Vikan - 02.01.1964, Side 13
. f— M
^smmm
ungur maður með hnetubrún
leg rödd, sem sagði:
Komið þér sælar, miss Lucy Locket.
Hann notaði aldrei skírnarnafnið mitt. Kort-
in, sem hann sendi mér, voru stíluð á miss
Locket. Adam elskaði póstkort. Morguninn,
sem ég varð tuttugu og fjögurra ára, og hann
hafði verið burtu í eitt ár og þrjár vikur,
lagði ég póstkortin fjögur á borðið, meðan ég
beið eftir að tevatnið hitnaði. Þessi kort voru
allt og sumt, sem ég hafði fengið frá honum,
síðan hann kvatti mig með léttum kossi á vang-
ann og þessum kæruleysislegu orðum: — Kæra
miss Locket, ég læt þig heyra eitthvað frá mér.
Hann ferðaðist yfir Belgíu og Holland og til
Kaupmannahafnar, en þaðan var fyrsta kort hans
sent. Frá strönd Svartahafsins hafði ég fengið
hræðilegt kort af Istanbul. A jólunum var hann
í Rio de Janerio, og síðan hafði komið kort frá
Philadelphia.
Þessi júnímorgun var yndislegur, en ég eyddi hon-
um við að bíða eftir bréfberanum. Hvort sem Adam
væri á heimleið eða ekki, var ég viss um, að hann
mundi ekki gleyma afmælinu mínu. Kvöldið áður
en hann fór, höfðum við borðað kvöldverð í íbúð-
inni minni. Ég hafði búið til sufflé, létt eins og ung ást á vorin, og hann hafði
meðferðis flösku af víni, sem glitraði gullið í glösunum.
— Það er leitt, að ég verð ekki hér á afmælisdaginn þinn, hafði hann
sagt. En ég sendi þér kort. Manstu eftir hádegisverðinum, sem við borðuð-
um saman í fyrra?
Auðvitað mundi ég eftir honum og man enn. Það eru nú tvö ár síðan.
Það hafði verið jafnfagur morgun og núna, þegar hann barði að dyrum hjá
mér og rak á eftir mér að klæða mig og koma með honum eftir auðum göt-
unum út í græna þögn skógarins.
Hann talaði.
Hefur nokkur nokkurn tíma talað svo mikið?
Þann morgunn sagði hann mér frá efninu í nýju bókinni sinni,
að velta því fyrir mér, hvort ég hefði átt að taka með mér blýant
og hraðrita þetta allt jafnóðum ...
Svo hrópaði hann:
— En nú, kæra miss Locket — nú snúum við okkur aftur að veruleikanum.
Við borðuðum hádegisverð á litlu veitingahúsi, og á eftir gaf hann mér
risastóran rósavönd.
— Hjartanlegar hamingjuóskir, miss Locket, sagði hann. Eins og venju-
lega kyssti hann mig laust á vangann. Vertu góð stúlka. Þú heyrir frá mér.
Svo var hann farinn.
Þannig var Adam alltaf. Þú heyrir frá mér. Og ég vissi, að það gat dreg-
izt í þrjá daga, þrjár vikur eða þrjá mánuði að ég sæi hann aftur.
m
og ég fór
og pappír
Þú ert kjáni, miss Locket.
Hve oft hafði ég ekki sagt
það við sjálfa mig síðan
ég hitti Adam. Þú verður
ekki ung til eilífðar, miss
Locket. ^litlarðu að eyða
þínum beztu árum á mann,
sem iíklega hefur aldrei lát-
ið sér til hugar koma að
verða ástfanginn af þér?
En það var bara hagsýni, sem
ég hafði erft eftir föður minn,
sem fékk mig til að hugsa
þannig. Ég hafði erft meira
frá móður minni, og það var
hún, sem sagði: Sé trúin nógu
sterk, verður hún að veruleika.
Það voru þessi orð, sem höfðu
styrkt mig alla þá dauflegu daga
síðan Adam fór fyrir meira en
ári síðan. Hann kemur aftur til
mín. Til mín. Ó, Adam, það er
kominn tími fyrir þig að koma
heim, sagði ég lágt.
Bréberinn stanzaði fyrir utan J ’ ■■
hliðið okkar og setti hrúgu af bréf- mSÍ
um og einn pakka í kassann. Ég
hljóp út. Það var allt til mín.
Uppi í herberginu mínu lét ég pakk-
ann liggja á gólfinu, meðan ég fletti
bréfunum ákaft í leit að póstkorti.
En það var ekkert kort.
Ég settist niður og vonin, sem fyllt
hafði huga minn, hvarf og skildi eftir
sársauka og tóm í hjartanu.
Ég jafnaði mig smám saman aftur.
Það hlaut að koma með síðari póst-
inum. Það var nú líka til sími. Ég leit
löngunaraugum á þögult símatólið og
hugsaði um það, að hægt er að hringja
hvaðan sem er úr veröldinni — ef mað-
ur vill.
Tvisvar hafði hann munað eftir afmælis-
deginum mínum. Ekki mundi hann
gleyma þessum, núna, þegar hann var
að öllum líkindum á leið heim.
Þegar síminn hringdi, þreif ég hann æst,
og rödd mín var hjáróma af eftir-
Frainhald á bls. 43.
pmi
' .'v: i'í -V',S'
llliliiil
mmmmm
Wilil
■v:-X ;