Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 46
bátahöfnin verður milli Ægis- garðs og Ingólfsgarðs, og þar upp af gerðum við ráð fyrir klúbbhúsi fyrir sjávarsport og ef til vill skemmtilegum fisk- markaði, svipuðum hrognkelsa- sölunni á vorin. í krikanum við enda Geirsgötu gerðum við svo ráð fyrir Skipaafgreiðsluhúsi, sem svaraði til flugafgreiðslu á flugvöllum o.s.frv. Virðulegasti hluti miðbæjarins er án efa gamli kjarninn -— Aust- urvöllur og umhverfi Dómkirkj- unnar og Alþingishússins. Við höfum því sett ráðhús borgar- innar við norð-vestur enda Tjarnarinnar, í nátengdu sam- bandi við þennan kjarna. Ráð- húsið höfum við ætlað upp á 20 hæðir með lágum þingsal fyrir framan. Jafnframt höfum við fært Tjarnarendann þangað sem hann áður var, upp að Þinghúss- garðinum. Gegnt þessum virðulega hluta yið nyrðri Tjarnarendann sett- um við svo annan, engu ómerkari við suðurenda Tjarnarinnar. Við gengum út frá því, að með vaxandi fjölda þjóðarinnar yrði Alþingishúsið of lítið, og ekki væri heldur nógu góður menningarbragur á því, að hafa sitt á hverjum stað, og sumt jafnvel á tveimur stöð- um, löggjafarþing þjóðarinnar, stjórnarráðið, hæstarétt og opin- bert móttökuheimili forsetans og ríkisstjórnarinnar. Þess vegna settum við þetta allt á einn stað við Tjörnina, á svipuðum slóð- um og hafmeyjan sat forðum. Þinghúsið látum við standa að nokkru úti í Tjörninni, en síð- an stjórnarráðið, hæstarétt og opinbert móttökuheimili litlu sunnar. Þegar komið væri til borgarinnar landveg, um Miklu- braut og Hringbraut, myndi þetta stjórnaraðsetur bera tígu- lega yfir iðgrænan og grósku- mikinn Hljómskálagarðinn, og síðan, þegar komið væri inn á Fríkirkjuveg og Lækjargötu, tæki ráðhúsið og Austurvallar- hverfið við. Og loks, syðst í þessu skipu- lagi okkar, kæmi svo háskóla- hverfi, með öllum þeim bygg- ingum og stofnunum, sem því til heyra. Þar myndi háskólabygg- ingin, sem nú stendur, vera aðal- kjarninn og allt miðast við hana, en aðrar byggingar koma út frá henni í austur og niður í Vatns- mýrina. Við teljum það ráðlegra, heldur en fara með byggingar háskólans vestur yfir Suðurgötu. Þarna gæti risið mjög skemmti- legt menntahverfi, og til yndis- auka gerum við ráð fyrir því, að Tjörn verði grafin undir Hringbrautina og næði út í þetta hverfi. Það yrði mjög auðvelt í framkvæmd. Við höfum leitazt við að fá sem samfelldastan heildarbrag á allt svæðið, og láta hvað leiða af öðru, eftir því sem kostur er. Ráðhúsið yrði gnæfandi bygg- ing, sem setti svip á borgina langt að, hvort sem komið er að á landi eða sjó. Þeir, sem koma sjóveginn, eiga aðeins fárra mín- útna gang til þess að komast í kjarna borgarinnar, en fyrir þá, sem koma landveg, myndar stjórnarsetrið við Tjörnina, virðulega en látlausa mynd yfir Hljómskálagarðinn, en síðan gegnt þeim byggingum hið nýja ráðhús og gömlu, sérkennilegu og fallegu húsin okkar, Dóm- kirkjan og Alþingishúsið gamla, sem þá yrði væntanlega þing- minjasafn. En eitt viljum við taka fram: Þótt þessi skipulagsuppdráttur okkar spanni yfir þennan borg- arhluta með ákveðnum aðalat- riðum, yrði að sjálfsögðu að breyta honum og vinna hann betur í mörgum einstökum at- riðum, ef ákveðið yrði að leggja hann að einhverju leyti til grundvallar í uppbyggingu nýs Miðbæjar í Reykjavík. ÞRIGGJA KOSTA VÖL FRAMHALD AF BLS. 13. Faith gekk á undan Clare upp stigann og gekk rakleitt og hik- laust inn í herbergið sitt. Það var nærri því óskiljanlegt, fannst Clare, að þetta skyldi vera blind manneskja, sem aðeins hafði hugboðið til að leiðbeina sér. — Ég verð að játa að ég er skelfing þreytt, sagði Faith þeg- ar hún var komin í rúmið. — Er það eðlilegt, heldurðu? Hún leit kvíðin til Clare. — Ég vildi ógjarnan verða veik —- einmitt núna. •— Þú verður það ekki, sagði Clare hughreistandi. Ferðin hef- ur verið erfið, og svo skilurðu að það reynir á taugarnar að opinbera trúlofun . . . Faith hallaði sér útaf og varp pndinni. — Þér er svo lagið að hugga mann, sagði hún. — Og þú hefur eflaust rétt fyrir þér. Ég hef líklega verið í hugaræs- ingi útaf þessu, þó ég gerði mér ekki grein fyrir því. Það liggur við að ég skilji ekki að Simon elski mig í raun og veru . . . Ég hef elskað hann lengi — í mörg ár, skilurðu. Hann hefur verið mér svo góður og látið sér svo annt um mig . . . Það var tilbeiðslusvipur á andlitinu á henni þegar hún hélt áfram: — Honum tókst jafnvel að láta mig sætta mig við, að ég var blind. En það er blindunni að þakka að ég kvnntist honum. Annars hefði fundum okkar lik- lega aldrei borið saman. — Það hlýtur að vera yndis- le-t að elska manneskju svona heitt, sagði Clare alvarlega. — Já, það er yndislegt . . . Það reynir þú sjálf þegar þú verður ástfanginn og giftist. Hevrðu Clare, við skulum alltaf halda saman — vera sannir vinir. Ég á enga systur, ems og þú veizt. Finnst þér ég tala kjána- lega? Mér finnst ég þekkja þig svo vel nú orðið, að ég geti sagt hvað sem er við þig. Clare komst við af þessari hlýju, og þótti vænt um orðin. '— Þú getur ekki gert mér neina meiri gleði, svaraði hún lágt. — Ég hef alltaf þráð að eiga fjölskyldu, og hef öfundað vinstúlkur mínar, sem voru þannig settar. Manni finnst mað- ur vera einmana þegar maður er fjölskyldulaus — eins og maður hangi í lausu lofti. — En nú ertu áreiðanlega ekki í lausu lofti lengur, sagði Faith. Hún brosti alvörubrosi, eins og hún byggi yfir leyndar- máli sem hún ætti ein. — Það er indælt að vera komin heim í sitt eigið rúm aftur . . . Viltu biðia Simon um að koma upp og bjóða mér góða nótt? Clare kinkaði kolli. —- Viltu ekki fá eitthvað að borða áður? Klukkan er ekki nema sjö. - Nei, bökk fyrir, svaraði Faith. — Ég er ekki svöng — bara þreytt. Clare tók á slagæðinni á henni. Hún var nokkuð hröð. — þú verður að muna að ég er ást- fangin og þá er ekki gott að reiða sig á hjartað. Heyrðu, DÝR - ÓDÝR - AÐEINS VÖNDUÐ LEIKFÖNG IVIesta og fallegasta úrval leikfanga sem til er» hér á landij (NÓATÚN) SKIPHOLTI 21 — SÍMI 21901 _ VXKAN 50. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.