Vikan - 02.01.1964, Side 33
blandaða lýsing enn óhugnað
sjónar, sem þó ein sér hefði
nægt til að slá óhug á hvern
sem var.
Vaxmyndirnar stóðu stjarfar
hver á sínum stað, biðandi eftir
lofi eða lasti múgsins, sem inn-
an stundar mundi rangla á með-
al þeirra með ugg í brjósti. í
miðganginum mitt á meðal
þeirra sat Hewson og hallaðist
aftur i sæti sinu. Ilaka hans
var teygð uppávið, eins og hann
biði eftir þvi að vera þjónust-
aður af rakara. Og þó elcki sæist
skráma á liálsi hans né annars
staðar á líkamanum, var hann
kaldur og dauður. Fyrrverandi
atvinnuveitendur hans höfðu
haft rangt fyrir sér, er þeir á-
felldust hann fyrir skort á i-
myndunarafli.
Augnaráð dr. Bourdette, sem
stóð þarna á palli sínum, hvildi
skeytingarlaust á liinum látna.
Hann hreyfði sig ekki, enda
ófær til sliks. En hann var nú
heldur ekki annað en vaxmynd.
FLÓTTINN FRÁ
COLDITZ
v------------------------
FRAMHALD AF BLS. 17.
Einn morguninn varð hann
meira að segja svo ósvífinn að
kasta af sér vatni beint á höfuð-
ið á mér. Kyrrðartímabilin tvö
voru rétt áður en varðmaðurinn
kom á sinn stað, hitt skömmu
eftir að hann var farinn sína
leið. Hann var venjulega laus
klukkan sex, en þá tók varðsveit
við, og við urðum að taka tillit
til hennar. Stundum var hún
mjög stundvís í ferðum, en oft-
ast óútreiknanleg. Þetta fannst
okkur illt ekki sízt undir lokin,
þegar við vorum að ljúka undir-
búningi flóttans.
Þann 4. september tilkynnti
vörður okkur, að varðmaðurinn
við brenniskúrinn hefði verið
kallaður af verði klukkan fimm
árdegis. Þetta voru góðar fréttir,
sem mæltu með flótta snemma
morguns. Samkvæmt minnisblöð-
um okkar þurfti ekki að gera
ráð fyrir, að konan kæmi í skúr-
inn fyrr en kl. 6,30 og stundum
kom hún ekki fyrr en síðar.
Við gátum því, er bezt lét, reikn-
að með hálfri annarri klukku-
stund, í versta tilfelli aðfeins
hálfri. Við tókum ákvörðun um
að láta ekki meiri tíma fara til
spillis og hefja flóttann morgun-
inn eftir. Ákveðið var, að flótt-
inn skyldi hafinn klukkan fimm
að morgni fimmtudagsins 5. sept-
ember.
fyrsta
flóttatilraunin.
Við neyttum kjarngóðrar mál-
tíðar 4. eptember og lögðum síð-
ustu hönd á klæðaburð okkar.
Við skiptum með okkur kortun-
um — sum voru ágæt herfor-
ingjaráðskort, sem við höfðum
fundið, önnur höfðum við tekið
upp á þunnan salernispappír. Við
bjuggum um þurrkost okkar,
hrá hafragrjón, blönduð sykri,
sem tekið hafði verið trausta-
taki í eldhúsi Þjóðverja.
Skammtur minn var í tveim
sterkum léreftspokum, sem ég
gat haft um hálsinn. Ætlunin
var, að þeir hengju á bringunni
á mér og mynduðu þar stór
brjóst, því að ég átti að vera
dulbúin sem kona. Ég átti enn
i fórum mínum stóra, brúna
skinntösku, sem ég hafði fund-
ið í herskála í Charleville. Ég
gat haldið á henni, meðan ég lék
konuhlutverkið og síðan á bak-
inu. Ég hafði ekki rúm fyrir stíg-
vél mín, svo að ég vafði þeim
innan í brúnan pappír.
Kvenlegur búningur minn
samanstóð af stóru rauð-tíglótt-
um dúk til að hafa yfir höfð-
inu, hvítri sportskyrtu, sem átti
að koma í stað blússu, og pils-
um, sem gerð voru úr gamalli,
grárri gardínu, sem ég hafði
einnig sankað að mér á leiðinni
um Þýzkaland, Ég rakaði á mér
fótleggina og síðan voru þeir
„sólbrenndir" með joðáburði, og
loks hafði ég svarta tuskuskó
á fótunum.
Þegar komið væri út fyrir bæ-
inn, ætlaði ég að fleygja kven-
skartinu og setja upp grágrænan
tyrólahatt. Hann var gerður úr
khakiefni og litaður og var þetta
meistaraverk ensks iiðþjálfa.
Auk þess hafði ég þykka peysu,
litla regnslá til notkunar í vot-
viðri, dökkbláar stuttbuxur, sem
gerðar voru úr reiðbuxum
belgísks flugliða, hvíta, bajerska,
ullarsokka í sama mynztri, sem
menn notuðu mjög í þessum
hluta landsins og ég hafði keypt
fyrir skammarlegt verð í eld-
húsinu, og loks hafði ég svo her-
mannast.ígvélin mín, sem höfðu
upphaflega verið brún en nú ver-
ið lituð svört.
Hinir höfðu samsvarandi bún-
að, en þó vissar breytingar hjá
hverjum einstökum. Klæðskerinn
hafði útbúið tyrolahatta handa
öllum og meira að segja gert
austurríska skikkju, sem Harry
Elliott ætlaði að klæðast. Lock-
wood ætlaði líka að strjúka í
gerfi konu, og var búningur hans
um margt svipaður mínum. Rup-
ert átti gamalt, grátt teppi, sem
saúmað var í kápu. Við vorum
marglitur söfnuður og hefðum
áreiðanlega ekki staðizt skoðun
í björtu, því að við höfðum ekki
næga reynslu til að framleiða
hentug dulargerfi úr alls engu.
ditlun okkar var, að við ættum
að Játast vera ungir, austurísk-
ir farfuglar, ef við hittum menn,
en annars ætluðum við að fara
huldu höfði um daga.
Um kvöldið komu félagar okk-
ar brúðum fyrir í hvílum okk-
ar, og voru þær svo líkar sof-
andi mönnum, að það átti að
nægja til að blekkja verði, sem
litu aðeins snögglega inn. Við
félagar sváfum allir í ýmsum
stofum í byggingunni, sem göng-
in bryjuðu í, og fengum að sofa
þar hjá ýmsum kunningjum.
Þetta fór svo leynt, til þess að
ekki kæmi upp eftirvæntingar-
ókyrrð meðal manna, að jafnvel
fyrirliðar hverrar stofu vissu
ekki, að stofufélagar þeirra
voru fleiri eða færri en venju-
lega.
Ákveðið var, að við skyldum
fara á stjá klukkan fjögur um
nóttina. Okkur varð ekki svefn-
samt, og höfðum við þó ráðið
tvo ,,vekjara“ hvor, svo að við
hefðum getað sofið hinir róleg-
ustu þess vegna. Ég barði höfð-
inu við koddann hvað eftir ann-
að, en það þar ekki árangur, en
það hafði þó verið óbrigðult ráð
áður. Mér leið illa um nóttina,
því að ég var allur í svitabaði
vegna taugaóstyrks og eftirvænt-
ingar, og auk þess var einhver
óþægindatilfinning í maganum í
framhaidi af þessu. Hugsanirnar
stnuu
MEO U MY N D U M
FÁST í NÆSTU
YERZLUN.
voru í hrærigraut í höfðinu á
mér — möguleikarnir á, að okk-
ur tækist að komast af stað, að
okkur lánaðist að komast alla
leið, hætturnar, sem voru þessu
fyrirtæki samfara. Myndu þeir
reyna að vinna á okkur, ef þeir
hæfu skothríð? Hvers mættum
við vænta, ef þeir næðu okkur
strax eða síðar — yrðum við
teknir af lífi eða látnir hverfa í
þýzkum útrýmingarbúðum? Um
þetta leyti styrjaldarinnar vissi
enginn svörin við þessum spurn-
ingum. Þetta var fyrsti flóttinn,
sem ráðgerður var úr þessum
fangabúðum, og að líkindum
fyrsta flóttatilraun brezkra liðs-
foringja úr þýzku fangelsi yfir-
leitt. Við vorum tilraunadýr.
— O —
Klukkan fjögur að morgni, í
niðamyrkri, festi ég á mig barm-
inn og klæddist blússu og pilsi.
Við læddumst í þvottaklefann
við hlið gangamunnans. Við fyllt-
um vatnsflöskur okkar. Vatns-
kraninn lak- á eftir —• varðmað-
ur var í 30 m. fjarlægð, við vor-
um vissir um, að hann mundi
heyra dropana detta. Ég var viss
um, að hann hefði heyrt þetta ...
það gerðu taugarnar. Varðmenn
okkar voru komnir á sinn stað,
en þeir áttu að aðvara okkur
um ýmislegt, sem við þurftum
að vita. Einn átti að láta vita,
þegar vaírðmaðurinn úti fyrir
skúrnum hefði verið kallaður á
brott. Aðrir áttu að láta vita,
ef eftirlitssveit væri á ferli og
hætta væri á, að allt kæmist
upp.
Klukkan 5,15 var varðmaður-
inn enn á sínum stað. Nú var
líklegast ,að hann mundi verða
þar til klukkan sex. Var því
ekki um annað að ræða en bíða,
en allir voru með ógurlegan
hjartslátt. Þá heyrðist allt í einu
skarkali, hver hvellurinn af öðr-
um, og svo nístandi öskur. Þá
var þessu lokið — en við urðum
að halda kyrru fyrir, þar sem við
vorum. Það var það eina, sem
við gátum gert, og hefði illa far-
ið, ef skelfingin hefði náð tök-
um á okkur, en í því efni mun-
aði litlu.
Dick Howe og Peter Allan,
sem höfðu orðið leiðir á biðinni,
höfðu hallað sér að 4ra metra
löngu blikktrogi, sem notað hafði
verið sem þvottabali, og loks
höfðu þeir setzt á brúnina á því,
en þá valt það vitanlega um koll
með óskaplegum skarkala, sem
vakti alla í byggingunni, en þótt
ótrúlegt sé, aðhafðist vörðurinn,
sem var í aðeins 30 metra fjar-
lægð, alls ekkert í þessu sam-
bandi. Menn biðu í ofvæni en
ekkert gerðist, allt varð hljótt
og kyrrt á ný, enginn grunur
virtist hafa vaknað með Þjóð-
verjum, um að eitthvað kynni að
vera á seyði, sem ekki ætti að
vera.
Klukkan í fjarlægum turni
sló sex. Við vorum að sálast úr
spenningi, en mínúturnar siluð-
ust áfram, Loks kom merkið
klukkan 6,15: „Öllu óhætt!" Ég
reif ganginn upp og skreið ofan
í hann, og þegar komið var að
hinum endanum, ruddi ég tor-
færunni þar frá og ætlaði upp.
En ég var heldur gildari en ég
hafði áður verið, svo að ég varð
að rífa meiri mold úr bakkanum,
en þá komst ég líka upp. Svo
kippti ég Rupert upp úr og þá
Peter, en bað þann Petur, sem
þá kom næst, að bíða niðri, þar
til við hefðum fundið leið til
að komast út, því að stór hengi-
lás með hespu var á rimlahlið-
inu, sem ég hefi getið áður. Ég
réðst strax á lásinn, en hann var
svo sterkur, að enginn leið var
að snúa hann í sundur. Ég var
farin að örvænta, þegar ég mundi
allt í einu eftir verkfærinu, sem
ég hafði einmitt haft meðferð-
is til að beita í þessum vanda.
Ég þyrfti ekki annað en skrúfa
þrjár skrúfur, og það tók litla
stund. Svo var leiðin greið. Ég
leit á armbandsúrið mitt. „Dick!“
hvíslaði ég ofan í göngin. „Þú
verður að flýta þér. Klukkan er
orðin hálf-sjö!“
VIKAN 1. tbL — gg