Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 51
FYRIR ÞVÍ URSKURÐAST
Svar við: HVERNIG DÆMIR ÞÚ? á bls. 48.
Fyrst verður vikið að þeirri vamarástæðu, að Jón eigi
engar bætur að fá vegna yfirlýsingarinnar í kaupsamningi
og afsali þess efnis, að húsið sé selt í því ástandi, sem það var
í, þegar kaup voru gerð, og hann hefði sætt sig við.
Ákvæði sama efnis og hið tilvitnaða ákvæði í kaupsamn-
ingi þeirra Jóns og Bótólfs mun sennilega undantekningar-
laust vera í sérhverjum kaupsamningi og sérhverju afsali.
Efnislega má ekki taka slík ákvæði of bókstaflega. Á þetta
einkum við hina svonefndu leyndu galla, sem mjög koma
við sögu í dómsmálum varðandi byggingar húsa og sölur.
Með leyndum göllum er átt við það tilvik, að ekki sé unnt að
ætlazt til þese af hálfu kaupenda, að hann hafi veitt göll-
unum athygli, þegar hann skoðaði hið keypta. (Sjá nánar
um leynda galla í 27. tbl. VIKUNNAR frá 4. júlí).
Ljóst er í máli því, sem hér er fjallað um, að vanbygging
undirstaðna hins umdeilda húss fellur undir hugtakið leynd-
ur galli. Þessa galla gætti alls ekki, þegar kaupin voru gerð,
og kom fyrst fram alllöngu síðar. Af þessum ástæðum verður
fyrri varnarástæðu í málatilbúnaði Rauðs Svavarssonar hrund-
ið, þar sem leyndir gallar eru yfirleitt fallnir til bótaskyldu
seljanda.
Samkvæmt málavöxtum var Bótólfur Björnsson handhafi
byggingarleyfisins, og sjálfur stóð hann fyrir hinni stórgöll-
uðu múrsmíði hússins. Fébótaábyrgð hans er því einsýn.
Rauður kom sáralítið nálægt múrsmíðinni, en ritaði á upp-
dráttinn að húsinu sem múrsmiður. Vegna afskiptaleysis af
byggingunni telur Rauður sig sýknan saka og bótaábyrgðina
eingöngu hjá Bótólfi, ef hún yfirleitt er fyrir hendi.
Telja verður, að með áritun sinni á teikninguna hafi Rauð-
ur tekið á sig ábyrgð á því, að öll múrsmíði hússins yrði af
hendi leyst í samræmi við teikningar og byggingarreglur
borgarinnar. í byggingarsamþykkt fyrir Reykjavík frá 1945
er tekið fram, að ekki megi nota fengið byggingarleyfi, fyrr
en byggingarfulltrúa hafi verið tilkynnt, hver múrmeistari
sjái um múrsmíði og hver húsasmiðameistari um trésmíði.
í sömu byggingarsamþykkt er einnig svo mælt fyrir, að
múrarameistari beri ábyrgð á því, að allur járnabindingur
sé samkvæmt uppdráttum, plötuþykktir séu réttar og steypu-
gæði eftir nánar greindum reglum.
Framangreindar skyldur hefur Rauður sýnilega vanrækt.
Þær skyldur, sem Rauður lagði sér á herðar með árituninni
á uppdráttinn, eru engu að síður fyrir hendi, þótt hann hafi
enga þóknun fengið fyrir þessa áritun og störf sín við bygg-
inguna.
Vanræksla Rauðs á skyldum sínum sem löggilts múr-
smiðs leiöir til bótaskyldu hans. Niðurstaðan verður því sú,
að þeir Bótólfur og Rauður bera báðir fébótaábyrgð á kröfu
Jóns Jónssonar að fjárhæð kr. 160.000,00. Ábyrgð þeirra er
sólídarisk, þ.e. báðir fyrir annan og annar fyrir báða.
Eins og málum er lýst, er líklegt, að Jón geti eingöngu
gengið að Rauði til fullnægingar á dómkröfu sinni, þar sem
Bótólfur dvelur erlendis og algerlega eignalaus hér á landi.
Má því segja, að greiðvikni Rauðs við vin sinn hafi orðið
honum nokkuð dýrkeypt.
Ályktunarorð: JÓN FÆR FÉBÆTUR. ÁBYRGÐ BÓTÓLFS
OG RAUÐS ER SÓLlDARISK.
J. P. E.
(■I
Nútt útlit
Nú tækni
NALMGLUGGAF
^7
LÆKJARGÖTU, HAFNARFIRÐI. — SlMI 50022
VIKAN 52. tM. —
51