Vikan - 02.01.1964, Qupperneq 44
Þegar ég gekk upp tröppurn-
ar, vissi ég nákvæmlega, hvemig
allt mundi verða, það var eins
og ég horfði á leiksýningu.
Þar stóð borð í horninu, sem
hann hafði látið taka frá fyrir
okkur, hlaðið gómsætum mat,
sem hann hafði valið með alúð,
og yfirþjónninn stóð álengdar.
Samtal okkar mundi verða eðli-
legt og allt upp á það þægileg-
asta.
A eftir gengum við meðfram
ánni í heitri síðdegissólinni. AUt
í einu tók ég eftir því, að ég varð
að hlusta betur eftir því, sem
Raymond var að segja.
. .. níu ára aldursmunur, sagði
hann, og þá gerði ég mér til
mikillar skelfingar Ijóst, að
hann var að biðja mín í þriðja
sinn, og að nú gat ég ekki leng-
ur frestað því að taka ákvörðun.
— Lucy, þetta er í þriðja
skipti að ég bið þig að giftast
mér, sagði hann eins og bergmál
af hugsunum mínum.
Ó, Raymond, hugsaði ég, ef ég
aðeins elskaði þig, mundi mér
standa á sama um níu eða nítján
ára aldursmun eða jafnvel tutt-
ugu og níu ára mun.
- - Við erum búin að þekkjast
lengi, hélt hann áfram, við höf-
um sömu áhugamál og fellur vel
við sömu hlutina.
Já, hugsaði ég, hluti af mér
kann vel við sig í þínum heimi,
meira að segja stór hluti af mér.
En það er til önnur hlið á lífinu,
og það mundir þú ekki geta skil-
ið. Sú hlið lífsins, þar sem fólk
gengur um í skóginum klukkan
sex að morgni án þess að hafa
ákveðið það fyrirfram ...
— Okkur mundi líða vel sam-
an, sagði Raymond lágt. Ég
mundi kaupa okkur hús úti 1
sveit — eða úti við sjó, ef þú
vildir það heldur.
Já, hugsaði ég, ég veit að við
mundum hafa það gott. Ég væri
stúlka, sem hefði heppnina með
mér. Nóga peninga, þægindi og
skemmtanir.
— Og ég elska þig, sagði hann.
Ég sá í augum hans, að hann
sagði satt. Það kom mér til að
finnast ég vera lítil og ómerki-
leg, því að hingað til hafði ég
aðeins hugsað um fjárhagshlið-
ina.
Ég þagði og smám saman færð-
ist yfir mig heit ánægjukennd.
Hann hafði sagzt elska mig. All-
ar konur vilja vera elskaðar.
Adam hafði aldrei sagt mér, að
hann elskaði mig. Að öllum lík-
indum mundi hann aldrei segja
það. Kannski mundi ég aldrei
sjá hann framar.
— Ég held, að þú elskir mig
svolítið líka, sagði Raymond
blíðlega og lagði handlegginn um
herðar mér.
Ég varð að svara honum. Hann
beið. Hvers vegna hikaði ég? Var
það ef til vill til þess að minnast
órða móður minnar, þegar hún
sagði:
Sé trú manns nógu sterk, verð-
ur hún að veruleika.
Trú mín er ekki sérlega sterk,
hugsaði ég bitur, hún getur ekki
lifað af einn gleymdan afmælis-
dag.
Nú vissi ég að vonleysisstund-
in var liðin hjá.
Meðan ég hugsaði um, hverju
ég skyldi svara Raymond, sagði
hann:
— Einu sinni hélt ég að það
væri Adam, sem þú værir að
hugsa um. Ég verð líka að viður-
kenna, að ég er að reyna að fá
jáyrði þitt, áður en hann kemur
aftur.
Stutta stund varð allt í þoku
fyrir augum mínum.
— Hvað áttu við? sagði ég
andstutt.
Hann reyndi að taka mig í
faðm sér.
Nýir íslenzkir danslagatextar
við öll nýjustu danslögin. —
Sendið kr. 25.00 og þið fáið
heftið sent um hæl burðar-
gjaldsfrítt.
Nýir danslagatextar
Box 1208 — Reykjavík
-----------------------------1
— Astin mín, við skulum ekki
tala um Adam.
— Raymond, ég verð að vita
það. Er Adam á leið heim?
—- Ég geri ráð fyrir því. Hann
talaði eins og honum væri það
þvert um geð, og ég sá, að hann
var sjálfum sér ergilegur yfir að
hafa minnzt á Adam.
Óþolinmæðin náði tökum á
mér og ég þreif í handlegg hans
og hrópaði:
— Hefurðu heyrt eitthvað frá
Adam?
Hann hrukkaði ennið.
— Já, sagði hann loks. Adam
sendi mér handritið að síðustu
bók sinni. Ég vakti í alla nótt
við að lesa það.
— Var ... var það gott?
— Það var gott, sagði hann.
Það var það, sem ég hef verið
að vona og búast við, að hann
gerði.
Skyndilega þoldi ég ekki leng-
ur rannsakandi augnaráð hans.
Ég sneri mér undan og gekk í
átt að gamalli trébrú. Þar hall-
aði ég mér út á grindverkið og
reyndi að ná valdi á hugsunum
mínum.
Svo sneri ég mér aftur að Ray-
mond og talaði hratt og hrein-
skilningslega, eins og ég hefði
átt að gera löngu fyrr.
— Raymond, sagði ég döpur.
Ég get ekki gifzt þér. Þú skilur,
það er Adam.
Hann þagði litla stund, síðan
yppti hann öxlum og fór með
höndina í vasann. Hann rétti mér
kort.
— Það er víst bezt, að ég af-
hendi þér þetta, sagði hann. Það
er hvort sem er til þín. Ég fann
það milli blaðanna í bókinni
hans.
—- Til mín? En .. .
— Ég tók kortið. Öðru megin
var litsterk mynd, en á hinni
hliðinni stóð:
Hamingjuóskir á afmælisdag-
inn. Við sjáumst brátt.
Ekkert ljóð, engin sinfónía gat
hljómað betur en þessi orð . ..
Við sjáumst brátt.
Ég leit á kortið. Það var frí-
merkt, en óstimplað. Adam hafði
gleymt að póstleggja það. Mig
langaði til að hlæja og gráta í
senn.
Raymond sagði kuldalega:
— Þar sem litlar likur eru til
þess, að Adam sé þegar kom-
inn, gætirðu kannski hugsað þér
að eyða deginum með mér? Ég
hafði hugsað mér, að leigja bát..
— Það væri skemmtilegt. Ég
sneri mér snöggt að honum, leið
og sneypt yfir að hafa sært hann.
Bros hans var bæði glettnis-
legt og dapurt, þegar hann sagði:
— Enn ertu ekki gift Adam.
Þegar sá dagur rennur upp, gef
ég upp alla von, en ekki fyrr.
Ég man enn eftir svölum
skuggum trjánna og skvampi
báranna við hliðar litla bátsins.
Ég man, að ég var mjög ham-
ingjusöm.
Raymond ók með mér heim,
þegar byrjaði að kólna.
í forstofunni stanzaði ég og
starði eins og dáleidd á tvær
slitnar ferðatöskur, regnkápu og
hanzka.
En auðvitað var það óhugs-
andi. Það gat svo sem verið, að
gestir væru hjá húsmóður minni.
— Ungi maðurinn er kominn,
sasði hún um leið og hún kom
út úr eldhúsinu.
Ég gat enn ekki trúað því.
— Hvaða ungi maður? spurði
ég í hálfum hljóðum.
—- Þér vitið, sá sem var van-
ur að koma hingað —- reyndar
held ég, að ég hafi ekki séð hann
lengi. Ég hleypti honum inn. Var
það rétt af mér? Hann er búinn
að vera hér í marga klukku-
tíma. Ég gaf honum te, og nú
hevrist ekkert úr íbúðinni yðar.
Ég gat rétt stamað fram nokkr-
um þakklætisorðum, áður en ég
hljóp upp stigann og opnaði
hurðina hljóðlega.
Hann sat í hægindastólnum
mínum og svaf.
Ég kraup á kné við hlið hans
í hljóðu sumarhúminu. Ég sá, að
hann var grennri og sólbrennd-
ari en áður, en að hann var sá
Adam, sem ég þekkti — en þó
að einhverju leyti breyttur. Ég
var glöð yfir að geta skoðað hann
óséð nokkur augnablik, en samt
langaði mig til að hann vaknaði,
því að þá gæti ég séð, hvernig
hann væri breyttur.
Meðan ég lá þarna á hnjám,
iðraðist ég sárt þeirrar stundar,
sem ég hafði misst vonina. En
það var þó ekki nema mannlegt.
Allt í einu opnaði hann augun,
teygði úr sér og brosti um leið
og hann settist upp.
Þú ert búin að vera lengi
í burtu, miss Locket, sagði Adam.
Ég fór að hlæja. Ég hafði ver-
ið lengi í burtu!
Hann leiddi mig út að glugg-
anum. Við horfðum lengi hvort
á annað, og ég sá að andlit hans
hafði þrozkast og fengið nýjan
frið. Ég gerði mér Ijóst, að hann
hafði þarfnazt þessa einmana-
lega árs, og að hann hafði not-
að það vel.
— Miss Locket, ég man ekki
hvort ég setti afmæliskortið þitt
í póst, sagði hann.
— Þú skTdir það eftir í hand-
ritinu að bókinni þinni, sagði ég.
Raymond fékk mér það.
Adam brosti.
— Nú, svo að þú varst með
honum. Hann þrýsti hönd mína
fast og sagði:
— Veiztu hvað ég hef nefnt
bókina mína, miss Locket.
Ég hristi höfuðið.
Tími til að koma heim,
sagði hann. Og Lucy .. . þegar ég
setti bókina í póstinn, sagði ég
við sjálfan mig, að það væri ein-
mitt tími til kominn að fara
heim .En hvernig geturðu vitað,
að Lucy sé þar enn? spurði ég
sjálfa mig. Því ætti hún að vera
þar? Þú átt það ekki skilið.
Og...
Ég horfði í augu hans og sá
þar eitthvað, sem aldrei hafði
verið þar áður — meðvitund um
að eitthvað annað væri til í
heiminum en Adam Ley.
- Svo varstu ekki hér, sagði
hann. Þetta hefur verið hræði-
lega langur dagur, kæra miss
Locket.
Ég ætlaði að segja, að þetta
hefði verið hræðilega langt ár,
en þá lá ég í faðmi hans og þá
var það ekki lengur mikilvægt.
Þegar sólin kemur upp, hugsar
maður ekki lengur um myrkrið
á undan.
HÁLAUNAUNGL-
INGAR...
FRAMHALD AF BLS. 21.
málsháttur myndaðist eftir síð-
ustu byltingu: ,,Vér erum allir
jafnir — en sumir eru jafnari
en aðrir“. í fyrri hlutanum lýs-
44 — VIKAN 1. tbl.