum. — Ég ímynda mér, að Syrjusleikir hafi stundum skift hlutverkum við tvo síðast- talda bræður. Faldafeykir hugsaði ekki um munn né maga, enda mun hann hafa verið kvensamastur bræðr- anna. Ekki var hann þó djarf- tækur til kvenna, heldur lét sér nægja að hrekkja konur og feykja tfl földum þeirra, svo hann mætti betur njóta þeirra kvenlegu fegurðar. Sumir segja þó, að hann hafi ekki verið svo fagurfræðilega sinnaður, heldur hafi næring hans og ánægja ver- ið fólgin í því, að sjá felmturs og skelfingarsvip á kvenfólkinu. gg — VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.