Vikan - 02.01.1964, Side 21
í íslenzkum þjóðgarði. Matvæli, aðallega landbúnaðarafurðir, á víð
og dreif. Hagfræðin og siðfræðin stangast stundum á.
en ef þeir eru seldir í flöskum.
Nú springur mikið af hyrnum,
sem kunnugt er. Á götum, í
skólum og skrifstofum hittir
maður þessar sprungnu hyrn-
ur, þær minna á sinn hátt á
rónana. Allvíöa er beitt sötu-
nauðung, svo menn fá alls ekki
mjólk í flöskum, og stundum
fæst mjólkin aðeins í smáhyrn-
uin. Ennþá er þó ekki hin full-
komna einokunarnauðung kom-
in á, en að því mun stefnt þeg-
ar hún er þegar viðurkennd í
sumum verzlunum. En hvað
munar BÖR BÖRSON ISLAND-
ICUS um að gefa öskutunnunum
tólf milljónir á ári? Það eru
ekki nema svo sem tólf barna-
leikvellir eða ein lítil skólabygg-
ing. Og aðrar tólf og þriðju tólf
milljónirnar í öðrum pappa-
fórnum. Allar þessar pappafórn-
ir færa menn glaðir og án þess
að hugsa. Kaupmaðurinn minn
er eini maðurinn, sem bendir
mér á hve miklu ódýrari hrís-
grjónin séu þegar hann pakkar
þeim sjálfur.
Þessar pappafórnir eru sama
sem leikvallarfórnir og leiða til
barnafórna. Hér deyja sjöfalt
fleiri börn í umferðarslysum en
í jafnstórri borg í Bandaríkjun-
um. Hér fyllum vér öskutunnur
af dýrum innfluttum pappa fyrir
milljónir króna og látum börnin
leika sér í moldarflögum og
drullupollum, en hyggjum dýr-
um dómum yfir lakkið á bilun-
um.
Meðan þessar stórstígu fram-
farir eiga sér stað hjá oss, hafa
húsmæður í Osló fengið sér
hrúnar flöskur fyrir glærar.
Hyrnur fá þær einnig ef þær
vijja, aðeins miklu hetri en vor-
ar. Þær eru ekki eins elskar
að einokun og pappanauðung og
vér liér. Og barnaleikvellirnir
hjá þeim eru furðulegir. Ég sá
einn, þar sem til liafði verið
búinn stærðar pollur handa
krökkunum til að vaða í. En
hann vár stéinsteyptur í botninn,
vatnið i honum var alveg hreint
og mjög grunnt. Daglega var
skipt um vatn, krakkarnir urðu
að fara úr skóm og sokkum ef
þau vildu vaða — og haga sér
eins og siðaðir menn. Málið er
miklu einfaldara hjá oss: Hér
komast krakkarnir á bóla kaf í
sumum pollum, i skóm, sokkum
og öllum fotum — og ekki þarf
um neitt annað að hugsa en að
reyna að ná þeim lifandi inn
og færa þau í hrein föt frá
hvirfli til ilja. Vér höfum ráð
undir rifi hverju og nóg af öllu
tagi, ekkert skortir nema ástúð-
ina og viljann til að ala upp sið-
aða menn. — Að unglingarnir
skella sér i Öxará eða einhverja
á i Þjórsárdal og Þórsmörk er
ekki annað en framhald af
drullu-polla uppeldi í barndómi.
Það þarf ekki að skipa nefnd
sérfróðra manna til að rannsaka
það mál -— Bakkabræður mundu
alveg eins vel geta fundið lausn-
ina.
IV. Líkkistusmíð ráð-
deildarinnar: Verð-
bólgan.
í þjóðfélagi voru eru ekki
aðeins hálaunamenn, heldur
einnig liálauna-unglingar. Ekki
er langt siðan einn hálauna-
unglingur gat haft jafn háar
mánaðartekjur og tveir hálauna-
menn, t. d. tveir af kennurum
þess sama unglings. Jöfnuður er
í þjóðfélaginu, og gætum vér
tekið undir með Kínverjum; sá
Framhald á bls. 44.
VIKAN 1. tbl. — 21