Vikan


Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 48
Hvernig dæmir jiú? Leyndir gallar bótaskyldir. Enn er málum þann veg komið, að Jón Jónsson ræðst í húsa- kaup. í þetta skipti festi hann kaup á einbýlishúsi. Seljandinn var Bótó'Jfur Bjömsson, hnefaleikakennari. Kaupverðið var kr. 400.000,00. Umrætt hús var einlyft, múrhúðað timburhús á steingrunni. Hafði Bótólfur verið byggjandi hússins og búið í því rúmlega tvö ár. Jón granndskoðaði húsið, áður en kaup voru gerð. í kaupsamn- ingi og afsali var svolátandi ákvæði: „Kaupandi hefur kynnt sér ástand hinnar seldu fasteignar og sættir sig við það að öllu leyti“. Þegar Jón hafði búið í húsinu í hálft annað ár, varð hann þess var, að hurðir urðu fastar í körmum. Svo mikil brögð urðu að þessu ,að Jón þurfti að hefla af öllum hurðum hússins. Nú leið enn eitt ár. Fóru hurðir þá aftur að festast. Jón heflaði á ný, en án árangurs. Þá sá hann, að hér var eitthvað alvarlegt á ferðinni. Nú varð Jóni Jónssyni nóg boðið. Hann tók hatt sinn og staf, gekk á fund borgardómara og óskaði eftir dómkvaðningu sérfróðra manna, hæfra og óvilhallra, til að skoða og gefa lýsingu á ástandi hússins. Þá ættu matsmenn og að meta til fjár þessa galla. Niðurstaða matsmanna varð sú, að byggingu á undirstöðu húss- ins væri mjög ábótavant og gagnstætt öllum byggingarreglum. Þess- ar ótraustu undirstöður yllu sigi á húsinu. Nú væri svo komið, að gólfplatan hallaðist um 10 cm. inn að miðiu húsinu, sveigja væri greinileg á loftbitum og þakið áberandi söðulbakað. Ekki töldu matsmenn, að bætt yrði úr göllum þessum fyrir minna en kr. 160 þúsund. Matsmenn töldu eðlilegt, að sigsins hefði ekki gætt, fyrr en nokkrum tíma eftir byggingu hússins. Ástæðan væri sú, að fyrst hefði jarðvegurinn undir húsinu sigið, bæði vegna þunga frá því og vegna þess, að jarðvegurinn væri þurrari en hann var fyrir bygg- inguna. Þessi þróun gæti tekið nokkur ár. Þegar hugað var að byggingarsögu umrædds húss, kom eftirfar- andi í ljós: Múrsmiður á uppdrætti að húsinu var greindur Rauður Svavars' son. Upplýst er, að Bótólfur sjálfur og fjölskylda hans unnu við sökkulinn og plötuna undir húsinu. Á meðan að þessu var unnið, kom Rauður tvívegis á vinnustað, dvaldi þar örskamma stund og gaf nokkrar ráðleggingar. Fyrir þessi afskipti sín af húsbygging- unni, þar með talin áritun á teikningu, tók Rauður enga þóknun, enda voru þeir Bótólfur nánir kunningjar. Jón Jónsson taldi, að þeir Bótólfur og Rauður ættu að bæta sér tjónið, sameiginlega eða annar hvor. Nú kom í ljós, að Bótólfur var kominn af landi brott. Höfðu atvinnumöguleikar hans nánast að engu orðið, eftir að hnefaleikar voru hér bannaðir með lögum. Síðast hafði spurzt til hans í fjölleikahúsi í Kaupmannahöfn, en íslenzka sendiráðið þar gat engar uplýsingar um Bótólf gefið. Ekki var vitað um neinar eignir, er hann ætti hérlendis, enda félaus talinn, er hann fór utan. Varð Jón því að stefna Bótólfi Björns- syni opinberri stefnu, birtri í Lögbirtingablaðinu. Þegar mál þetta kom fyrir dóm, mætti þar Rauður ásamt mál- flytjanda, en hvorki mætti Bótlófur né nokkur af hans hálfu. Rauður krafðist sýknu. Byggði hann þá kröfu í fyrsta lagi á þeirri málsástæðu, að Jón hefði firrt sig öllum fébótarrétti með yfir- lýsingu þeirri, að hann hefði sætt sig við ástand hússins, þegar kaupin voru gerð. f öðru lagi krafðist Rauður sýknu af þeirri ástæðu, að væri um einhvern bótarétt að ræða til handa Jóni, þá hvíldi samsvarandi bótaskylda eingöngu á Bótólfi Björnssyni. Hann hefði staðið fyrir byggingunni og vansmíði hússins ætti að meta honum til fébótaskyldu. Rauður sagði afskipti sín af byggingunni hafi aðeins verið þau, að hann hefði af greiðvikni við Bótólf, kunningja sinn, áritað teikningu sem múrsmiður og tvívegis rennt við hjá Bótólfi, meðan hann var að vinna að undirstöðum hússins. Rauður Svavarsson lagði í málflutningi sínum áherzlu á, að ekk- ert hefði hann haft upp úr afskiptum þess nema ómakið eitt, því að enga þóknun hefði hann fengið, enda ekki til hennar ætlazt. Spurning VIKUNNAR: FÆR JÓN BÆTUR? EF SVO ER, ÚR HENDI HVERS EÐA HVERRA? Svar er á bls. 51. Þetta kom allt í einu eftir að hún hafði laugað sig. Hún segir sjálf, að ekkert sé að sér.... Þú skilur, við vitum svo lítið um sjúkdóma, Meg og ég. . . . Clare svaraði strax: — Ég skal fara upp til hennar undir eins, þetta er kannski ekki eins slæmt og þú heldur. . . . Meg sat við rúm Faith þegar Clare kom inn, og hvíslaði: — Þetta kom allt í einu . . . Clare sá að kinnarnar á Faith voru kafrjóðar. Hún tók varlega á úlnlið hennar og þreif- aði á æðinni. Hún sló hart. Faith opnaði augun og reyndi að brosa, en hún hríðskalf. — Ég . . . ég geri svoddan ske'fingar ónæði, muldraði hún. Clare og Meg færðu sig spöl- korn frá rúminu og Clare sagði rólega: — Ég held það sé réttast að ná í lækni. — Er . . . er þetta alvarlegt? spurði Meg hrædd. — Það þarf ekki að vera. Lík- lega er það inflúensa, og ef svo er, þarf liún að fá hjúkrun strax. Hún leit á klukkuna. — Það er bezt að biðja hann um að koma strax. — Hún hefur aldrei verið veik áður — nema þetta með augun. — Inflúensa er ekkert hættu- leg, ef rétt er með hana farið. Hefurðu hitabrúsa? — En hún er svo heit fyrir. — Og köld um leið, sagði Clare. — Ég síma til Grey læknis, sagði Meg rólega. — Og mér þykir vænt um að þú skulir vera hérna. — Mér líka, sagði Clare. Grey læknir kom innan stund- ar. Meg Hamden fylgdi honum inn til dóttur sinnar, kynnti Clare fyrir honum og fór svo út, svo að læknirinn gæti rannsak- að Faith í næði. Grey hafði ver- ið húslæknir fjölskyldunnar ár- um saman, og hafði oft komið til Faith þegar hún var með barnasjúkdómana. — Heppilegt að hjúkrunar- kona skyldi vera á heimilinu, sagði læknirinn við Clare. Hann var gráhærður, andlitið opinskátt og framkoman aðlaðandi. Faith hafði onpað augun þegar hann kom inn í herbergið, og var svo lasin að hún umlaði aðeins: —■ Leitt að — ónáða yður — svona seint . . . Þegar læknirinn hafði skoðað Faith ítarlega fór hann með Clare út úr herberginu. — Þetta mun vera inflúensa og því miður snertur af lungna- bólgu líka. Ég hafði með mér súlfalyf, það er bezt að reyna að kæfa sjúkdóminn í fæðing- unni. Hún er auðvitað veik fyrir eftir augnauppskurðinn. Hann tók meðalið upp úr tösk- unni sinni og sagði Clare fyrir verkum. — Og munið, að hún verður að fá mikla vökvun. Honum þótti gott, að Clare skyldi vera þarna, því að hann var fljótur að sjá, að hún var dugleg hjúkrunarkona. Hann spurði, hvort hún ætti heima hjá Hamdenshjónunum og hún svaraði, að hún væri gestkom- andi hjá þeim. — Þá vona ég að þér hinkrið við hérna um sinn, sagði lækn- irinn. — Og hugsið þér vel um Faith. Hún er yndisleg stúlka ... sérstök manneskja. Og nú er bezt ég fari niður og tali við foreldra hennar. —• Já, þau eru eflaust meira en áhyggjufull. Og svo vona ég, að þér hafið tíma til að líta inn á morgun? — Alveg áreiðanlega. Clare gat ekki annað en bros- að að því hvernig læknirinn tal- aði — stutt og slitrótt. En ósjálf- rátt fann hún, að honum var treystandi . . . Clare vakti alla nóttina, mókti við og við en fylgdist vel með hverri smá- breytingu á sjúklingnum. Um klukkan fjögur kom Meg hljóð- lega inn; hún hafði samvizku- bit af að hafa sofið sjálf en lát- ið Clare vaka. —- Þú lofaðir að þú skyldir halla þér, sagði Meg. — Bara að ég hefði vitað þetta, þá hefði ég . . . — Ég er svo vön næturvök- um, sagði Clare, — en þú þarft að fara snemma á fætur. — Hvernig líður henni? spurði Meg kvíðandi. — Mér sýnist hitinn hafa lækkað talsvert mikið. Þú skalt ekki vera óróleg. — Maður er alltaf órólegur, þegar börnin eiga hlut að máli, sagði Meg. — En mér sýndist læknirinn vera öruggur og ró- legur, sem betur fer. Geturðu gizkað á hvernig hún hafi smit- ast? — Það er ómögulegt að gizka á það, svaraði Clare. — Þetta kemur eins og þjófur á nóttu. En nú verðurðu að reyna að sofna dálitla stund aftur. Meg klappaði henni þakklát á kinnina. — Þú ert svo dæmalaust hjálpsöm við okkur, sagði hún þakklát. Clare kenndi til undan þess- um orðum. Hvernig átti hún að losna úr þessari fals-tilveru, sem hún var í? Og hvað mundi móð- ir Faith segja, ef hún vissi sann- leikann? Því fór fjarri, að Faith skánaði næstu dagana, þvert á móti versnaði henni. Og loks varð það bert, að hún var með illkynjaða lungnabólgu. Grey læknir, Clare, Meg, Jock og Simon sátu saman í dagstof- unni. Clare vissi fyrir, hvernig ástatt var, en hinir voru að frétta það núna. — Hve —• alvarlegt er þetta? Grey læknir svaraði rólega: — Með góðri hjúkrun skal okk- 48 — VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.